Líkurnar meiri en minni á gosi í Grímsvötnum Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. janúar 2024 10:26 Magnús Tumi Guðmundsson segir líkurnar meiri en minni á að gos hefjist brátt í Grímsvötnum. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir meiri líkur en minni á því að eldgos hefjist í Grímsvötnum á næstunni. Þau sýni öll merki þess. Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum. „Það er hægt, rísandi jökulhlaup búið að vera í gangi þar í nokkra daga,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir Grímsvötn í morgun en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli. Hvað þýðir það að það sé jökulhlaup? „Grímsvötn eru eitt stærsta jarðhitasvæði landsins, er undir jökli og þar flæðir ísinn inn í öskjuna, þar bráðnar hann og þar er vatn undir og svo fer þetta vatn fram í jökulhlaupum öðru hvoru.“ Magnús segir hlaupin ekki eins tíð og áður fyrr. Þá hafi hlaupin verið stærri. Nú verði hlaup nánast árlega og eru því töluvert minni og líkari Skaftárhlaupum. Gosin yfirleitt ekki stór Hvað þýðir þetta með tillit til mögulegs eldgoss þarna? „Það eru að verða núna þrettán ár síðan það gaus síðast í Grímsvötnum en Grímsvötn eru sú eldstöð sem gýs langoftast á Íslandi. Það eru á milli sextíu og sjötíu gos þekkt þar síðustu áttahundruð árin, sem er meira en þrefalt meira í Heklu eða Kötlu til dæmis.“ Magnús segir gosin yfirleitt ekki stór. Um sé að verða sprengigos sem hafi tilhneigingu til að verða í lok jökulhlaupa því þá minnki þrýstingurinn, fargið ofan á eldfjallinu minnki þegar vatnsborðið lækki og þá hafi þau tilhneigingu til að gjósa. Öll merki um gos „Það var þannig síðast 2004 og þar áður 1934 og oft þar áður. Þess vegna erum við að líta svo á að það séu meiri líkur á að það gjósi þar á næstunni, næstu dögum meðan að þrýstingurinn er að minnka, heldur en vanalega. En það er ekkert sem við getum gefið okkur í þessu, þetta er bara möguleiki og það verður líka að segjast að Grímsvötn sýna öll merki um að þau séu tilbúin í gos.“ Það gæti gosið þarna á næstu dögum? „Það eru auknar líkur en það er ekkert gefið í þessu.“ Ef það gýs ekki og hlaupið klárast, eru aftur minni líkur á gosi? „Já en Grímsvötn eru farin að líkjast meira því sem var fyrir gosið 2004, þá voru allskonar svona óróa merki sem voru að koma fram og við erum að sjá það núna. Svo er þessi skjálfti sem varð núna, hann er nú sennilega sá stærsti sem hefur orðið þarna í áratugi en hvaða merkingu það hefur, það er ekki svo auðvelt að segja til um það.“ Geti truflað flug Magnús tekur aftur fram að gosin séu ekki stór. Það sé helst þannig að þau geti truflað flugumferð. „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ segir Magnús Tumi. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Það er hægt, rísandi jökulhlaup búið að vera í gangi þar í nokkra daga,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir Grímsvötn í morgun en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli. Hvað þýðir það að það sé jökulhlaup? „Grímsvötn eru eitt stærsta jarðhitasvæði landsins, er undir jökli og þar flæðir ísinn inn í öskjuna, þar bráðnar hann og þar er vatn undir og svo fer þetta vatn fram í jökulhlaupum öðru hvoru.“ Magnús segir hlaupin ekki eins tíð og áður fyrr. Þá hafi hlaupin verið stærri. Nú verði hlaup nánast árlega og eru því töluvert minni og líkari Skaftárhlaupum. Gosin yfirleitt ekki stór Hvað þýðir þetta með tillit til mögulegs eldgoss þarna? „Það eru að verða núna þrettán ár síðan það gaus síðast í Grímsvötnum en Grímsvötn eru sú eldstöð sem gýs langoftast á Íslandi. Það eru á milli sextíu og sjötíu gos þekkt þar síðustu áttahundruð árin, sem er meira en þrefalt meira í Heklu eða Kötlu til dæmis.“ Magnús segir gosin yfirleitt ekki stór. Um sé að verða sprengigos sem hafi tilhneigingu til að verða í lok jökulhlaupa því þá minnki þrýstingurinn, fargið ofan á eldfjallinu minnki þegar vatnsborðið lækki og þá hafi þau tilhneigingu til að gjósa. Öll merki um gos „Það var þannig síðast 2004 og þar áður 1934 og oft þar áður. Þess vegna erum við að líta svo á að það séu meiri líkur á að það gjósi þar á næstunni, næstu dögum meðan að þrýstingurinn er að minnka, heldur en vanalega. En það er ekkert sem við getum gefið okkur í þessu, þetta er bara möguleiki og það verður líka að segjast að Grímsvötn sýna öll merki um að þau séu tilbúin í gos.“ Það gæti gosið þarna á næstu dögum? „Það eru auknar líkur en það er ekkert gefið í þessu.“ Ef það gýs ekki og hlaupið klárast, eru aftur minni líkur á gosi? „Já en Grímsvötn eru farin að líkjast meira því sem var fyrir gosið 2004, þá voru allskonar svona óróa merki sem voru að koma fram og við erum að sjá það núna. Svo er þessi skjálfti sem varð núna, hann er nú sennilega sá stærsti sem hefur orðið þarna í áratugi en hvaða merkingu það hefur, það er ekki svo auðvelt að segja til um það.“ Geti truflað flug Magnús tekur aftur fram að gosin séu ekki stór. Það sé helst þannig að þau geti truflað flugumferð. „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ segir Magnús Tumi. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent