Þrjú rauð spjöld og skotblysaslagur í ítalska bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. janúar 2024 19:09 Hér sjást aðdáendur AS Roma munda skotblys og reyksprengjur fyrir leik gegn erkifjendum sínum, Lazio. Ivan Romano/Getty Images Nágrannaliðin Lazio og AS Roma áttust við í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 1-0 sigri Lazio, Mattia Zaccagni skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu, þrír leikmenn fengu svo að líta rautt spjald á lokamínútunum. Mikil eftirvænting var meðal áhorfenda eins og alltaf þegar þessir tveir erkifjendur mætast. Fyrir leik mátti sjá tvo hópa beina skotblysum að hvorum öðrum, við litla hrifningu öryggisvarða og lögreglu. Oh it’s happening #LazioRoma 🧨 pic.twitter.com/mxyJF4h7Ta— Wayne Girard (@WayneinRome) January 10, 2024 Annars dró lítið til tíðinda í fyrri hálfleiknum. Paulo Dybala fór meiddur af velli í hálfleik, alvarleiki meiðslanna liggur ekki enn fyrir. Í upphafi seinni hálfleiks stöðvaði aðstoðardómari í VAR herberginu leikinn og dæmdi vítaspyrnu, Lazio í vil. Mattia Zaccagni fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Mikill hiti var innan sem utan vallar á leiknum í kvöld, í kjölfar vítaspyrnudómsins var töluvert um ágreining og orðaskipti milli leikmanna. Fjórir fengu að líta guld spjald, tveir úr hvoru liði. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á lokamínútum leiksins, Rómverjar reyndu að sækja jöfnunarmarkið og Lazio liðið reyndi að hægja á leiknum og tefja hann eins mikið og mögulegt var. Luca Pellegrini og Pedro, leikmenn Lazio, fengu báðir gult fyrir leiktöf, sá síðarnefndi fékk svo rautt spjald fyrir að mótmæla gula spjaldinu sínu. Rómverjar voru þrátt fyrir það ekki sáttir með dómara leiksins, Sardar Azmoun og Gianluca Mancini fengu báðir beint rautt spjald fyrir orðaskipti við dómarann. Allt kom það fyrir ekkert, engin fleiri mörk litu dagsins ljós og Lazio heldur áfram í undanúrslit bikarsins. Ítalski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Mikil eftirvænting var meðal áhorfenda eins og alltaf þegar þessir tveir erkifjendur mætast. Fyrir leik mátti sjá tvo hópa beina skotblysum að hvorum öðrum, við litla hrifningu öryggisvarða og lögreglu. Oh it’s happening #LazioRoma 🧨 pic.twitter.com/mxyJF4h7Ta— Wayne Girard (@WayneinRome) January 10, 2024 Annars dró lítið til tíðinda í fyrri hálfleiknum. Paulo Dybala fór meiddur af velli í hálfleik, alvarleiki meiðslanna liggur ekki enn fyrir. Í upphafi seinni hálfleiks stöðvaði aðstoðardómari í VAR herberginu leikinn og dæmdi vítaspyrnu, Lazio í vil. Mattia Zaccagni fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Mikill hiti var innan sem utan vallar á leiknum í kvöld, í kjölfar vítaspyrnudómsins var töluvert um ágreining og orðaskipti milli leikmanna. Fjórir fengu að líta guld spjald, tveir úr hvoru liði. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á lokamínútum leiksins, Rómverjar reyndu að sækja jöfnunarmarkið og Lazio liðið reyndi að hægja á leiknum og tefja hann eins mikið og mögulegt var. Luca Pellegrini og Pedro, leikmenn Lazio, fengu báðir gult fyrir leiktöf, sá síðarnefndi fékk svo rautt spjald fyrir að mótmæla gula spjaldinu sínu. Rómverjar voru þrátt fyrir það ekki sáttir með dómara leiksins, Sardar Azmoun og Gianluca Mancini fengu báðir beint rautt spjald fyrir orðaskipti við dómarann. Allt kom það fyrir ekkert, engin fleiri mörk litu dagsins ljós og Lazio heldur áfram í undanúrslit bikarsins.
Ítalski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira