Jákvætt að sjá að varnargarðarnir virki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 08:24 Þorvaldur segir ýmislegt hafa lærst af eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. Þá hafi gildi varnargarðanna sýnt sig og sannað í þessu nýjasta gosi. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. „Við sjáum það kannski fyrst og fremst að það hefur dregið virkilega úr rennslinu og framleiðnin í gosinu hefur dregist virkilega saman. Sprungan sem opnaðist rétt norðan við Grindavík virðist hafa lognast út af í nótt, sem eru jákvæðar fréttir,“ sagði Þorvaldur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú rétt eftir klukkan átta. Hann segir virknina mesta á miðri sprungunni og hún haldist mest fyrir norðan varnargarðinn. „Sem skilaði sínu svo sannarlega. Hann bjargaði því sem bjargað var, hann hélt miklu af þessum hrauni fyrir norðan og beindi því í vesturátt. Það er jákvæði hlutinn úr þessu en skelfilegi hlutinn er að það hafa orðið skemmdir í Grindavík og húseignir eyðilagst,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort honum hafi komið á óvart þegar syðri sprungan opnaðist segir Þorvaldur það hafa komið sér svolítið á óvart. „Já, það kom mér pínulítið á óvart, þó það hafi alltaf verið vitað að það gæti gerst. Miðað við hvernig gangurinn var í gosinu og það var ekkert augljóst að gerast sem benti til að væri aukning í framleiðninni og þannig auka þrýstingur til að opna nýjar sprungur. Það var ekkert augljóst út frá því sem við vorum að sjá á þessari nyrðri sprungu að svona væri í bígerð.“ Vísindamenn hafi lært ýmislegt á síðustu fjórum árum og mikil reynsla byggst upp. „Sérstaklega hvað varðar hegðunina undir yfirborði og eins líka hvernig hraun hegðar sér og við hverju við megum búast þar. Eitt sem er kannski athyglisvert í sambandi við hraunflæði er að í flestum þessum gosum hefur alla vega hluti af hraunflæði verið í opnum rásum, sem þýðir að það tapar hita frekar fljótt og á því mjög erfitt að ná verulegri lengd. Það er ágætt að hafa reynslu af því,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37 Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Við sjáum það kannski fyrst og fremst að það hefur dregið virkilega úr rennslinu og framleiðnin í gosinu hefur dregist virkilega saman. Sprungan sem opnaðist rétt norðan við Grindavík virðist hafa lognast út af í nótt, sem eru jákvæðar fréttir,“ sagði Þorvaldur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú rétt eftir klukkan átta. Hann segir virknina mesta á miðri sprungunni og hún haldist mest fyrir norðan varnargarðinn. „Sem skilaði sínu svo sannarlega. Hann bjargaði því sem bjargað var, hann hélt miklu af þessum hrauni fyrir norðan og beindi því í vesturátt. Það er jákvæði hlutinn úr þessu en skelfilegi hlutinn er að það hafa orðið skemmdir í Grindavík og húseignir eyðilagst,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort honum hafi komið á óvart þegar syðri sprungan opnaðist segir Þorvaldur það hafa komið sér svolítið á óvart. „Já, það kom mér pínulítið á óvart, þó það hafi alltaf verið vitað að það gæti gerst. Miðað við hvernig gangurinn var í gosinu og það var ekkert augljóst að gerast sem benti til að væri aukning í framleiðninni og þannig auka þrýstingur til að opna nýjar sprungur. Það var ekkert augljóst út frá því sem við vorum að sjá á þessari nyrðri sprungu að svona væri í bígerð.“ Vísindamenn hafi lært ýmislegt á síðustu fjórum árum og mikil reynsla byggst upp. „Sérstaklega hvað varðar hegðunina undir yfirborði og eins líka hvernig hraun hegðar sér og við hverju við megum búast þar. Eitt sem er kannski athyglisvert í sambandi við hraunflæði er að í flestum þessum gosum hefur alla vega hluti af hraunflæði verið í opnum rásum, sem þýðir að það tapar hita frekar fljótt og á því mjög erfitt að ná verulegri lengd. Það er ágætt að hafa reynslu af því,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37 Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37
Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30