Fyrir leikinn Juventus í öðru sæti deildarinnar með 43 stig en gat með sigri minnkað forskot Inter í efsta sætinu niður í þrjú stig.
Salernitana komst yfir í leiknum á 39. mínútu með marki frá Giulio Maggiore og var staðan 1-0 í hálfleik.
Giulio Maggiore kom hinsvegar aftur við sögu í byrjun seinni hálfleiks, og ekki á góðan hátt. Hann fékk að líta sitt annað gula spjald og því rautt og átti það eftir að breyta gangi mála.
Samuel Iling-Junior kom inná sem varamaður í hálfleik og skoraði hann jöfnunarmark Juventus aðeins tólf mínútum eftir að Juventus varð manni fleiri. Staðan orðin 1-1.
Það var síðan á 91. mínútu þar sem Dusan Vlahovic tryggði Juventus sigurinn og stigin þrjú. Lokatölur 1-2 og eftir sigurinn er Juventus komið með 46 stig í öðru sæti deildarinnar.