Lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga manninum sem lést Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2024 13:36 Frá aðgerðum í apríl á síðasta ári. Páll Ketilsson Eldsvoði um borð í netabátnum Grímsnesi GK555 kviknaði út frá vettlingaþurrkara í stakkageymslu bátsins. Einn lést í brunanum en einn bátsverja lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga honum en tókst ekki að komast til hans. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Eldurinn kviknaði klukkan rétt rúmlega tvö aðfaranótt þriðjudagsins 25. apríl 2023. Sjö skipsverjar voru sofandi í skipinu en það varð alelda á mjög skömmum tíma. Fyrstu björgunaraðilar voru mættir á svæðið 28 mínútur yfir tvö, tuttugu mínútum eftir að fyrsta tilkynning um eldinn barst. Reykkafarar fóru um borð í skipið og fundu einn mann meðvitundarlausan á efra þilfari. „Reynt var að fara niður í skipið og leita að skipverja sem saknað var en eldur var þá orðinn það mikill að þeir þurftu frá að hverfa. Erfiðlega gekk að slökkva eldinn þar sem eldurinn var á milliþilfari skipsins og aðgengi því skert. Hitaleiðni var mikil sem orsakaði það að eldur kviknaði á nýjum stöðum meðan á slökkvistarfi stóð,“ segir í skýrslunni. Séð fram eftir stakkagangi stjórnborðs megin í átt að millidekki.RNSA Fjórir sváfu aftur í skipinu og þrír sváfu framan í skipinu. Aftur í skipinu sváfu tveir saman í klefa en hinir tveir voru í einstaklingsklefum. Annar þeirra í tveggja manna klefanum var sá fyrsti til að vakna við hávaða og reyk. Hann vakti félaga sinn. „Hann vakti síðan þá sem voru í eins manns klefunum. Þeir voru fljótir að vakna og fóru upp stigann út í ganginn í átt að matsalnum. Þegar þeir litu út í stakkaganginn stjórnborðsmegin sáu þeir mikinn eld og reyk. Þeir sáu líka að það var ófært að fara upp í stýrishús en þangað var ekki hægt að sjá fyrir reyk,“ segir í skýrslunni. „Þeir fóru því til baka og í gegnum rýmið þar sem gengið er niður í vélarrúm og yfir í bakborðsganginn. Stysta leiðin út þaðan er að fara aftur í skutrýmið og þaðan upp en þar sem þeir vissu af mönnum fram í skipinu þá ákváðu þeir að fara yfir milliþilfarið. Reykur var upp við loft en þeir komust undir hann.“ Stýrihúsið.RNSA Annar mannanna fór og opnaði hurðina upp á efra þilfar á meðan hinn fór og vakti mennina sem sváfu framar í skipinu. Allir komust þeir upp á efra þilfar og þaðan upp á bryggju. „Sá sem vaknaði fyrstur ætlaði á eftir þeim tveimur sem voru á leið upp frá káetunum en áttaði sig þá á því að sá sem svaf með honum í klefa var ekki vaknaður, sneri hann þá við og vakti hann. Þegar þeir ætla upp stigann frá káetunum mætti þeim mikill reykur og eldur upp við loft. Þeir sneru við og gátu opnað neyðarlúgu sem er bakborðsmegin í aftasta klefanum og komist þar upp,“ segir í skýrslunni. Mannopið upp á þilfar.RNSA Maðurinn fór aftur í skutrýmið og yfir stýrisvélakassa sem var fremst í rýminu og var þá kominn að stiga upp í gegnum mannop upp á efra þilfar. Hann taldi félaga sinn vera á eftir sér, en sá hann ekki. Hann heyrði þó í honum þegar hann kallaði. „Skipverjinn fór upp á efra þilfar til að ná andanum og fór aftur niður en náði ekki til mannsins sem var niðri. Hann komst aftur upp á efra þilfar þar sem hann lagðist niður til að vera undir reyknum og bankaði í dekkið til að reyna að leiðbeina manninum. Þar fundu reykkafarar hann meðvitundarlausan,“ segir í skýrslunni og ljóst að maðurinn reyndi hvað sem hann gat að bjarga félaga sínum og lagði hann eigið líf í hættu við það. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Mynd tekin við bakborðssíðu í átt að vélargangi. Maðurinn fannst meðvitundarlaus við niðurleggjarann fyrir miðri mynd.RNSA Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Reykjanesbær Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Eldurinn kviknaði klukkan rétt rúmlega tvö aðfaranótt þriðjudagsins 25. apríl 2023. Sjö skipsverjar voru sofandi í skipinu en það varð alelda á mjög skömmum tíma. Fyrstu björgunaraðilar voru mættir á svæðið 28 mínútur yfir tvö, tuttugu mínútum eftir að fyrsta tilkynning um eldinn barst. Reykkafarar fóru um borð í skipið og fundu einn mann meðvitundarlausan á efra þilfari. „Reynt var að fara niður í skipið og leita að skipverja sem saknað var en eldur var þá orðinn það mikill að þeir þurftu frá að hverfa. Erfiðlega gekk að slökkva eldinn þar sem eldurinn var á milliþilfari skipsins og aðgengi því skert. Hitaleiðni var mikil sem orsakaði það að eldur kviknaði á nýjum stöðum meðan á slökkvistarfi stóð,“ segir í skýrslunni. Séð fram eftir stakkagangi stjórnborðs megin í átt að millidekki.RNSA Fjórir sváfu aftur í skipinu og þrír sváfu framan í skipinu. Aftur í skipinu sváfu tveir saman í klefa en hinir tveir voru í einstaklingsklefum. Annar þeirra í tveggja manna klefanum var sá fyrsti til að vakna við hávaða og reyk. Hann vakti félaga sinn. „Hann vakti síðan þá sem voru í eins manns klefunum. Þeir voru fljótir að vakna og fóru upp stigann út í ganginn í átt að matsalnum. Þegar þeir litu út í stakkaganginn stjórnborðsmegin sáu þeir mikinn eld og reyk. Þeir sáu líka að það var ófært að fara upp í stýrishús en þangað var ekki hægt að sjá fyrir reyk,“ segir í skýrslunni. „Þeir fóru því til baka og í gegnum rýmið þar sem gengið er niður í vélarrúm og yfir í bakborðsganginn. Stysta leiðin út þaðan er að fara aftur í skutrýmið og þaðan upp en þar sem þeir vissu af mönnum fram í skipinu þá ákváðu þeir að fara yfir milliþilfarið. Reykur var upp við loft en þeir komust undir hann.“ Stýrihúsið.RNSA Annar mannanna fór og opnaði hurðina upp á efra þilfar á meðan hinn fór og vakti mennina sem sváfu framar í skipinu. Allir komust þeir upp á efra þilfar og þaðan upp á bryggju. „Sá sem vaknaði fyrstur ætlaði á eftir þeim tveimur sem voru á leið upp frá káetunum en áttaði sig þá á því að sá sem svaf með honum í klefa var ekki vaknaður, sneri hann þá við og vakti hann. Þegar þeir ætla upp stigann frá káetunum mætti þeim mikill reykur og eldur upp við loft. Þeir sneru við og gátu opnað neyðarlúgu sem er bakborðsmegin í aftasta klefanum og komist þar upp,“ segir í skýrslunni. Mannopið upp á þilfar.RNSA Maðurinn fór aftur í skutrýmið og yfir stýrisvélakassa sem var fremst í rýminu og var þá kominn að stiga upp í gegnum mannop upp á efra þilfar. Hann taldi félaga sinn vera á eftir sér, en sá hann ekki. Hann heyrði þó í honum þegar hann kallaði. „Skipverjinn fór upp á efra þilfar til að ná andanum og fór aftur niður en náði ekki til mannsins sem var niðri. Hann komst aftur upp á efra þilfar þar sem hann lagðist niður til að vera undir reyknum og bankaði í dekkið til að reyna að leiðbeina manninum. Þar fundu reykkafarar hann meðvitundarlausan,“ segir í skýrslunni og ljóst að maðurinn reyndi hvað sem hann gat að bjarga félaga sínum og lagði hann eigið líf í hættu við það. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Mynd tekin við bakborðssíðu í átt að vélargangi. Maðurinn fannst meðvitundarlaus við niðurleggjarann fyrir miðri mynd.RNSA
Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Reykjanesbær Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira