Börnum lofað Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 12. janúar 2024 13:30 Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar. Skírnin er sú athöfn sem á sér lengsta sögu í kristnum átrúnaði og jafnframt sú athöfn sem markar sérkenni safnaða. Í okkar kirkjudeild er það venja að skíra ungabörn en margar kirkjur líta svo á að skírn feli í trúarlega skuldbindingu, játningu, og þá benda þau réttilega á að það beri frekar að skíra fulltíða fólk. Skírnin bindur ekki hendur barna í trúarlegum efnum, hún er hátíð, fyrirbæn og blessun barninu til handa. Skírnin byggir í þeim skilningi á félagslegum, samfélagslegum og trúarlegum grunni. Félagslegi þátturinn birtist skýrast á skírnardeginum. Ástvinir barnsins eru kölluð saman til að fagna því að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í ástvinanetið. Markmiðið er að fagna hinu nýja lífi og segja við barnið í orði og verki, „við elskum þig og stöndum með þér í lífinu“. Ástvinir barnsins eru með nærveru sinni að lofa barninu og foreldrum þess að reynast það bakland sem til þarf, til að barnið megi vaxa og dafna í lífinu. Þrá sem allir foreldrar, afar og ömmur, og ástvinir bera í brjósti fyrir börnin sín. Barnið lofar engu, það þiggur einfaldlega þá ást og þann stuðning sem borinn er fram. Samfélagslegi þátturinn er á ábyrgð okkar allra, trúaðra sem utan trúfélaga. Þegar prestur þjónustar fjölskyldu sem fulltrúi kirkjunnar og íslensks samfélags gerir hann/hún/hán það í meðvitund um þann sáttmála sem samfélag okkar byggir á. Okkur ber að standa vörð um börn. Sá sáttmáli er bundinn í landslög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en er jafnframt grundvallaður á trúararfleifð sem lítur börn augum Jesú Krists. Jesús sagði umgengni okkar við börn vera mælikvarða á heilbrigði samfélagsins, þar sem er rými fyrir börn er óhætt að vera manneskja. Foreldrar leggja sig alltaf fram við að sinna börnum sínum, en í aðstæðum þar sem veikindi eða fátækt ógna velferð fjölskyldna er velferð barna ógnað. Veikindi geta verið af ýmsum toga og börn, sem búa við aðstæður þar sem fíknisjúkdómar eða líkamleg og andleg veikindi valda skaða, þurfa inngrip og stuðning. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að heilbrigðisþjónusta sé ekki forréttindi útvalinna og að fjölskyldur sem glíma við veikindi fái viðunandi stuðning við að sinna börnum heimilisins. Fátækt barna fer vaxandi á Íslandi og í samfélagi okkar búa samkvæmt úttekt Evrópuráðs Barnaheillar um 10.000 börn við fjárhagsaðstæður sem ógna velferð þeirra. Sá skaði sem fátækt veldur börnum er vel þekktur í rannsóknum og varðar ekki einungis næringu þeirra og húsakost, heldur einnig árangur í námi og möguleika til þátttöku í íþróttum og frístundastarfi. Barn sem elst upp við fátækt hefur skerta möguleika til farsældar í lífinu og ólíkt fullorðnum geta börn ekki beðið eftir að aðstæður þeirra batni á mótunarárum. Á þetta hafa kirkjur og hjálparsamtök ítrekað bent en ábyrðin liggur hjá okkur öllum. Hinn trúarlegi þáttur byggir á þeirri heimsmynd að manneskjan sé heilög og að lífið sé gjöf. Skírnarkjóllinn er hvítur til að minna á mannhelgi og vatnið er tákn lífsins, enda er ekkert líf án vatns. Við fæðingu barns birtist hversu brothætt lífið er og því kallast á gleði og ótti á þeirri ögurstundu frá hríðum til hraustlegs barnsgráts. Foreldrarnir eru eins og segir í sálmi nýútkominnar sálmabókar, „full af gleði yfir lífsins undri“ og „full af kvíða fyrir huldri framtíð“. Skírnin er því í senn þakkarbæn fyrir lífið, hátíð til að fagna nýjum fjölskyldumeðlimi, loforð sem ástvinir og samfélagið strengja barninu til handa og fyrirbæn um að góður Guð sé með í för á ævigöngunni. Þess vegna er fátt dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðið til skírnar. Safnaðarmeðlimir Fríkirkjunnar í Reykjavík greiða ekki fyrir prestþjónustu við skírnir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar. Skírnin er sú athöfn sem á sér lengsta sögu í kristnum átrúnaði og jafnframt sú athöfn sem markar sérkenni safnaða. Í okkar kirkjudeild er það venja að skíra ungabörn en margar kirkjur líta svo á að skírn feli í trúarlega skuldbindingu, játningu, og þá benda þau réttilega á að það beri frekar að skíra fulltíða fólk. Skírnin bindur ekki hendur barna í trúarlegum efnum, hún er hátíð, fyrirbæn og blessun barninu til handa. Skírnin byggir í þeim skilningi á félagslegum, samfélagslegum og trúarlegum grunni. Félagslegi þátturinn birtist skýrast á skírnardeginum. Ástvinir barnsins eru kölluð saman til að fagna því að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í ástvinanetið. Markmiðið er að fagna hinu nýja lífi og segja við barnið í orði og verki, „við elskum þig og stöndum með þér í lífinu“. Ástvinir barnsins eru með nærveru sinni að lofa barninu og foreldrum þess að reynast það bakland sem til þarf, til að barnið megi vaxa og dafna í lífinu. Þrá sem allir foreldrar, afar og ömmur, og ástvinir bera í brjósti fyrir börnin sín. Barnið lofar engu, það þiggur einfaldlega þá ást og þann stuðning sem borinn er fram. Samfélagslegi þátturinn er á ábyrgð okkar allra, trúaðra sem utan trúfélaga. Þegar prestur þjónustar fjölskyldu sem fulltrúi kirkjunnar og íslensks samfélags gerir hann/hún/hán það í meðvitund um þann sáttmála sem samfélag okkar byggir á. Okkur ber að standa vörð um börn. Sá sáttmáli er bundinn í landslög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en er jafnframt grundvallaður á trúararfleifð sem lítur börn augum Jesú Krists. Jesús sagði umgengni okkar við börn vera mælikvarða á heilbrigði samfélagsins, þar sem er rými fyrir börn er óhætt að vera manneskja. Foreldrar leggja sig alltaf fram við að sinna börnum sínum, en í aðstæðum þar sem veikindi eða fátækt ógna velferð fjölskyldna er velferð barna ógnað. Veikindi geta verið af ýmsum toga og börn, sem búa við aðstæður þar sem fíknisjúkdómar eða líkamleg og andleg veikindi valda skaða, þurfa inngrip og stuðning. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að heilbrigðisþjónusta sé ekki forréttindi útvalinna og að fjölskyldur sem glíma við veikindi fái viðunandi stuðning við að sinna börnum heimilisins. Fátækt barna fer vaxandi á Íslandi og í samfélagi okkar búa samkvæmt úttekt Evrópuráðs Barnaheillar um 10.000 börn við fjárhagsaðstæður sem ógna velferð þeirra. Sá skaði sem fátækt veldur börnum er vel þekktur í rannsóknum og varðar ekki einungis næringu þeirra og húsakost, heldur einnig árangur í námi og möguleika til þátttöku í íþróttum og frístundastarfi. Barn sem elst upp við fátækt hefur skerta möguleika til farsældar í lífinu og ólíkt fullorðnum geta börn ekki beðið eftir að aðstæður þeirra batni á mótunarárum. Á þetta hafa kirkjur og hjálparsamtök ítrekað bent en ábyrðin liggur hjá okkur öllum. Hinn trúarlegi þáttur byggir á þeirri heimsmynd að manneskjan sé heilög og að lífið sé gjöf. Skírnarkjóllinn er hvítur til að minna á mannhelgi og vatnið er tákn lífsins, enda er ekkert líf án vatns. Við fæðingu barns birtist hversu brothætt lífið er og því kallast á gleði og ótti á þeirri ögurstundu frá hríðum til hraustlegs barnsgráts. Foreldrarnir eru eins og segir í sálmi nýútkominnar sálmabókar, „full af gleði yfir lífsins undri“ og „full af kvíða fyrir huldri framtíð“. Skírnin er því í senn þakkarbæn fyrir lífið, hátíð til að fagna nýjum fjölskyldumeðlimi, loforð sem ástvinir og samfélagið strengja barninu til handa og fyrirbæn um að góður Guð sé með í för á ævigöngunni. Þess vegna er fátt dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðið til skírnar. Safnaðarmeðlimir Fríkirkjunnar í Reykjavík greiða ekki fyrir prestþjónustu við skírnir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun