Ísraelar verja sig fyrir alþjóðadómstólnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 22:23 Innan úr dómssalnum í Haag þar sem réttarhöldin fór fram í gær og í dag. AP/Patrick Post Sendinefnd Ísraelsmanna fór í dag með mál sér til varnar í máli sem skotið var til alþjóðadómstólsins í Haag af Suður-Afríku á dögunum. Í umleitaninni sem Suður-Afríka lagði fram saka þeir Ísraela um þjóðarmorð í innrás sinni á Gasa og biðla til dómstólsins að skipa Ísraelum að láta af öllum árásum. Samkvæmt BBC er rauður þráður málflutnings Suður-Afríka er langur listi árása Ísraelshers á palestínska borgara sem sögð eru hafa verið án skotmarka hernaðarlegs eðlis og ætlaðar til að eyðileggja innviði Gasa. Írski lögmaðurinn Blinne Ní Ghrálaigh fór með ræðu fyrir hönd Suður-Afríku í gær og varaði þar við útrýmingu heillra kynslóða. Hamasliðar styðji raunverulegt þjóðarmorð Ísraelska sendinefndin sýndi dómnum myndir af 132 Ísraelum sem enn er saknað eftir árás Hamasliða 7. október síðastliðinn og spurði dóminn hver ástæðan væri fyrir því að þau ættu ekki vernd skilið. Tal Becker, lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels og talsmaður Ísraela í málinu, segir að Hamasliðar væru sekir um þjóðarmorð, ef eitthvað er. Tal Becker er lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels.AP/Patrick Post „Í skjóli þessarar ásökunar á Ísrael um þjóðarmorð er þessi dómstóll beðinn um að stöðva aðgerðir gegn áframhaldandi árásum samtaka sem styðja raunverulegt þjóðarmorð,“ segir hann við dómstólinn í dag. Sendinefnd Ísraela sakaði Suður-Afríku einnig um að hafa stutt við Hamasliða. Níu bráðabirgðaráðstafanir Suður-Afríka hefur höfðað til alþjóðadómstólsins að gefa út níu „bráðabirgðaráðstafanir“ til að vernda gegn frekari, alvarlegum og óafturkræfum skaða á réttindum palestínsku þjóðarinnar.“ Fyrst þessara ráðstafana er að skipa Ísrael að hætta hernaðaraðgerðum undir eins á Gasasvæðinu. Úrskurðir alþjóðadómstólsins eru bindandi en hann hefur ekkert fullnustuvald og þannig er ekki víst að Ísrael komi til með að hlýða skipunum hans ef málið fellur þeim ekki í hag. Mikill fjöldi mótmælenda hafa safnast saman fyrir utan dóminn.AP/Patrick Post Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Suður-Afríka Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Samkvæmt BBC er rauður þráður málflutnings Suður-Afríka er langur listi árása Ísraelshers á palestínska borgara sem sögð eru hafa verið án skotmarka hernaðarlegs eðlis og ætlaðar til að eyðileggja innviði Gasa. Írski lögmaðurinn Blinne Ní Ghrálaigh fór með ræðu fyrir hönd Suður-Afríku í gær og varaði þar við útrýmingu heillra kynslóða. Hamasliðar styðji raunverulegt þjóðarmorð Ísraelska sendinefndin sýndi dómnum myndir af 132 Ísraelum sem enn er saknað eftir árás Hamasliða 7. október síðastliðinn og spurði dóminn hver ástæðan væri fyrir því að þau ættu ekki vernd skilið. Tal Becker, lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels og talsmaður Ísraela í málinu, segir að Hamasliðar væru sekir um þjóðarmorð, ef eitthvað er. Tal Becker er lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels.AP/Patrick Post „Í skjóli þessarar ásökunar á Ísrael um þjóðarmorð er þessi dómstóll beðinn um að stöðva aðgerðir gegn áframhaldandi árásum samtaka sem styðja raunverulegt þjóðarmorð,“ segir hann við dómstólinn í dag. Sendinefnd Ísraela sakaði Suður-Afríku einnig um að hafa stutt við Hamasliða. Níu bráðabirgðaráðstafanir Suður-Afríka hefur höfðað til alþjóðadómstólsins að gefa út níu „bráðabirgðaráðstafanir“ til að vernda gegn frekari, alvarlegum og óafturkræfum skaða á réttindum palestínsku þjóðarinnar.“ Fyrst þessara ráðstafana er að skipa Ísrael að hætta hernaðaraðgerðum undir eins á Gasasvæðinu. Úrskurðir alþjóðadómstólsins eru bindandi en hann hefur ekkert fullnustuvald og þannig er ekki víst að Ísrael komi til með að hlýða skipunum hans ef málið fellur þeim ekki í hag. Mikill fjöldi mótmælenda hafa safnast saman fyrir utan dóminn.AP/Patrick Post
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Suður-Afríka Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira