Heimsþekktur og dáður predikari reyndist úlfur í sauðagæru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 11:53 Joshua var dáður út um allan heim en virðist hafa verið mesti hrotti. Getty/EMPICS/Matthew Ashton Rannsókn BBC hefur leitt í ljós fjölda ásakana um pyntingar og nauðganir TB Joshua, leiðtoga einnar stærstu kristnu kirkju heims. Tugir meðlimir safnaðar Synagogue Church of all Nations (Scoan), hafa stigið fram og lýst hroðaverkum trúarleiðtogans. Joshua lést árið 2021 en naut mikillar aðdáunar út um allan heim. Samkvæmt BBC lögðu tugþúsundir á sig pílagrímsferðir frá Evrópu, Ameríku og Asíu til að vera viðstaddir „kraftaverk“ hans í Nígeríu fyrir aldamót. Þá fylgdust milljónir með honum framkvæma „kraftaverk“ sín í sjónvarpinu en Scoan hefur verið starfrækt í um fjóra áratugi og nær enn til fjölda fylgjenda út um allan heim í gegnum samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðina Emmanuel TV. Ekkja hans fer fyrir kirkjunni í dag en Scoan hefur ávallt neitað því að nokkuð misjafnt hafi átt sér stað innan safnaðarins. Um það bil 150 fylgjendur Joshua eru taldir hafa búið með predikaranum í Lagos, sumir í áratugi. Tugir þeirra lýsa því að hafa orðið vitni að eða upplifað líkamlegt ofbeldi og pyntar af hálfu leiðtogans og þá hafa margar konur sakað hann um að hafa nauðgað sér, í sumum tilfellum ítrekað. Dætur Joshua standa við lík föður síns. Þegar Joshua lést var honum lýst sem einum áhrifamesta predikara í sögu Afríku.Getty/NurPhoto/Olukayode Jaiyeola „Við héldum öll að við værum í himnaríki en við vorum í helvíti og í helvíti gerast hræðilegir hlutir,“ segir Rae, bresk kona, í samtali við BBC. Hún gekk í söfnuðinn þegar hún var 21 árs og varði tólf árum sem einn „lærisveina“ Joshua í Lagos. Hún lýsir því að hafa verið haldið í einangrun í tvö ár og nauðgað af Joshua. Ofbeldið sem hún mátti sæta hafi verið svo slæmt að hún hafi nokkru sinni reynt að svipta sig lífi. Margir þeirra sem dvöldu hjá Joshua voru aðeins táningar þegar þeir gengu í söfnuðinn og í sumum tilvikum Bretanna greiddi hann fargjaldið frá Bretlandi til Lagos. Jessica Kaimu frá Namibíu segir ofbeldið gegn sér hafa varað í meira en fimm ár. Hún hafi verið sautján ára þegar Joshua nauðgaði henni fyrst og ítrekaðar nauðganir hafi leitt til þess að hún var fimm sinnum látin gangast undir þungunarrof, sem öll voru framkvæmd „í skjóli myrkurs“. Aðrir segja frá því að hafa verið barðir með svipum og neitað um svefn. Þess má geta að á meðan BBC vann að rannsókn sinni var skotið á starfsmenn þess við höfuðstöðvarnar í Lagos. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Trúmál Nígería Kynferðisofbeldi Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Fleiri fréttir Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Sjá meira
Joshua lést árið 2021 en naut mikillar aðdáunar út um allan heim. Samkvæmt BBC lögðu tugþúsundir á sig pílagrímsferðir frá Evrópu, Ameríku og Asíu til að vera viðstaddir „kraftaverk“ hans í Nígeríu fyrir aldamót. Þá fylgdust milljónir með honum framkvæma „kraftaverk“ sín í sjónvarpinu en Scoan hefur verið starfrækt í um fjóra áratugi og nær enn til fjölda fylgjenda út um allan heim í gegnum samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðina Emmanuel TV. Ekkja hans fer fyrir kirkjunni í dag en Scoan hefur ávallt neitað því að nokkuð misjafnt hafi átt sér stað innan safnaðarins. Um það bil 150 fylgjendur Joshua eru taldir hafa búið með predikaranum í Lagos, sumir í áratugi. Tugir þeirra lýsa því að hafa orðið vitni að eða upplifað líkamlegt ofbeldi og pyntar af hálfu leiðtogans og þá hafa margar konur sakað hann um að hafa nauðgað sér, í sumum tilfellum ítrekað. Dætur Joshua standa við lík föður síns. Þegar Joshua lést var honum lýst sem einum áhrifamesta predikara í sögu Afríku.Getty/NurPhoto/Olukayode Jaiyeola „Við héldum öll að við værum í himnaríki en við vorum í helvíti og í helvíti gerast hræðilegir hlutir,“ segir Rae, bresk kona, í samtali við BBC. Hún gekk í söfnuðinn þegar hún var 21 árs og varði tólf árum sem einn „lærisveina“ Joshua í Lagos. Hún lýsir því að hafa verið haldið í einangrun í tvö ár og nauðgað af Joshua. Ofbeldið sem hún mátti sæta hafi verið svo slæmt að hún hafi nokkru sinni reynt að svipta sig lífi. Margir þeirra sem dvöldu hjá Joshua voru aðeins táningar þegar þeir gengu í söfnuðinn og í sumum tilvikum Bretanna greiddi hann fargjaldið frá Bretlandi til Lagos. Jessica Kaimu frá Namibíu segir ofbeldið gegn sér hafa varað í meira en fimm ár. Hún hafi verið sautján ára þegar Joshua nauðgaði henni fyrst og ítrekaðar nauðganir hafi leitt til þess að hún var fimm sinnum látin gangast undir þungunarrof, sem öll voru framkvæmd „í skjóli myrkurs“. Aðrir segja frá því að hafa verið barðir með svipum og neitað um svefn. Þess má geta að á meðan BBC vann að rannsókn sinni var skotið á starfsmenn þess við höfuðstöðvarnar í Lagos. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Trúmál Nígería Kynferðisofbeldi Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Fleiri fréttir Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Sjá meira