Formaðurinn nálgist Íslandsmet í óvinsældum og fylgið sögulega lágt Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. janúar 2024 17:58 Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar telur fullvíst að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum áður en vorþingi lýkur. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei verið jafn illa undirbúinn undir kosningar og núna segir Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður flokksins. Flokkurinn hafi aldrei mælst með minna fylgi í könnunum og formaðurinn nálgist Íslandsmet í óvinsældum. Páll Magnússon, oddviti H-listans í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um ófarir flokksins í Facebook-færslu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í Þjóðarpúlsi Gallup - síðan þær mælingar hófust fyrir meira en 30 árum. Á sama tíma er formaður flokksins að nálgast einhverskonar Íslandsmet í vantrausti og óvinsældum í mælingum Maskínu. Formaðurinn er þó sallarólegur með þetta og segir lítið að marka þessar kannanir,“ skrifar Páll í færslunni. Páll skrifar að Bjarni Benediktsson segi líka „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ sem sé líklega rangt mat. „Miðað við hve fylgið sópast nú hratt af flokknum er þvert á móti sennilegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voni að formaðurinn hætti alls ekki – heldur sitji sem lengst. Gamla kennisetningin er að ef andstæðingurinn er kála sér sjálfur skaltu láta hann í friði,“ skrifar Páll. Rétta fólki pensla til að útmála flokkinn sem spilltann Páll segir einnig að „einn gamall og harðkjarna Sjálfstæðismaður“ hafi spurt sig „Þurfum við alltaf að vera að rétta bæði málningarfötu og pensil upp í hendurnar á þeim sem vilja útmála flokkinn sem spilltan og klíkustýrðan?“ í tilefni af „sendiherrabixinu um daginn.“ Páll á þar án efa við sendiherraskipun Bjarna Benediktssonar á Svanhildi Hólm og Guðmundi Árnasyni sem vakti töluverða athygli. „Ofan á þetta bætist svo að tvö umdeildustu málin sem heyra undir Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og hafa gert lengi, orkumálin og útlendingamálin, eru í hreinum ólestri,“ skrifar Páll áfram og klykkir út með stórum lokaorðum: „Það er stundum sagt að flokkar þurfi alltaf að vera reiðubúnir í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei í sögu sinni verið jafn illa undir þær búinn og einmitt núna.“ Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Páll Magnússon, oddviti H-listans í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um ófarir flokksins í Facebook-færslu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í Þjóðarpúlsi Gallup - síðan þær mælingar hófust fyrir meira en 30 árum. Á sama tíma er formaður flokksins að nálgast einhverskonar Íslandsmet í vantrausti og óvinsældum í mælingum Maskínu. Formaðurinn er þó sallarólegur með þetta og segir lítið að marka þessar kannanir,“ skrifar Páll í færslunni. Páll skrifar að Bjarni Benediktsson segi líka „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ sem sé líklega rangt mat. „Miðað við hve fylgið sópast nú hratt af flokknum er þvert á móti sennilegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voni að formaðurinn hætti alls ekki – heldur sitji sem lengst. Gamla kennisetningin er að ef andstæðingurinn er kála sér sjálfur skaltu láta hann í friði,“ skrifar Páll. Rétta fólki pensla til að útmála flokkinn sem spilltann Páll segir einnig að „einn gamall og harðkjarna Sjálfstæðismaður“ hafi spurt sig „Þurfum við alltaf að vera að rétta bæði málningarfötu og pensil upp í hendurnar á þeim sem vilja útmála flokkinn sem spilltan og klíkustýrðan?“ í tilefni af „sendiherrabixinu um daginn.“ Páll á þar án efa við sendiherraskipun Bjarna Benediktssonar á Svanhildi Hólm og Guðmundi Árnasyni sem vakti töluverða athygli. „Ofan á þetta bætist svo að tvö umdeildustu málin sem heyra undir Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og hafa gert lengi, orkumálin og útlendingamálin, eru í hreinum ólestri,“ skrifar Páll áfram og klykkir út með stórum lokaorðum: „Það er stundum sagt að flokkar þurfi alltaf að vera reiðubúnir í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei í sögu sinni verið jafn illa undir þær búinn og einmitt núna.“
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira