Henderson ekki á leið til Liverpool á nýjan leik ef marka má Klopp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. janúar 2024 21:02 Klopp og Henderson á góðri stundu. EPA-EFE/Peter Powell Miðjumaðurinn Jordan Henderson hefur fengið nóg af Sádi-Arabíu aðeins örfáum mánuðum eftir að flytja þangað. Hann er þó ekki á leið í sitt fyrrum félag Liverpool ef marka má orð Jürgen Klopp. Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq frá Liverpool síðasta sumar. Þar spilar hann undir stjórn annars fyrrum miðjumanns Liverpool, Steven Gerrard. Það hefur ekki gengið sem skildi og Gerrard hefur óskað eftir fleiri leikmönnum. Þegar Henderson staðfesti að hann væri að yfirgefa Liverpool fyrir miðlungs lið í Sádi-Arabíu þá sagði hann að launin væru einfaldlega það há að þau myndu breyta lífi hans og fjölskyldu. Talið er að miðjumaðurinn sé með um 700 þúsund pund á viku eða rúmar 123 milljónir króna. Í samningi leikmannsins kemur fram að hann þurfi ekki að borga skatt svo lengi sem hann spilar fyrir félagið í tvö ár. Þar sem hann hefur aðeins verið hjá félaginu í hálft ár er ljóst að hann þarf að greiða háa summu í skatt fari svo að hann snúi aftur til Englands. Hinn 33 ára gamli Henderson hefur spilað fyrir Liverpool, Sunderland og Coventry á láni á Englandi. Það er ljóst að hann mun ekki snúa aftur í raðir Liverpool ef marka má orð Klopp. Sky Sports spurði út í möguleg vistaskipti miðjumannsins og sagði Klopp einfaldlega að leikmaðurinn hefði ekki hringt í sig. Liverpool boss Jurgen Klopp insisted he is not paying attention to any talk that Jordan Henderson could return to the club pic.twitter.com/pwddUV9UIV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2024 Henderson á að baki 81 A-landsleik fyrir England og er hræddur um að missa sæti sitt í enska landsliðshópnum fyrir EM sem fram fer næsta sumar í Þýskalandi. Það verður því að teljast líklegt að hann muni reyna að semja við lið í ensku úrvalsdeildinni en að sama skapi er deginum ljósara að hann mun þurfa að spila fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann er að fá í Sádi-Arabíu. Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira
Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq frá Liverpool síðasta sumar. Þar spilar hann undir stjórn annars fyrrum miðjumanns Liverpool, Steven Gerrard. Það hefur ekki gengið sem skildi og Gerrard hefur óskað eftir fleiri leikmönnum. Þegar Henderson staðfesti að hann væri að yfirgefa Liverpool fyrir miðlungs lið í Sádi-Arabíu þá sagði hann að launin væru einfaldlega það há að þau myndu breyta lífi hans og fjölskyldu. Talið er að miðjumaðurinn sé með um 700 þúsund pund á viku eða rúmar 123 milljónir króna. Í samningi leikmannsins kemur fram að hann þurfi ekki að borga skatt svo lengi sem hann spilar fyrir félagið í tvö ár. Þar sem hann hefur aðeins verið hjá félaginu í hálft ár er ljóst að hann þarf að greiða háa summu í skatt fari svo að hann snúi aftur til Englands. Hinn 33 ára gamli Henderson hefur spilað fyrir Liverpool, Sunderland og Coventry á láni á Englandi. Það er ljóst að hann mun ekki snúa aftur í raðir Liverpool ef marka má orð Klopp. Sky Sports spurði út í möguleg vistaskipti miðjumannsins og sagði Klopp einfaldlega að leikmaðurinn hefði ekki hringt í sig. Liverpool boss Jurgen Klopp insisted he is not paying attention to any talk that Jordan Henderson could return to the club pic.twitter.com/pwddUV9UIV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2024 Henderson á að baki 81 A-landsleik fyrir England og er hræddur um að missa sæti sitt í enska landsliðshópnum fyrir EM sem fram fer næsta sumar í Þýskalandi. Það verður því að teljast líklegt að hann muni reyna að semja við lið í ensku úrvalsdeildinni en að sama skapi er deginum ljósara að hann mun þurfa að spila fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann er að fá í Sádi-Arabíu.
Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira