Loka dyrunum fyrir umboðsmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 15:01 Erling Haaland er stærsta fótboltastjarna Norðmanna í dag enda einn allra besti framherji heims. Getty/Sebastian Widmann Norska knattspyrnusambandið hefur miklar áhyggjur af ásókn umboðsmanna í efnilegustu fótboltamenn þjóðarinnar og nú hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til aðgerða til að vega á móti þróun síðustu ára. Norðmenn eiga tvo af stærstu ungstirnum fótboltans síðasta áratuginn eða þá Martin Ødegaard hjá Arsenal og Erling Braut Haaland hjá Manchester City. Á sama tíma hafa Norðmenn einnig eignast mjög öflugar knattspyrnukonur eins og þær Ödu Hegerberg hjá Lyon og Caroline Graham Hansen hjá Barcelona. Uppkoma þessara frábæru leikmanna hefur ekki minnkað áhuga umboðsmanna á ungu landsliðsfólki Norðmanna en nú ætlar norska sambandið að grípa í taumana. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Flestir þessara umboðsmanna eru að koma erlendis frá og með þá von um að finna næstu stjörnu norska fótboltans. Hingað til hafa umboðsmenn fengið aðgengi að æfingabúðum fjórtán til sextán ára krakka en þangað eru boðuð þau efnilegustu í norska fótboltanum hverju sinni. Næstu æfingarbúðir eru á dagskránni í febrúar en þar mun norska sambandið loka dyrunum fyrir umboðsmönnum. „Við höfum rætt þetta í nokkur ár og þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Håkon Gröttland, yfirmaður fótboltaskóla norska sambandsins. „Þessar æfingabúðir eru líka góður staður fyrir þjálfara krakkanna að hittast og bera saman bækur sínar. Það eru líka margir stoltir foreldrar sem vilja fylgjast með. Á sama tíma er nauðsynlegt að skapa ró og minnka ónæðið þegar við köllum saman okkar efnilegasta fólk,“ sagði Gröttland. „Það skiptir líka máli í þessu að umboðsmönnum frá erlendum félögum hefur fjölgað mikið,“ sagði Gröttland. Norski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Norðmenn eiga tvo af stærstu ungstirnum fótboltans síðasta áratuginn eða þá Martin Ødegaard hjá Arsenal og Erling Braut Haaland hjá Manchester City. Á sama tíma hafa Norðmenn einnig eignast mjög öflugar knattspyrnukonur eins og þær Ödu Hegerberg hjá Lyon og Caroline Graham Hansen hjá Barcelona. Uppkoma þessara frábæru leikmanna hefur ekki minnkað áhuga umboðsmanna á ungu landsliðsfólki Norðmanna en nú ætlar norska sambandið að grípa í taumana. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Flestir þessara umboðsmanna eru að koma erlendis frá og með þá von um að finna næstu stjörnu norska fótboltans. Hingað til hafa umboðsmenn fengið aðgengi að æfingabúðum fjórtán til sextán ára krakka en þangað eru boðuð þau efnilegustu í norska fótboltanum hverju sinni. Næstu æfingarbúðir eru á dagskránni í febrúar en þar mun norska sambandið loka dyrunum fyrir umboðsmönnum. „Við höfum rætt þetta í nokkur ár og þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Håkon Gröttland, yfirmaður fótboltaskóla norska sambandsins. „Þessar æfingabúðir eru líka góður staður fyrir þjálfara krakkanna að hittast og bera saman bækur sínar. Það eru líka margir stoltir foreldrar sem vilja fylgjast með. Á sama tíma er nauðsynlegt að skapa ró og minnka ónæðið þegar við köllum saman okkar efnilegasta fólk,“ sagði Gröttland. „Það skiptir líka máli í þessu að umboðsmönnum frá erlendum félögum hefur fjölgað mikið,“ sagði Gröttland.
Norski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira