Hvenær brýtur maður lög? Sigursteinn Másson skrifar 8. janúar 2024 14:31 Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Sjálfstæðismenn gefa undir fótinn með það að greiða slíkri vantrauststillögu atkvæði sitt og að fella þar með sjálfir ríkisstjórnina. Og hvert skildi svo tilefnið vera? Í júní á síðasta ári stóð Svandís frammi fyrir því að velja á milli þess að fresta upphafi veiðitímabils á langreyðum með dags fyrirvara eða að láta hjá líða að bregðast á nokkurn hátt við skýru áliti Fagráðs um velferð dýra þess efnis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum. Svandís hafði einn föstudag og hluta mánudags til að rýna álit Fagráðs og ráðfærði sig við helstu sérfræðinga ráðuneytis hennar sem töldu frestun réttmæta og lögmæta. Niðurstaðan var sú að láta dýravelferðarlögin frá 2013 trompa 75 ára lög um hvalveiðar þótt með því væri vissulega tekin áhætta og að ákvörðunin yrði íþyngjandi fyrir Hval hf. Dýraverndin skildi njóta vafans. Þetta var tímamóta ákvörðun á Íslandi í þágu dýravelferðar, sem vissulega var tekin með mjög litlum fyrirvara, en það var líka ástæða fyrir því. Sú ástæða nefnist einu nafni Kristján Loftsson. Fram hefur komið að Kristján og Hvalur hf ollu miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um langreyðarveiðarnar 2022 sem síðan olli því að Fagráð um velferð dýra fékk málið ekki til umfjöllunar fyrr en síðla vors. Örstuttu fyrir áætlað upphaf langreyðarveiðanna barst skýrt álit Fagráðs til ráðherra sem bar þá að bregðast við. Eftirlitsskýrsla MAST leiddi í ljós að um þriðjungur langreyðanna líður miklar og langvarandi kvalir og niðurstaðan var sú að veiðarnar væru ekki í anda laga um dýravelferð. Fagráð um velferð dýra kvað enn sterkar að orði í sínu áliti og taldi enga leið að stunda þessar veiðar í samræmi við dýravelferðarlög. Þeir sem nú gagnrýna Svandísi hástöfum verða að svara þeirri spurningu hvað hún átti að gera í þeirri þröngu stöðu sem hún var? Átti hún að láta dýravelferðina lönd og leið og líta fyrst og fremst til atvinnuréttinda Hvals hf, þar sem í lang flestum tilvikum er um að ræða sumarstörf fyrir námsmenn, eða átti hún að gera þá kröfu á fyrirtækið að sýna innan tveggja mánaða fram á betrumbætur svo koma mætti í veg fyrir endurtekið dýraníð? Þá ákvörðun tók hún og fór þar með að sannfæringu sinni, af réttlætiskennd og að ráðleggingum sérfræðinga. Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög? Umboðsmaður Alþingis kýs að láta hin 75 ára útreltu lög um hvalveiðar trompa lög um dýravelferð frá 2013. Gott og vel. Það er þá hans mat. Í áliti hans segir að skort hafi nægilega skýra lagastoð fyrir frestun veiðitímabilsins. Ef þetta er áfellisdómur yfir einhverjum þá er það yfir löggjafanum sjálfum sem í áratugi hefur staðið vörð um þrönga og satt best að segja furðulega áráttu og hvalveiðihagsmuni eins manns. Það getur enginn haldið því fram að Svandís hafi ekki verið í góðri trú og studd af sérfræðingum ráðuneytis hennar, þegar hún tók þá ákvörðun að standa með málleysingjunum sem hafa í nafni þessarar þjóðar sætt ólýsanlegum pyndingum um áratugaskeið. Ég spyr, hvar eru nú þeir stjórnmálamenn, samtök og aktivistar sem á síðasta ári töluðu fyrir dýravelferð og verndun hvala? Höfundur er fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sigursteinn Másson Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Sjálfstæðismenn gefa undir fótinn með það að greiða slíkri vantrauststillögu atkvæði sitt og að fella þar með sjálfir ríkisstjórnina. Og hvert skildi svo tilefnið vera? Í júní á síðasta ári stóð Svandís frammi fyrir því að velja á milli þess að fresta upphafi veiðitímabils á langreyðum með dags fyrirvara eða að láta hjá líða að bregðast á nokkurn hátt við skýru áliti Fagráðs um velferð dýra þess efnis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum. Svandís hafði einn föstudag og hluta mánudags til að rýna álit Fagráðs og ráðfærði sig við helstu sérfræðinga ráðuneytis hennar sem töldu frestun réttmæta og lögmæta. Niðurstaðan var sú að láta dýravelferðarlögin frá 2013 trompa 75 ára lög um hvalveiðar þótt með því væri vissulega tekin áhætta og að ákvörðunin yrði íþyngjandi fyrir Hval hf. Dýraverndin skildi njóta vafans. Þetta var tímamóta ákvörðun á Íslandi í þágu dýravelferðar, sem vissulega var tekin með mjög litlum fyrirvara, en það var líka ástæða fyrir því. Sú ástæða nefnist einu nafni Kristján Loftsson. Fram hefur komið að Kristján og Hvalur hf ollu miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um langreyðarveiðarnar 2022 sem síðan olli því að Fagráð um velferð dýra fékk málið ekki til umfjöllunar fyrr en síðla vors. Örstuttu fyrir áætlað upphaf langreyðarveiðanna barst skýrt álit Fagráðs til ráðherra sem bar þá að bregðast við. Eftirlitsskýrsla MAST leiddi í ljós að um þriðjungur langreyðanna líður miklar og langvarandi kvalir og niðurstaðan var sú að veiðarnar væru ekki í anda laga um dýravelferð. Fagráð um velferð dýra kvað enn sterkar að orði í sínu áliti og taldi enga leið að stunda þessar veiðar í samræmi við dýravelferðarlög. Þeir sem nú gagnrýna Svandísi hástöfum verða að svara þeirri spurningu hvað hún átti að gera í þeirri þröngu stöðu sem hún var? Átti hún að láta dýravelferðina lönd og leið og líta fyrst og fremst til atvinnuréttinda Hvals hf, þar sem í lang flestum tilvikum er um að ræða sumarstörf fyrir námsmenn, eða átti hún að gera þá kröfu á fyrirtækið að sýna innan tveggja mánaða fram á betrumbætur svo koma mætti í veg fyrir endurtekið dýraníð? Þá ákvörðun tók hún og fór þar með að sannfæringu sinni, af réttlætiskennd og að ráðleggingum sérfræðinga. Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög? Umboðsmaður Alþingis kýs að láta hin 75 ára útreltu lög um hvalveiðar trompa lög um dýravelferð frá 2013. Gott og vel. Það er þá hans mat. Í áliti hans segir að skort hafi nægilega skýra lagastoð fyrir frestun veiðitímabilsins. Ef þetta er áfellisdómur yfir einhverjum þá er það yfir löggjafanum sjálfum sem í áratugi hefur staðið vörð um þrönga og satt best að segja furðulega áráttu og hvalveiðihagsmuni eins manns. Það getur enginn haldið því fram að Svandís hafi ekki verið í góðri trú og studd af sérfræðingum ráðuneytis hennar, þegar hún tók þá ákvörðun að standa með málleysingjunum sem hafa í nafni þessarar þjóðar sætt ólýsanlegum pyndingum um áratugaskeið. Ég spyr, hvar eru nú þeir stjórnmálamenn, samtök og aktivistar sem á síðasta ári töluðu fyrir dýravelferð og verndun hvala? Höfundur er fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun