Körfubolti

Chris Paul brákaði bein og fer í að­gerð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Chris Paul, leikmaður Golden State Warriors, ásamt góðvini sínum Scott Foster.
Chris Paul, leikmaður Golden State Warriors, ásamt góðvini sínum Scott Foster. Christian Petersen/Getty Images

Chris Paul, leikstjórnandi Golden State Warriors í NBA deildinni, brákaði bein í vinstri hönd og mun gangast undir aðgerð á næstu dögum. 

Meiðslin áttu sér stað um miðjan 3. leikhluta í sigri Warriors gegn Detroit Pistons. Chris Paul var þar að sækja frákast eftir misheppnað þriggja stiga skot en lenti í samstuði við andstæðing sinn Jaden Ivey. Hann greip strax um úlnliðinn og var tekinn af velli. 

Enginn tímarammi er settur fyrir endurkomu hans en reiknað er með því að hann snúi aftur til keppni á þessu tímabili. Paul er á sínu 19. tímabili í NBA deildinni og er alls ekki ókunnugur meiðslum. Hann hefur ellefu sinnum meiðst á hendi og fjórum sinnum gengist undir aðgerð vegna þess. 

Paul hefur á tímabilinu verið varamaður en er nýlega kominn inn í byrjunarliðið í breyttu kerfi Warriors sem miðar að því að láta Steph Curry handleika boltann minna og opna fyrir hann skotfæri. 

Warriors eru sem stendur í 10. sæti vesturhluta NBA deildarinnar með 17 sigra og 18 töp. Þeir sakna nokkurra lykilmanna en leikstjórnandinn Gary Payton II er frá vegna meiðsla og framherjinn Draymond Green er í ótímabundnu leikbanni. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×