Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 16:57 Allri starfsemi í bænum verður einnig hætt. Á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu var tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið tekin að fyrirskipa brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og banna alla starfsemi í bænum. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir á fundinum að þessi ráðstöfun taki gildi klukkan 19 á mánudaginn 15. janúar og gildi í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Dvöl aðeins leyfð með sérstöku leyfi lögreglu Eingöngu verður heimilt að vera í Grindavík til að sinna björgun, rannsóknarstörf og fleiru slíku með sérstöku leyfi lögreglustjórann á Suðurnesjum og allir þeir sem dvelja í Grindavík nú eru beðnir um að hringja í 1717 og tilkynna brottflutning og nýjan dvalarstað. Samkvæmt Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra er ríkisstjórnin að vinna með Rauða krossinum að undirbúningi skammtímaúrræða við heimilisvanda Grindvíkinga sem eiga ekki í önnur hús að vernda og hafa dvalið í bænum síðustu daga. Vonandi hægt að tryggja örugga dvöl í sumar eða haust Aðspurður um hvort verði hægt að tryggja öryggi í bænum segir Víðir að markmiðið sé að eyða óvissunni eins og mögulegt er svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um stöðu mála að hverju sinni. Víðir segir einnig að unnið verði að því að tryggja öryggi í hverju hverfi fyrir sig og verður því bænum skipt eftir svæðum. Um leið og öryggi er talið tryggt á ákveðnu svæði verði opnað fyrir dvöl þar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist vonast til þess að hægt verði að tryggja örugga dvöl í Grindavík í sumar eða haust. „Óvissan því miður mikil“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði sig um tilkynninguna í færslu á Facebook. „Við munum áfram standa með Grindvíkingum í þessari langvarandi atburðarás þar sem óvissan er því miður enn mikil. Og gera það sem þarf til að komast í gegnum þessa ágjöf sem sannanlega er erfið fyrir Grindvíkinga alla sem mætt hafa stöðunni af einstöku æðruleysi,“ skrifar hún. Hún segir að hún muni sitja íbúafund sem haldin verði á þriðjudaginn ásamt fleiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þar segir hún að farið verði yfir húsnæðismálin. Katrín tekur einnig fram að yfir standi samtal við lífeyrissjóðina vegna þeirra íbúa sem eru með íbúðalán hjá þeim og að verið sé að skoða úrræði vegna atvinnurekstrar í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir á fundinum að þessi ráðstöfun taki gildi klukkan 19 á mánudaginn 15. janúar og gildi í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Dvöl aðeins leyfð með sérstöku leyfi lögreglu Eingöngu verður heimilt að vera í Grindavík til að sinna björgun, rannsóknarstörf og fleiru slíku með sérstöku leyfi lögreglustjórann á Suðurnesjum og allir þeir sem dvelja í Grindavík nú eru beðnir um að hringja í 1717 og tilkynna brottflutning og nýjan dvalarstað. Samkvæmt Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra er ríkisstjórnin að vinna með Rauða krossinum að undirbúningi skammtímaúrræða við heimilisvanda Grindvíkinga sem eiga ekki í önnur hús að vernda og hafa dvalið í bænum síðustu daga. Vonandi hægt að tryggja örugga dvöl í sumar eða haust Aðspurður um hvort verði hægt að tryggja öryggi í bænum segir Víðir að markmiðið sé að eyða óvissunni eins og mögulegt er svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um stöðu mála að hverju sinni. Víðir segir einnig að unnið verði að því að tryggja öryggi í hverju hverfi fyrir sig og verður því bænum skipt eftir svæðum. Um leið og öryggi er talið tryggt á ákveðnu svæði verði opnað fyrir dvöl þar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist vonast til þess að hægt verði að tryggja örugga dvöl í Grindavík í sumar eða haust. „Óvissan því miður mikil“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði sig um tilkynninguna í færslu á Facebook. „Við munum áfram standa með Grindvíkingum í þessari langvarandi atburðarás þar sem óvissan er því miður enn mikil. Og gera það sem þarf til að komast í gegnum þessa ágjöf sem sannanlega er erfið fyrir Grindvíkinga alla sem mætt hafa stöðunni af einstöku æðruleysi,“ skrifar hún. Hún segir að hún muni sitja íbúafund sem haldin verði á þriðjudaginn ásamt fleiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þar segir hún að farið verði yfir húsnæðismálin. Katrín tekur einnig fram að yfir standi samtal við lífeyrissjóðina vegna þeirra íbúa sem eru með íbúðalán hjá þeim og að verið sé að skoða úrræði vegna atvinnurekstrar í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira