„Þetta gerir stöðuna auðvitað mjög alvarlega“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2024 06:48 Kristín Jónsdóttir, sviðsstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni hefur færst undir Grindavík og kvika því mögulega komin undir bæinn. Auknar líkur þykja á að eldgos hefjist inni í bænum og þá innan varnargarða. Þetta segir Kristín Jónsdóttir sviðsstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. „Skjálftavirknin hefur færst nær og nær bænum til marks um það að spennan í jarðskorpunni er að aukast í þessa átt. Kvikan er því mjög líklega að færast nær Grindavík og er þá hugsanlega undir Grindavík akkúrat núna, sem þýðir að það eru auknar likur á eldgosi inni i Grindavík og fyrir innan varnargarða. Þetta gerir stöðuna auðvitað mjög alvarlega,“ segir Kristín. Svipað kvikumagn og 18. desember Erfitt sé að meta hvort kvika sé að færa sig nær yfirborði. Virknin sé svo áköf að skjálftar verði á nokkurra sekúndna fresti og því sé eiginlega algjör ógjörningur að yfirfara skjálftana. Þeir skjálftar sem hafi verið yfirfarnir séu á tveggja til þriggja kílómetra dýpi, sem sé ekki mikið. „En í rauninni getur kvikan komið upp án þess að við sjáum mjög greinileg merki um að skjálftadýpi sé að minnka. Stundum sjáum við það en stundum ekki. Þannig að þetta er viðvörunin sem við erum að gefa út núna. Það er öflug hrina í gangi og við erum að sjá mjög mikla tognun á skorpunni, kvikugangurinn er að víkka til marks um það að kvika streymir hratt inn. Við vitum að magnið af kvikunni sem komið var inn í Svartsengi var mjög svipað og var komið 18. desember [þegar síðast gaus]. Þannig að það má segja að þetta sé að sumu leyti svipaður atburður en það sem er ólíkt núna er að kvikan hleypur þarna til suðurs.“ „Síðast gaus á mjög langri sprungu“ Eins og þetta lítur út núna, eru þá mestar líkur á að kvika komi upp innan Grindavíkur? „Sundhnúksgígaröðin heldur auðvitað áfram í gegnum Grindavík. Syðstu þekktu gígarnir sem voru þá virkir fyrir 2400 árum, þeir eru bara um 800 metrum fyrir norðan bæjarmörkin. Það virðist vera erfitt fyrir kvikuna að koma mikið sunnar en þetta er eitthvað sem við getum ekki útilokað,“ segir Kristín. Það sem skipti máli núna sé að yfirgefa svæðið. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði gos fyrir norðan varnargarðana. En það sem við erum að segja er í rauninni að það eru merki um að kvika sé að koma undir Grindavík sem þýðir að það gæti líka gosið þar. Og síðast gaus á mjög langri sprungu og þetta er að mörgu leyti svipaður atburður,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fluglitakóðinn appelsínugulur Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur. 14. janúar 2024 06:48 Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarka Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund. 14. janúar 2024 06:24 Gist í um níutíu húsum í Grindavík Gist var í um níutíu húsum í Grindavík og gengur rýming bæjarins vel. 14. janúar 2024 05:58 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir sviðsstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. „Skjálftavirknin hefur færst nær og nær bænum til marks um það að spennan í jarðskorpunni er að aukast í þessa átt. Kvikan er því mjög líklega að færast nær Grindavík og er þá hugsanlega undir Grindavík akkúrat núna, sem þýðir að það eru auknar likur á eldgosi inni i Grindavík og fyrir innan varnargarða. Þetta gerir stöðuna auðvitað mjög alvarlega,“ segir Kristín. Svipað kvikumagn og 18. desember Erfitt sé að meta hvort kvika sé að færa sig nær yfirborði. Virknin sé svo áköf að skjálftar verði á nokkurra sekúndna fresti og því sé eiginlega algjör ógjörningur að yfirfara skjálftana. Þeir skjálftar sem hafi verið yfirfarnir séu á tveggja til þriggja kílómetra dýpi, sem sé ekki mikið. „En í rauninni getur kvikan komið upp án þess að við sjáum mjög greinileg merki um að skjálftadýpi sé að minnka. Stundum sjáum við það en stundum ekki. Þannig að þetta er viðvörunin sem við erum að gefa út núna. Það er öflug hrina í gangi og við erum að sjá mjög mikla tognun á skorpunni, kvikugangurinn er að víkka til marks um það að kvika streymir hratt inn. Við vitum að magnið af kvikunni sem komið var inn í Svartsengi var mjög svipað og var komið 18. desember [þegar síðast gaus]. Þannig að það má segja að þetta sé að sumu leyti svipaður atburður en það sem er ólíkt núna er að kvikan hleypur þarna til suðurs.“ „Síðast gaus á mjög langri sprungu“ Eins og þetta lítur út núna, eru þá mestar líkur á að kvika komi upp innan Grindavíkur? „Sundhnúksgígaröðin heldur auðvitað áfram í gegnum Grindavík. Syðstu þekktu gígarnir sem voru þá virkir fyrir 2400 árum, þeir eru bara um 800 metrum fyrir norðan bæjarmörkin. Það virðist vera erfitt fyrir kvikuna að koma mikið sunnar en þetta er eitthvað sem við getum ekki útilokað,“ segir Kristín. Það sem skipti máli núna sé að yfirgefa svæðið. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði gos fyrir norðan varnargarðana. En það sem við erum að segja er í rauninni að það eru merki um að kvika sé að koma undir Grindavík sem þýðir að það gæti líka gosið þar. Og síðast gaus á mjög langri sprungu og þetta er að mörgu leyti svipaður atburður,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fluglitakóðinn appelsínugulur Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur. 14. janúar 2024 06:48 Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarka Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund. 14. janúar 2024 06:24 Gist í um níutíu húsum í Grindavík Gist var í um níutíu húsum í Grindavík og gengur rýming bæjarins vel. 14. janúar 2024 05:58 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Fluglitakóðinn appelsínugulur Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur. 14. janúar 2024 06:48
Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarka Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund. 14. janúar 2024 06:24
Gist í um níutíu húsum í Grindavík Gist var í um níutíu húsum í Grindavík og gengur rýming bæjarins vel. 14. janúar 2024 05:58