„Þetta gerir stöðuna auðvitað mjög alvarlega“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2024 06:48 Kristín Jónsdóttir, sviðsstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni hefur færst undir Grindavík og kvika því mögulega komin undir bæinn. Auknar líkur þykja á að eldgos hefjist inni í bænum og þá innan varnargarða. Þetta segir Kristín Jónsdóttir sviðsstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. „Skjálftavirknin hefur færst nær og nær bænum til marks um það að spennan í jarðskorpunni er að aukast í þessa átt. Kvikan er því mjög líklega að færast nær Grindavík og er þá hugsanlega undir Grindavík akkúrat núna, sem þýðir að það eru auknar likur á eldgosi inni i Grindavík og fyrir innan varnargarða. Þetta gerir stöðuna auðvitað mjög alvarlega,“ segir Kristín. Svipað kvikumagn og 18. desember Erfitt sé að meta hvort kvika sé að færa sig nær yfirborði. Virknin sé svo áköf að skjálftar verði á nokkurra sekúndna fresti og því sé eiginlega algjör ógjörningur að yfirfara skjálftana. Þeir skjálftar sem hafi verið yfirfarnir séu á tveggja til þriggja kílómetra dýpi, sem sé ekki mikið. „En í rauninni getur kvikan komið upp án þess að við sjáum mjög greinileg merki um að skjálftadýpi sé að minnka. Stundum sjáum við það en stundum ekki. Þannig að þetta er viðvörunin sem við erum að gefa út núna. Það er öflug hrina í gangi og við erum að sjá mjög mikla tognun á skorpunni, kvikugangurinn er að víkka til marks um það að kvika streymir hratt inn. Við vitum að magnið af kvikunni sem komið var inn í Svartsengi var mjög svipað og var komið 18. desember [þegar síðast gaus]. Þannig að það má segja að þetta sé að sumu leyti svipaður atburður en það sem er ólíkt núna er að kvikan hleypur þarna til suðurs.“ „Síðast gaus á mjög langri sprungu“ Eins og þetta lítur út núna, eru þá mestar líkur á að kvika komi upp innan Grindavíkur? „Sundhnúksgígaröðin heldur auðvitað áfram í gegnum Grindavík. Syðstu þekktu gígarnir sem voru þá virkir fyrir 2400 árum, þeir eru bara um 800 metrum fyrir norðan bæjarmörkin. Það virðist vera erfitt fyrir kvikuna að koma mikið sunnar en þetta er eitthvað sem við getum ekki útilokað,“ segir Kristín. Það sem skipti máli núna sé að yfirgefa svæðið. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði gos fyrir norðan varnargarðana. En það sem við erum að segja er í rauninni að það eru merki um að kvika sé að koma undir Grindavík sem þýðir að það gæti líka gosið þar. Og síðast gaus á mjög langri sprungu og þetta er að mörgu leyti svipaður atburður,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fluglitakóðinn appelsínugulur Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur. 14. janúar 2024 06:48 Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarka Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund. 14. janúar 2024 06:24 Gist í um níutíu húsum í Grindavík Gist var í um níutíu húsum í Grindavík og gengur rýming bæjarins vel. 14. janúar 2024 05:58 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir sviðsstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. „Skjálftavirknin hefur færst nær og nær bænum til marks um það að spennan í jarðskorpunni er að aukast í þessa átt. Kvikan er því mjög líklega að færast nær Grindavík og er þá hugsanlega undir Grindavík akkúrat núna, sem þýðir að það eru auknar likur á eldgosi inni i Grindavík og fyrir innan varnargarða. Þetta gerir stöðuna auðvitað mjög alvarlega,“ segir Kristín. Svipað kvikumagn og 18. desember Erfitt sé að meta hvort kvika sé að færa sig nær yfirborði. Virknin sé svo áköf að skjálftar verði á nokkurra sekúndna fresti og því sé eiginlega algjör ógjörningur að yfirfara skjálftana. Þeir skjálftar sem hafi verið yfirfarnir séu á tveggja til þriggja kílómetra dýpi, sem sé ekki mikið. „En í rauninni getur kvikan komið upp án þess að við sjáum mjög greinileg merki um að skjálftadýpi sé að minnka. Stundum sjáum við það en stundum ekki. Þannig að þetta er viðvörunin sem við erum að gefa út núna. Það er öflug hrina í gangi og við erum að sjá mjög mikla tognun á skorpunni, kvikugangurinn er að víkka til marks um það að kvika streymir hratt inn. Við vitum að magnið af kvikunni sem komið var inn í Svartsengi var mjög svipað og var komið 18. desember [þegar síðast gaus]. Þannig að það má segja að þetta sé að sumu leyti svipaður atburður en það sem er ólíkt núna er að kvikan hleypur þarna til suðurs.“ „Síðast gaus á mjög langri sprungu“ Eins og þetta lítur út núna, eru þá mestar líkur á að kvika komi upp innan Grindavíkur? „Sundhnúksgígaröðin heldur auðvitað áfram í gegnum Grindavík. Syðstu þekktu gígarnir sem voru þá virkir fyrir 2400 árum, þeir eru bara um 800 metrum fyrir norðan bæjarmörkin. Það virðist vera erfitt fyrir kvikuna að koma mikið sunnar en þetta er eitthvað sem við getum ekki útilokað,“ segir Kristín. Það sem skipti máli núna sé að yfirgefa svæðið. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði gos fyrir norðan varnargarðana. En það sem við erum að segja er í rauninni að það eru merki um að kvika sé að koma undir Grindavík sem þýðir að það gæti líka gosið þar. Og síðast gaus á mjög langri sprungu og þetta er að mörgu leyti svipaður atburður,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fluglitakóðinn appelsínugulur Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur. 14. janúar 2024 06:48 Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarka Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund. 14. janúar 2024 06:24 Gist í um níutíu húsum í Grindavík Gist var í um níutíu húsum í Grindavík og gengur rýming bæjarins vel. 14. janúar 2024 05:58 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fluglitakóðinn appelsínugulur Fluglitakóðinn fyrir Reykjanes hefur verið hækkaður og en hann nú appelsínugulur. 14. janúar 2024 06:48
Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarka Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund. 14. janúar 2024 06:24
Gist í um níutíu húsum í Grindavík Gist var í um níutíu húsum í Grindavík og gengur rýming bæjarins vel. 14. janúar 2024 05:58