Plastbarkamálið – um skort á vönduðum fréttaflutningi um málið Magnús Karl Magnússon skrifar 7. janúar 2024 10:31 Ég hef til þessa haldið aftur af mér að tjá mig um barkamálið enda nátengdur Tómasi Guðbjartssyni, við bæði góðir vinir og kollegar. Nú get ég ekki lengur setið undir þeim farsakennda fréttaflutningi sem hefur verið á borð borinn á síðustu vikum. Málið er grafalvarlegt, eitt versta hneyksli læknavísinda á síðustu árum. Ljóst er að framin hafa verið brot og nú liggur fyrir nýlegur dómur yfir megin sökudólgnum Paolo Macchiarini. Alvarleiki brotanna er slíkur að fjölmiðlafólk þarf að vanda til fréttaflutnings þegar kemur að ásökunum. Fyrir liggja vandaðar skýrslur, bæði hér á landi og í Svíþjóð. Einnig hefur farið fram ítarleg lögreglurannsókn, málshöfðun og dómur sem ekki verður áfrýjað er fallinn í Svíþjóð. Að mínu mati er stóri óuppgerði þátturinn í þessu máli bætur til aðstandandenda þess sjúklings sem hér um ræðir. Það er löngu tímabært að slíkar bætur verði greiddar og af þeim aðilum sem bera meginábyrgð í málinu. Lykilþættir í þessu máli sem rétt er að fólk þekki 1. Það eru engar vísbendingar um að Íslendingar hafi haft nokkra vitneskju um að brögð hafi verið í tafli í þeirri meðferð sem sjúklingurinn Andemariam Beyene fékk á Karólínska sjúkrahúsinu. Fyrstu ásakanir frá innanhúsfólki við Karólínska sjúkrahúsið (uppljóstrarnir fjórir) um að ekki væri allt með felldu komu fram um hálfu ári eftir að Andemarian lést og 3 árum eftir aðgerðina afdrifaríku. 2. Andemariam var með illvígt krabbamein þar sem engar gagnreyndar (hefðbundnar) læknandi meðferðir voru í boði, þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir áliti til bestu sjúkrahúsa vestan hafs og austan. Í Boston var bent á endurtekna meðferð með leysiskurði og stoðneti sem hefði haft líknandi hlutverk, það er hefði minnkað einkenni og hugsanlega lengt líf sjúklings eitthvað, en ekki læknað sjúklinginn. Sjúkratryggingar Íslands voru ekki með samning við viðkomandi sjúkrahús í Boston og þessi leið því ekki talin fýsileg, e.t.v. skipti kostnaður og ófyrirsjáanleiki þar máli. 3. Það þykir góð læknisfræði að vísa slíkum erfiðum tilfellum til sérhæfðra háskólasjúkrahúsa sem kunna að bjóða nýjar meðferðir sem geta leitt til lækningar. Slíkt er raunar merki um að leitast sé við að sjúklingur fái bestu mögulega meðferð og til þess sé leitað allra leiða. Tilvísandi læknir vísar þá sjúklingi til meðferðar og sú stofnun sem tekur við sjúklingunum ber þá ábyrgð á þeirri meðferð sem þar er veitt. Það er fráleitt að tilvísandi læknir þurfi eða hafi tök á að kanna áreiðanleika allra þeirra vísinda, birtra og óbirtra, sem að baki slíkri meðferð liggur á þekktustu stofnunum heimsins. Slíkar meðferðir eru einungis gerðar að fengnu upplýstu samþykki sjúklings og slíkt samþykki felur meðal annars í sér að útskýrt hafi verið á mannamáli hvaða aðrar hefðbundnu meðferðir komi til greina í stað þeirrar nýju meðferðar sem valið stendur um. Það er meginskylda sjúkrahúsa sem veita slíka meðferðir að hafa alla þá innviði, svo sem vísindasiðanefndir þar sem öll fyrirliggjandi gögn og niðurstöður rannsókna eru vegin og metin og önnur eftirlitskerfi til að tryggja að engin slík meðferð sé veitt án þess að nægilega sterk vísindaleg og klínísk rök styðji hana. Það er eitt meginhneykslið í þessu grafalvarlega máli að þetta eftirlitskerfi hafi brugðist við leiðandi stofnanir á heimsvísu, Karólínska sjúkrahúsið og Karólínsku stofnunina. 4. Öll sú meðferð sem Andemarian hlaut á Íslandi bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina var til fyrirmyndar samkvæmt skýrslu um málavöxtu (Rannsóknarskýrsla HÍ og LSH um plastbarkamálið) og í skýrslunni nefnt sérstaklega að Tómas Guðbjartsson hafi gengið lengra í stuðningi við sjúklinginn en ætlast mætti til. 5. Vísindagrein sem skrifuð var um fyrsta barkaþegann (Andemarian) og birtist 2011 hefur verið dregin tilbaka. Að mínu mati er langalvarlegasti þátturinn í því misferli að ekki voru til staðar nauðsynleg leyfi eða grunnvísindi sem eiga að liggja fyrir áður en slík meðferðin fer fram. Íslenskir greinarhöfundar báru þar enga ábyrgð og voru blekktir líkt og margir nánir samstarfsmenn Macchiarini við Karólínska. Einnig var í greininni ónákvæmni í lýsingu á ástandi sjúklings eftir aðgerð og þar ber Tómas nokkra ábyrgð. Það er þó ljóst að þegar bréfasamskipti greinarhöfunda í aðdraganda birtingar eru lesin (sjá Rannsóknaskýrslu LSH og HÍ) að þar reyndi Tómas að tryggja varkárara orðalag en hans málflutningur varð undir. Hans mistök voru að draga sig þá ekki frá greininni, en hafa ber í huga að ekki var neinn grunur á þessum tímapunkti um að ábyrgðarhöfundur greinarinnar (Macchiarini) væri svikahrappur. Eins og sjá má í Netflix heimildarþáttunum Bad Surgeon, var blekkingarvefur Macchiarinis með slíkum eindæmum í starfi og einkalífi að fæstir skáldsagnahöfundar hefðu ímyndunarafl til að semja slíka sögu. 6. Ábyrgð á tilraunameðferð þeirri sem var beitt er alfarið á hendi Karólínska sjúkrahússins og stofnunarinnar og þeirra ábyrgðalækna sem að meðferðinni stóðu. Á því leikur enginn vafi. Tilvísandi læknir eða tilvísandi sjúkrahús á Íslandi bera ekki og geta ekki borið ábyrgð á þeirri meðferð sem framkvæmd var í Svíþjóð. 7. Í rannsóknarskýrslu LSH og HÍ sem er afar vönduð og mikil að vöxtum er bent á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara en að mínu mati er ekkert þeirra atriða slíkt að það breyti þeirri grundvallarábyrgð sem Karólínska sjúkrahúsið og stofnunin bera í málinu. 8. Tómas Guðbjartsson vann náið með öllum rannsóknaraðilum í þessu flókna máli og afhenti þeim gífurlegt magn gagna ásamt mikilvægri tímalínu. Þessi gögn reyndust vera rannsakendum afar mikilvæg til að skýra málvöxtu. Þetta staðfestu meðal annars sænsku rannsakendur þessa flókna máls. 9. Eftir þessar umfangsmiklu skýrslur og uppljóstranir hefur farið fram viðamikil lögreglurannsókn á hugsanlega saknæmu athæfi í þessu alvarlega og sorglega máli. Sú rannsókn stóð í nokkur ár og sneri að öllum hugsanlegum sökudólgum í málinu. Rannsóknin leiddi til sakfellingar Paolo Macchiarinis. 10. Nýleg Netflix heimildaþáttaröð, Bad Surgeon, sem nefnd var að ofan, og ýmsar blaðagreinar og hlaðvörp hafa varpað skýru ljósi að Paolo Macchiarini er svikahrappur sem á sér fáa líka. Hann hefur valdið ómetanlegum skaða fyrir sjúklingana, aðstandendur þeirra, samstarfsmenn sína, læknisfræðina og Karólínska sjúkrahúsið og stofnunina. Það er mikill álitshnekkur fyrir Karólínska sjúkrahúsið að hafa ekki komið í veg fyrir þessa hörmulegu atburði með þeim eftirlitskerfum sem eiga að koma í veg fyrir slíkar siðlausar tilraunir á fólki. 11. Það hlýtur að teljast óskammfeilið að þær stofnanir sem meginábyrgð bera í málinu hafa greinilega ekki enn axlað hana gagnvart aðstandendum sjúklinganna. Ég veit ekki hvort Landspítalinn hafi bakað sér skaðabótaábyrgð í þessu máli, ég sé það ekki í fljótu bragði, en mér kann að skjátlast í því mati. Það er nú í höndum ríkislögmanns að meta bótaskyldu eftir að forstjóri LSH vísaði málinu til hans. Ég undrast þó mjög að fjölmiðlafólk sem hefur látið sig málið varða hafi ekki spurt formann stjórnar Landspítalans hvort hann telji Landspítalann bera þyngri ábyrgð í þessu máli en sú stofnun sem hann stýrir í Stokkhólmi. Að lokum: Fréttaflutningur síðustu daga hefur verið óvenju óskammfeilinn persónuárás með ónefndum heimildarmönnum og gróusögum og ýjað hefður verið að því að staða Tómasar á LSH væri ótrygg, þótt ekkert sé í reynd hæft í slíkum aðdróttunum. Þá hefur lögmaður sem vinnur að málinu fyrir ekkju Andermarians og fréttamaður RÚV gefið í skyn í spjalli við kollega sinn á Rás 1 að dómur yfir Macchiarini eigi að leiða til þess að aðrir sem að aðgerðinni komu eigi að sæta lögreglurannsókn. Þetta lýsir annaðhvort saknæmum aðdróttunum þessara aðila eða fullkomnu skilningsleysi á réttarkerfinu. Dómur hefur fallið í þessu máli og hann féll að lokinni viðamikilli lögreglurannsókn í því landi þar sem brotin voru framin. Rannsóknin á málinu var til þess gerð að finna alla þá er hugsanlega eiga þar sök til að ákveða hverjir verði sakborningar og hverjir ekki. Að halda því fram að sá dómur þýði að aðrir sem þar voru til rannsóknar eigi nú að vera sakborningar í málinu hér á landi er hættuleg túlkun á því hvernig dómskerfið á að virka. Ég tel að fréttamaður sem verður uppvís að slíkum skilningi á dómskerfinu ætti að draga orð sín til baka. Á lögmönnum sem hafa þennan skilning á réttarkerfinu hef ég lítið álit og er væntanlega ekki einn um þá skoðun. Rannsóknarskýrslu HÍ og LSH um plastbarkamálið má finna hér: https://www.hi.is/frettir/skyrsla_nefndar_um_plastbarkamalid_kynnt Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Plastbarkamálið Landspítalinn Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég hef til þessa haldið aftur af mér að tjá mig um barkamálið enda nátengdur Tómasi Guðbjartssyni, við bæði góðir vinir og kollegar. Nú get ég ekki lengur setið undir þeim farsakennda fréttaflutningi sem hefur verið á borð borinn á síðustu vikum. Málið er grafalvarlegt, eitt versta hneyksli læknavísinda á síðustu árum. Ljóst er að framin hafa verið brot og nú liggur fyrir nýlegur dómur yfir megin sökudólgnum Paolo Macchiarini. Alvarleiki brotanna er slíkur að fjölmiðlafólk þarf að vanda til fréttaflutnings þegar kemur að ásökunum. Fyrir liggja vandaðar skýrslur, bæði hér á landi og í Svíþjóð. Einnig hefur farið fram ítarleg lögreglurannsókn, málshöfðun og dómur sem ekki verður áfrýjað er fallinn í Svíþjóð. Að mínu mati er stóri óuppgerði þátturinn í þessu máli bætur til aðstandandenda þess sjúklings sem hér um ræðir. Það er löngu tímabært að slíkar bætur verði greiddar og af þeim aðilum sem bera meginábyrgð í málinu. Lykilþættir í þessu máli sem rétt er að fólk þekki 1. Það eru engar vísbendingar um að Íslendingar hafi haft nokkra vitneskju um að brögð hafi verið í tafli í þeirri meðferð sem sjúklingurinn Andemariam Beyene fékk á Karólínska sjúkrahúsinu. Fyrstu ásakanir frá innanhúsfólki við Karólínska sjúkrahúsið (uppljóstrarnir fjórir) um að ekki væri allt með felldu komu fram um hálfu ári eftir að Andemarian lést og 3 árum eftir aðgerðina afdrifaríku. 2. Andemariam var með illvígt krabbamein þar sem engar gagnreyndar (hefðbundnar) læknandi meðferðir voru í boði, þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir áliti til bestu sjúkrahúsa vestan hafs og austan. Í Boston var bent á endurtekna meðferð með leysiskurði og stoðneti sem hefði haft líknandi hlutverk, það er hefði minnkað einkenni og hugsanlega lengt líf sjúklings eitthvað, en ekki læknað sjúklinginn. Sjúkratryggingar Íslands voru ekki með samning við viðkomandi sjúkrahús í Boston og þessi leið því ekki talin fýsileg, e.t.v. skipti kostnaður og ófyrirsjáanleiki þar máli. 3. Það þykir góð læknisfræði að vísa slíkum erfiðum tilfellum til sérhæfðra háskólasjúkrahúsa sem kunna að bjóða nýjar meðferðir sem geta leitt til lækningar. Slíkt er raunar merki um að leitast sé við að sjúklingur fái bestu mögulega meðferð og til þess sé leitað allra leiða. Tilvísandi læknir vísar þá sjúklingi til meðferðar og sú stofnun sem tekur við sjúklingunum ber þá ábyrgð á þeirri meðferð sem þar er veitt. Það er fráleitt að tilvísandi læknir þurfi eða hafi tök á að kanna áreiðanleika allra þeirra vísinda, birtra og óbirtra, sem að baki slíkri meðferð liggur á þekktustu stofnunum heimsins. Slíkar meðferðir eru einungis gerðar að fengnu upplýstu samþykki sjúklings og slíkt samþykki felur meðal annars í sér að útskýrt hafi verið á mannamáli hvaða aðrar hefðbundnu meðferðir komi til greina í stað þeirrar nýju meðferðar sem valið stendur um. Það er meginskylda sjúkrahúsa sem veita slíka meðferðir að hafa alla þá innviði, svo sem vísindasiðanefndir þar sem öll fyrirliggjandi gögn og niðurstöður rannsókna eru vegin og metin og önnur eftirlitskerfi til að tryggja að engin slík meðferð sé veitt án þess að nægilega sterk vísindaleg og klínísk rök styðji hana. Það er eitt meginhneykslið í þessu grafalvarlega máli að þetta eftirlitskerfi hafi brugðist við leiðandi stofnanir á heimsvísu, Karólínska sjúkrahúsið og Karólínsku stofnunina. 4. Öll sú meðferð sem Andemarian hlaut á Íslandi bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina var til fyrirmyndar samkvæmt skýrslu um málavöxtu (Rannsóknarskýrsla HÍ og LSH um plastbarkamálið) og í skýrslunni nefnt sérstaklega að Tómas Guðbjartsson hafi gengið lengra í stuðningi við sjúklinginn en ætlast mætti til. 5. Vísindagrein sem skrifuð var um fyrsta barkaþegann (Andemarian) og birtist 2011 hefur verið dregin tilbaka. Að mínu mati er langalvarlegasti þátturinn í því misferli að ekki voru til staðar nauðsynleg leyfi eða grunnvísindi sem eiga að liggja fyrir áður en slík meðferðin fer fram. Íslenskir greinarhöfundar báru þar enga ábyrgð og voru blekktir líkt og margir nánir samstarfsmenn Macchiarini við Karólínska. Einnig var í greininni ónákvæmni í lýsingu á ástandi sjúklings eftir aðgerð og þar ber Tómas nokkra ábyrgð. Það er þó ljóst að þegar bréfasamskipti greinarhöfunda í aðdraganda birtingar eru lesin (sjá Rannsóknaskýrslu LSH og HÍ) að þar reyndi Tómas að tryggja varkárara orðalag en hans málflutningur varð undir. Hans mistök voru að draga sig þá ekki frá greininni, en hafa ber í huga að ekki var neinn grunur á þessum tímapunkti um að ábyrgðarhöfundur greinarinnar (Macchiarini) væri svikahrappur. Eins og sjá má í Netflix heimildarþáttunum Bad Surgeon, var blekkingarvefur Macchiarinis með slíkum eindæmum í starfi og einkalífi að fæstir skáldsagnahöfundar hefðu ímyndunarafl til að semja slíka sögu. 6. Ábyrgð á tilraunameðferð þeirri sem var beitt er alfarið á hendi Karólínska sjúkrahússins og stofnunarinnar og þeirra ábyrgðalækna sem að meðferðinni stóðu. Á því leikur enginn vafi. Tilvísandi læknir eða tilvísandi sjúkrahús á Íslandi bera ekki og geta ekki borið ábyrgð á þeirri meðferð sem framkvæmd var í Svíþjóð. 7. Í rannsóknarskýrslu LSH og HÍ sem er afar vönduð og mikil að vöxtum er bent á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara en að mínu mati er ekkert þeirra atriða slíkt að það breyti þeirri grundvallarábyrgð sem Karólínska sjúkrahúsið og stofnunin bera í málinu. 8. Tómas Guðbjartsson vann náið með öllum rannsóknaraðilum í þessu flókna máli og afhenti þeim gífurlegt magn gagna ásamt mikilvægri tímalínu. Þessi gögn reyndust vera rannsakendum afar mikilvæg til að skýra málvöxtu. Þetta staðfestu meðal annars sænsku rannsakendur þessa flókna máls. 9. Eftir þessar umfangsmiklu skýrslur og uppljóstranir hefur farið fram viðamikil lögreglurannsókn á hugsanlega saknæmu athæfi í þessu alvarlega og sorglega máli. Sú rannsókn stóð í nokkur ár og sneri að öllum hugsanlegum sökudólgum í málinu. Rannsóknin leiddi til sakfellingar Paolo Macchiarinis. 10. Nýleg Netflix heimildaþáttaröð, Bad Surgeon, sem nefnd var að ofan, og ýmsar blaðagreinar og hlaðvörp hafa varpað skýru ljósi að Paolo Macchiarini er svikahrappur sem á sér fáa líka. Hann hefur valdið ómetanlegum skaða fyrir sjúklingana, aðstandendur þeirra, samstarfsmenn sína, læknisfræðina og Karólínska sjúkrahúsið og stofnunina. Það er mikill álitshnekkur fyrir Karólínska sjúkrahúsið að hafa ekki komið í veg fyrir þessa hörmulegu atburði með þeim eftirlitskerfum sem eiga að koma í veg fyrir slíkar siðlausar tilraunir á fólki. 11. Það hlýtur að teljast óskammfeilið að þær stofnanir sem meginábyrgð bera í málinu hafa greinilega ekki enn axlað hana gagnvart aðstandendum sjúklinganna. Ég veit ekki hvort Landspítalinn hafi bakað sér skaðabótaábyrgð í þessu máli, ég sé það ekki í fljótu bragði, en mér kann að skjátlast í því mati. Það er nú í höndum ríkislögmanns að meta bótaskyldu eftir að forstjóri LSH vísaði málinu til hans. Ég undrast þó mjög að fjölmiðlafólk sem hefur látið sig málið varða hafi ekki spurt formann stjórnar Landspítalans hvort hann telji Landspítalann bera þyngri ábyrgð í þessu máli en sú stofnun sem hann stýrir í Stokkhólmi. Að lokum: Fréttaflutningur síðustu daga hefur verið óvenju óskammfeilinn persónuárás með ónefndum heimildarmönnum og gróusögum og ýjað hefður verið að því að staða Tómasar á LSH væri ótrygg, þótt ekkert sé í reynd hæft í slíkum aðdróttunum. Þá hefur lögmaður sem vinnur að málinu fyrir ekkju Andermarians og fréttamaður RÚV gefið í skyn í spjalli við kollega sinn á Rás 1 að dómur yfir Macchiarini eigi að leiða til þess að aðrir sem að aðgerðinni komu eigi að sæta lögreglurannsókn. Þetta lýsir annaðhvort saknæmum aðdróttunum þessara aðila eða fullkomnu skilningsleysi á réttarkerfinu. Dómur hefur fallið í þessu máli og hann féll að lokinni viðamikilli lögreglurannsókn í því landi þar sem brotin voru framin. Rannsóknin á málinu var til þess gerð að finna alla þá er hugsanlega eiga þar sök til að ákveða hverjir verði sakborningar og hverjir ekki. Að halda því fram að sá dómur þýði að aðrir sem þar voru til rannsóknar eigi nú að vera sakborningar í málinu hér á landi er hættuleg túlkun á því hvernig dómskerfið á að virka. Ég tel að fréttamaður sem verður uppvís að slíkum skilningi á dómskerfinu ætti að draga orð sín til baka. Á lögmönnum sem hafa þennan skilning á réttarkerfinu hef ég lítið álit og er væntanlega ekki einn um þá skoðun. Rannsóknarskýrslu HÍ og LSH um plastbarkamálið má finna hér: https://www.hi.is/frettir/skyrsla_nefndar_um_plastbarkamalid_kynnt Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun