„Hún var eins og sprengja inn á vellinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 16:30 Elísabet Thelma Róbertsdóttir (númer tólf) fagnar sigri með liðsfélögum sínum í gær. Vísir/Diego Elísabet Thelma Róbertsdóttir átti frábæra innkomu í Íslandsmeistaralið Vals í Subway deild kvenna í körfubolta í gær þegar liðið kom til baka með frábærum lokaleikhluta og vann langþráðan sigur. Elísabet skoraði fimm stig í leiknum en það var ekki síst barátta hennar og varnarleikur sem gerði gæfumuninn. Það sást vel á plús og mínus en Valur vann með fimmtán stigum þær átján mínútur sem hún spilaði. Körfuboltakvöld þótt líka ástæða til að taka fyrir frammistöðu Valskonunnar. Valur var níu stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann leikinn með fimm stiga mun, 80-75. Íslandsmeistararnir enduðu þar með fjögurra leikja taphrinu sína. „Elísabet Róbertsdóttir er stelpa fædd árið 2002 og búin að vera í Val lengi. Hún hefur aldrei fengið almennilega tækifærið. Hún kemur inn á í fjórða leikhluta og breytir leiknum eins og Hjalti (Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals) talað sjálfur um,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við höfðum orð á því þegar við vorum að horfa á leikinn hérna að þegar hún fær tækifærið þá finnst mér hún alltaf koma inn af krafti. Hún var ekkert að setja boltann í körfuna en hún gjörsamlega slökkti á henni Rachel og var allt í öllu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. Raquel Laneiro var búin að fara mikinn í leiknum en aðeins 5 af 26 stigum hennar komu í fjórða leikhlutanum. „Hún var eins og sprengja inn á vellinum og þetta smitar svo út frá sér. Þú ert með einhvern sem er tilbúin að gera allt hundrað prósent og þá koma hinar með. Þetta var flott hjá henni,“ sagði Ólöf Helga. „Það er ótrúlega gaman að sjá. Nú er liðið án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og án Söru (Líf Boama) sem er búin að vera mikilvægur varnarmaður í Valsliðinu. Beta (Elísabet) nýtir þessar mínútur sem hún er að fá ótrúlega vel,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún berst eins og ljón og er á fullu allan tímann,“ sagði Berglind. „Hún ætlaði ekki að tapa þessu,“ skaut Ólöf inn í. „Það er gaman að sjá hvað hún er búin að bæta sig og líka það að hún sé að fá þetta tækifæri og traust,“ sagði Berglind. Það má sjá alla umfjöllunina um Elísabetu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Innkoma Elísabetu Subway-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira
Elísabet skoraði fimm stig í leiknum en það var ekki síst barátta hennar og varnarleikur sem gerði gæfumuninn. Það sást vel á plús og mínus en Valur vann með fimmtán stigum þær átján mínútur sem hún spilaði. Körfuboltakvöld þótt líka ástæða til að taka fyrir frammistöðu Valskonunnar. Valur var níu stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann leikinn með fimm stiga mun, 80-75. Íslandsmeistararnir enduðu þar með fjögurra leikja taphrinu sína. „Elísabet Róbertsdóttir er stelpa fædd árið 2002 og búin að vera í Val lengi. Hún hefur aldrei fengið almennilega tækifærið. Hún kemur inn á í fjórða leikhluta og breytir leiknum eins og Hjalti (Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals) talað sjálfur um,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við höfðum orð á því þegar við vorum að horfa á leikinn hérna að þegar hún fær tækifærið þá finnst mér hún alltaf koma inn af krafti. Hún var ekkert að setja boltann í körfuna en hún gjörsamlega slökkti á henni Rachel og var allt í öllu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. Raquel Laneiro var búin að fara mikinn í leiknum en aðeins 5 af 26 stigum hennar komu í fjórða leikhlutanum. „Hún var eins og sprengja inn á vellinum og þetta smitar svo út frá sér. Þú ert með einhvern sem er tilbúin að gera allt hundrað prósent og þá koma hinar með. Þetta var flott hjá henni,“ sagði Ólöf Helga. „Það er ótrúlega gaman að sjá. Nú er liðið án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og án Söru (Líf Boama) sem er búin að vera mikilvægur varnarmaður í Valsliðinu. Beta (Elísabet) nýtir þessar mínútur sem hún er að fá ótrúlega vel,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún berst eins og ljón og er á fullu allan tímann,“ sagði Berglind. „Hún ætlaði ekki að tapa þessu,“ skaut Ólöf inn í. „Það er gaman að sjá hvað hún er búin að bæta sig og líka það að hún sé að fá þetta tækifæri og traust,“ sagði Berglind. Það má sjá alla umfjöllunina um Elísabetu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Innkoma Elísabetu
Subway-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira