Leikvangurinn er afar nýtískulegur og sérstaklega hannaður þannig að það sé sem auðveldast að breyta honum úr íþróttaleikvangi í tónlistarhöll eða annars konar viðburðarastað.
Leikvangurinn verður skírður í höfuðið á Mohammed bin Salman prins og verður hann byggður fyrir ofan tvö hundruð metra háan klettavegg í Qiddiya City sem er nálægt Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu.
Leikvangurinn mun taka 45 þúsund manns í sæti, verður með færanlegu þaki og vegg gerðum úr LED skjáum. Hundruðir metrar af sjónvarpsskjám munu gera upplifun áhorfenda einstaka.
Hægt verður líka að opna vegginn þannig að við blasir magnað útsýni yfir höfuðborgina.
Staðsetning leikvangsins og hversu tæknivæddur hann er gerir hann líklega alveg einstakan í íþróttaheiminum og það er ljóst að þarna verður engu sparað í kostnaði.
Eins og með mörg draumaverkefni Sáda þá verður við samt að bíða og sjá hvort þessi undraleikvangur verði hreinlega að veruleika.
Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband með leikvanginum.