Utan vallar: Tími til að láta verkin tala Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2024 12:01 Strákarnir á æfingu í Ólympíuhöllinni í gær. vísir/vilhelm Það er janúar. Handboltamánuðurinn mikli þar sem gjörsamlega allt snýst um strákana okkar. Sama hvernig gengur. Allir elska að tala um liðið og allir hafa skoðanir. Strákarnir okkar sameina þjóðina betur en flest annað. Það er alltaf gaman að ferðast á stórmót og vera í kringum liðið. Það verður að segjast að það er óvenju létt og skemmtileg stemning í kringum liðið núna. Áran er góð. Snorra Steini og Arnóri Atla hefur augljóslega tekist að búa til góðan anda í hópnum. Það er fyrsta skrefið í átt að árangri. Í upphitunarfótboltanum er alltaf einn með húfu. Sá sem var valinn lélegastur daginn áður. Það er pressa. Einar Þorsteinn lenti í því að vera með húfuna í upphitunarboltanum í gær.vísir/vilhelm Á æfingu liðsins í gær mætti Bjarki Már Elísson með bluetooth-hátalara og hækkaði vel í græjunum. Skítamórall var aðalnúmerið á playlista liðsins (nú eða bara hjá Bjarka). Góðir slagarar með Sóldögg og fleirum fengu að fljóta með. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hjá liðinu. Skemmtilegt. Eins og svo oft áður eru væntingarnar í garð liðsins miklar. Skiljanlega. Þetta íslenska lið er frábærlega mannað og á að geta náð árangri. Liðið ætlaði sér stóra hluti á síðasta móti en féll þá algjörlega á prófinu. Það voru vonbrigði fyrir alla. Ekki síst strákana sjálfa sem eru metnaðarfullir. Það mót fór í gamla, góða reynslubankann. Það er samt til lítils að leggja inn á hann ef menn taka svo ekki aftur út. Það verður að taka allt út núna. Tæma reikninginn. Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir, er heill heilsu og þarf að vera upp á sitt besta á EM.vísir/vilhelm Íslenska liðið er með það marga gæðamenn í öllum stöðum að það getur farið langt. Ef allt smellur. Heimsklassaleikmenn leiða liðið og breiddin í hópnum hefur aldrei verið meiri. Liðið mun síðan fá rosalegan stuðning í stúkunni en von er á hátt í 4.000 Íslendingum í stúkuna á leikjum liðsins í riðlakeppninni. Strákarnir okkar eru góðir og þeir eru metnaðarfullir. Liðið er reynslumikið og á frábærum aldri. Forsendur fyrir árangri eru til staðar. Það er búið að tala nóg. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Utan vallar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Það er alltaf gaman að ferðast á stórmót og vera í kringum liðið. Það verður að segjast að það er óvenju létt og skemmtileg stemning í kringum liðið núna. Áran er góð. Snorra Steini og Arnóri Atla hefur augljóslega tekist að búa til góðan anda í hópnum. Það er fyrsta skrefið í átt að árangri. Í upphitunarfótboltanum er alltaf einn með húfu. Sá sem var valinn lélegastur daginn áður. Það er pressa. Einar Þorsteinn lenti í því að vera með húfuna í upphitunarboltanum í gær.vísir/vilhelm Á æfingu liðsins í gær mætti Bjarki Már Elísson með bluetooth-hátalara og hækkaði vel í græjunum. Skítamórall var aðalnúmerið á playlista liðsins (nú eða bara hjá Bjarka). Góðir slagarar með Sóldögg og fleirum fengu að fljóta með. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hjá liðinu. Skemmtilegt. Eins og svo oft áður eru væntingarnar í garð liðsins miklar. Skiljanlega. Þetta íslenska lið er frábærlega mannað og á að geta náð árangri. Liðið ætlaði sér stóra hluti á síðasta móti en féll þá algjörlega á prófinu. Það voru vonbrigði fyrir alla. Ekki síst strákana sjálfa sem eru metnaðarfullir. Það mót fór í gamla, góða reynslubankann. Það er samt til lítils að leggja inn á hann ef menn taka svo ekki aftur út. Það verður að taka allt út núna. Tæma reikninginn. Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir, er heill heilsu og þarf að vera upp á sitt besta á EM.vísir/vilhelm Íslenska liðið er með það marga gæðamenn í öllum stöðum að það getur farið langt. Ef allt smellur. Heimsklassaleikmenn leiða liðið og breiddin í hópnum hefur aldrei verið meiri. Liðið mun síðan fá rosalegan stuðning í stúkunni en von er á hátt í 4.000 Íslendingum í stúkuna á leikjum liðsins í riðlakeppninni. Strákarnir okkar eru góðir og þeir eru metnaðarfullir. Liðið er reynslumikið og á frábærum aldri. Forsendur fyrir árangri eru til staðar. Það er búið að tala nóg. Nú er tíminn til að láta verkin tala.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Utan vallar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira