Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2024 21:27 Rebekka Saidy var ekki sátt við svörin sem hún fékk fyrst frá Ölmu leigufélagi. Vísir Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. „Ég er í fríi erlendis og hef ekki kynnt mér forsögu málsins. Aftur á móti get ég fullvissað þig um að það sé byggt á misskilningi,“ segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags í skriflegu svari til Vísis. Fékk fyrst þvert nei Tilefnið er Facebook færsla Rebekku Saidy, íbúa í Grindavíkur, sem leigir íbúð af leigufélaginu. Hún lýsir því að fimm manna fjölskylda hennar hafi verið í lítilli íbúð tveggja herbergja íbúð undanfarinn mánuð. Í dag hafi henni boðist stærri eign til langtíma, þar sem muni fara betur um fjölskylduna. Hún hafi sett sig í samband við Ölmu og athugað hvort hún gæti ekki komist undan þriggja mánaða uppsagnarfresti, í ljósi aðstæðna. Svarið hafi hinsvegar verið þvert nei. Í samtali við Vísi segir Rebekka að hún hafi óvænt fengið tölvupóst frá leigufélaginu á áttunda tímanum í kvöld. Þar hafi henni verið tjáð að félaginu þætti leitt að hafa ekki skoðað málið nánar, hún gæti skilað íbúðinni þegar henni hentar. „Það marg borgar sig að hafa hátt,“ segir Rebekka. Hún segir þröngt hafa verið á þingi hjá fjölskyldunni hingað til en þrjár dætur hennar hafa gist á dýnum í einu herbergi. Alma hafi lagt sitt af mörkum „Við munum leyfa fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem nú búa í okkar eignum utan Grindavíkur að skila af sér eignum daginn eftir að þeir tilkynna okkur um uppsögn,“ segir Ingólfur Árni, framkvæmdastjóri Ölmu, í skriflegu svari til Vísis vegna málsins. Hann segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, segir félagið engin svör hafa fengið frá stjórnvöldum eftir að hafa boðið sinn stuðning. „Við rukkuðum ekki leigu fyrir desember í Grindavík og endurgreiddum leigu fyrir þann hluta í nóvember sem íbúum var meinað að gista í Grindavík.“ Engin svör frá stjórnvöldum „Þeim leigjendum okkar í Grindavík sem vildu losna undan leigusamningum bauðst að losna undan þeim án nokkurs fyrirvara og reynt var eftir fremsta megni að finna aðrar eignir innan eignasafns Ölmu sem gátu hentað þeim.“ Hann segir að til viðbótar hafi Alma og tengd félög boðið opinberum aðilum yfir hundrað íbúðir til kaups eða leigu strax í nóvember. „Til að koma til móts við íbúðavanda Grindvíkinga. Allar þessar íbúðir hefði verið búið að afhenda í dag. Lítil sem engin svör fengust.“ Leigumarkaður Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
„Ég er í fríi erlendis og hef ekki kynnt mér forsögu málsins. Aftur á móti get ég fullvissað þig um að það sé byggt á misskilningi,“ segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags í skriflegu svari til Vísis. Fékk fyrst þvert nei Tilefnið er Facebook færsla Rebekku Saidy, íbúa í Grindavíkur, sem leigir íbúð af leigufélaginu. Hún lýsir því að fimm manna fjölskylda hennar hafi verið í lítilli íbúð tveggja herbergja íbúð undanfarinn mánuð. Í dag hafi henni boðist stærri eign til langtíma, þar sem muni fara betur um fjölskylduna. Hún hafi sett sig í samband við Ölmu og athugað hvort hún gæti ekki komist undan þriggja mánaða uppsagnarfresti, í ljósi aðstæðna. Svarið hafi hinsvegar verið þvert nei. Í samtali við Vísi segir Rebekka að hún hafi óvænt fengið tölvupóst frá leigufélaginu á áttunda tímanum í kvöld. Þar hafi henni verið tjáð að félaginu þætti leitt að hafa ekki skoðað málið nánar, hún gæti skilað íbúðinni þegar henni hentar. „Það marg borgar sig að hafa hátt,“ segir Rebekka. Hún segir þröngt hafa verið á þingi hjá fjölskyldunni hingað til en þrjár dætur hennar hafa gist á dýnum í einu herbergi. Alma hafi lagt sitt af mörkum „Við munum leyfa fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem nú búa í okkar eignum utan Grindavíkur að skila af sér eignum daginn eftir að þeir tilkynna okkur um uppsögn,“ segir Ingólfur Árni, framkvæmdastjóri Ölmu, í skriflegu svari til Vísis vegna málsins. Hann segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, segir félagið engin svör hafa fengið frá stjórnvöldum eftir að hafa boðið sinn stuðning. „Við rukkuðum ekki leigu fyrir desember í Grindavík og endurgreiddum leigu fyrir þann hluta í nóvember sem íbúum var meinað að gista í Grindavík.“ Engin svör frá stjórnvöldum „Þeim leigjendum okkar í Grindavík sem vildu losna undan leigusamningum bauðst að losna undan þeim án nokkurs fyrirvara og reynt var eftir fremsta megni að finna aðrar eignir innan eignasafns Ölmu sem gátu hentað þeim.“ Hann segir að til viðbótar hafi Alma og tengd félög boðið opinberum aðilum yfir hundrað íbúðir til kaups eða leigu strax í nóvember. „Til að koma til móts við íbúðavanda Grindvíkinga. Allar þessar íbúðir hefði verið búið að afhenda í dag. Lítil sem engin svör fengust.“
Leigumarkaður Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira