Onana stóð ekki í markinu þegar Kamerún gerði jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2024 19:31 Franck Mario Magri jafnaði metin fyrir Kamerún. Ulrik Pedersen/Getty Images Þrátt fyrir að ná að mæta til leiks þá stóð André Onana, markvörður Manchester United, ekki í marki Kamerún þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Gíneu í fyrsta leik þjóðanna á Afríkumótinu í knattspyrnu. Mikið hafði verið látið með að Onana gæti spilað tvo leiki á rétt rúmum sólahring en í gærkvöld stóð hann vaktina í marki Man United þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham Hotspur. Það virtist sem planið væri að hann myndi spila leik Kamerún og Gíneu í kvöld en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir seinkun var Onana mættur þegar leikurinn fór fram, hann var hins vegar upp í stúku. Í hans stað var Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, í marki Kamerún. Hvort fjarvera Onana hafi verið ástæða þess að Kamerún tapaði stigum er óvitað en ljóst er að Kamerún var fyrir fram talið sterkara liðið. Það kom því á óvart þegar Mohamed Bayo, leikmaður Le Havre í Frakklandi, kom Gíenu yfir á 10. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en undirlok hans fékk Francois Kamano beint rautt spjald og Gínea manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýtti Franck Magri, leikmaður Toulouse í Frakklandi, sér þegar hann jafnaði metin fyrir Kamerún snemma í síðari hálfleik. FULL-TIME! It's a draw as Cameroon and Guinea share the points after an intense contest. #CMRGUI | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/s68qFvrctG— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 15, 2024 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri en þrátt fyrir að vera 70 prósent með boltann gekk Kamerún einkar illa að brjóta vörn Gíneu á bak aftur. Lokatölur 1-1 og þjóðirnar því í 2. og 3. sæti C-riðils með eitt stig á meðan Senegal er á toppnum eftir 3-0 sigur á Gambíu. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Mikið hafði verið látið með að Onana gæti spilað tvo leiki á rétt rúmum sólahring en í gærkvöld stóð hann vaktina í marki Man United þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham Hotspur. Það virtist sem planið væri að hann myndi spila leik Kamerún og Gíneu í kvöld en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir seinkun var Onana mættur þegar leikurinn fór fram, hann var hins vegar upp í stúku. Í hans stað var Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, í marki Kamerún. Hvort fjarvera Onana hafi verið ástæða þess að Kamerún tapaði stigum er óvitað en ljóst er að Kamerún var fyrir fram talið sterkara liðið. Það kom því á óvart þegar Mohamed Bayo, leikmaður Le Havre í Frakklandi, kom Gíenu yfir á 10. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en undirlok hans fékk Francois Kamano beint rautt spjald og Gínea manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýtti Franck Magri, leikmaður Toulouse í Frakklandi, sér þegar hann jafnaði metin fyrir Kamerún snemma í síðari hálfleik. FULL-TIME! It's a draw as Cameroon and Guinea share the points after an intense contest. #CMRGUI | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/s68qFvrctG— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 15, 2024 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri en þrátt fyrir að vera 70 prósent með boltann gekk Kamerún einkar illa að brjóta vörn Gíneu á bak aftur. Lokatölur 1-1 og þjóðirnar því í 2. og 3. sæti C-riðils með eitt stig á meðan Senegal er á toppnum eftir 3-0 sigur á Gambíu.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira