Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2024 21:47 Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku segir aðgerðir Ísraela minna á þjóðarmorð Hútúa á Tútsímönnum í Rúanda á síðustu öld. AP/Patrick Post Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. „Skali þessara aðgerða minnir á þjóðarmorðið í Rúanda fyrir þrjátíu árum síðan. Við erum hér fyrir hönd Suður-Afríku og alþjóðasamfélagsins til að leita réttar fórnarlambanna, sérstaklega barnanna, kvennanna og hinna eldri,“ segir Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku við dóminn í dag. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórs hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. „Mestu hræsnarar mannkynssögunnar“ Ísraelsmenn þvertaka fyrir ásakaninar. Talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar segir Suður-Afríkumenn „eina mestu hræsnara mannkynssögunnar“ og sakar þá um að ganga beinlínis erinda Hamas. Málið er sagt eitt það merkilegasta sem flutt hefur verið á vettvangi alþjóðadómstóla. Ísraelar munu fara með mál sitt fyrir dómi á föstudaginn en segja ásakanir Suður-Afríku og annarra ríkja tilhæfulausar. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að við byggjum í dag í öfugum heimi og að Ísraelar séu sakaðir um þjóðarmorð í baráttu sinni gegn þjóðarmorði. Án afskipta verði útrýmingin algjör Tembeka Ngcukaitobi lögmaður fór með mál fyrir hönd Suður-Afríku fyrir dómstólnum og sagði aðgerðir Ísraelshers bera augljós merki þess að um þjóðarmorð sé að ræða. „Á hverjum degi er syrgt, óafturkræfur mannskaði, spjöll á eignum, sæmd og mennsku palestínsku þjóðarinnar,“ segir Adila Hassim lögmaður sem talar máli Suður-Afríku. Sendinefnd Ísraels hlustar á málflutning Suður-Afríkumanna.AP/Patrick Post „Við trúm því að án afskipta þessa dómstóls horfum við fram á algjöra útrýmingu palestínsku þjóðarinnar í Gasa. Að sitja þögul hjá í ljósi þessa væri stórfellt brot á alþjóðalögum,“ bætir hann við. Alþjóðadómstóllinn gæti komist fljótt að niðurstöðu og skipað Ísraelum að stöðva aðgerðir sínar í Gasa en það gæti verið langt í að lokaniðurstaða náist um hvort þjóðarmorð sé að ræða. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Suður-Afríka Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
„Skali þessara aðgerða minnir á þjóðarmorðið í Rúanda fyrir þrjátíu árum síðan. Við erum hér fyrir hönd Suður-Afríku og alþjóðasamfélagsins til að leita réttar fórnarlambanna, sérstaklega barnanna, kvennanna og hinna eldri,“ segir Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku við dóminn í dag. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórs hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. „Mestu hræsnarar mannkynssögunnar“ Ísraelsmenn þvertaka fyrir ásakaninar. Talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar segir Suður-Afríkumenn „eina mestu hræsnara mannkynssögunnar“ og sakar þá um að ganga beinlínis erinda Hamas. Málið er sagt eitt það merkilegasta sem flutt hefur verið á vettvangi alþjóðadómstóla. Ísraelar munu fara með mál sitt fyrir dómi á föstudaginn en segja ásakanir Suður-Afríku og annarra ríkja tilhæfulausar. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að við byggjum í dag í öfugum heimi og að Ísraelar séu sakaðir um þjóðarmorð í baráttu sinni gegn þjóðarmorði. Án afskipta verði útrýmingin algjör Tembeka Ngcukaitobi lögmaður fór með mál fyrir hönd Suður-Afríku fyrir dómstólnum og sagði aðgerðir Ísraelshers bera augljós merki þess að um þjóðarmorð sé að ræða. „Á hverjum degi er syrgt, óafturkræfur mannskaði, spjöll á eignum, sæmd og mennsku palestínsku þjóðarinnar,“ segir Adila Hassim lögmaður sem talar máli Suður-Afríku. Sendinefnd Ísraels hlustar á málflutning Suður-Afríkumanna.AP/Patrick Post „Við trúm því að án afskipta þessa dómstóls horfum við fram á algjöra útrýmingu palestínsku þjóðarinnar í Gasa. Að sitja þögul hjá í ljósi þessa væri stórfellt brot á alþjóðalögum,“ bætir hann við. Alþjóðadómstóllinn gæti komist fljótt að niðurstöðu og skipað Ísraelum að stöðva aðgerðir sínar í Gasa en það gæti verið langt í að lokaniðurstaða náist um hvort þjóðarmorð sé að ræða.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Suður-Afríka Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira