Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Meðal breytinga eru þær að vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka.
Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára lækka um 0,20 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til fimm ára lækka um 0,40 prósentustig.
Breytilegir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,40 prósentustig. Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,40 prósentustig. Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,25 prósentustig. Vextir á verðtryggðum innlánsreikningum hækka almennt um 0,40 prósentustig.