Í samtali við fréttastofu segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að enn sé talsverð jarðskjálftavirkni þó hægst á henni síðan í gær. Það sé eðlilegt miðað við aðstæður og búast megi við því að einhvern tíma taki að ná jafnvægi og bakrunnsvirkni.
Aðspurð um hvort ennþá sé hætta á að nýjar gossprungur kunni að opnast inni í Grindavík segir hún GPS-gögn sýna meiri jafnvægi en þó sé ekki hægt að útiloka neittt.
Sérfræðingar fylgist grannt með skjálftamælum og fylgjast með hvort merki séu um gosóróa, lesa úr aflögunargögnum og gervihnattamyndum.