Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 17. janúar 2024 06:55 Íranir gerðu árás innan landamæra Pakistan í gær. Getty/Morteza Nikoubazl Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. Íranir segjast hafa verið að uppræta bækistöðvar vígamanna úr röðum Jaish al-Adl en Pakistanar hafna því og segja um ólöglega árás á fullvalda ríki að ræða sem gæti haft alvarlegar afleiðingar. Pakistan er þriðja ríkið, á eftir Sýrlandi og Írak, sem Íranir hafa gert árásir á síðustu daga. Írönsk árás á Pakistanskt landsvæði er nær án fordæma en um er að ræða héraðið Balokistan sem er á landamærunum. Þar hafa vígahópar á borð við Jaish al-Adl löngum þrifist Utanríkisráðuneyti Pakistan skrifaði í yfirlýsingu í gær að árásin væri tilefnislaus árás. Ráðuneytið sagði árásina gjörsamlega óásættanlega og bætti við að það sem ylli enn meiri áhyggjum væri það að árásin hafi verið framin þrátt fyrir að Pakistan og Íran ættu í opnum samskiptum. Spennustigið á svæðinu hefur verið mjög hátt síðan átök hófust á Gasaströndinni í byrjun októbermánaðar. Íranir hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki flækjast inn í alþjóðleg átök en ákveðnir hópar innan hersins hafa haldið úti árásum á Ísrael og bandamenn þess til að sýna Palestínumönnum stuðning. Þá hefur Hezbollah í Líbanon hefur þá átt í átökum við Ísraela á norðanverðum landamærum Ísraels við Gólanhæðir. Þar að auki hafa vígasveitir ráðist á Bandaríkjaher í Írak og Sýrlandi með eldflaugum og drónum. Hútar í Jemen hafa sömuleiðis beint spjótum sínum að skipum í Rauðahafi. Ísraelar hafa einnig beint spjótum út fyrir eigin landamæri, meðal annars með árás í Líbanon þar sem leiðtogi Hamas var drepinn. Þá hafa Bandaríkjamenn ráðist á vígasveitir í Írak og Jemen, þar sem leiðtogar hjá vígasveitum hafa verið drepnir. Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Íranir segjast hafa verið að uppræta bækistöðvar vígamanna úr röðum Jaish al-Adl en Pakistanar hafna því og segja um ólöglega árás á fullvalda ríki að ræða sem gæti haft alvarlegar afleiðingar. Pakistan er þriðja ríkið, á eftir Sýrlandi og Írak, sem Íranir hafa gert árásir á síðustu daga. Írönsk árás á Pakistanskt landsvæði er nær án fordæma en um er að ræða héraðið Balokistan sem er á landamærunum. Þar hafa vígahópar á borð við Jaish al-Adl löngum þrifist Utanríkisráðuneyti Pakistan skrifaði í yfirlýsingu í gær að árásin væri tilefnislaus árás. Ráðuneytið sagði árásina gjörsamlega óásættanlega og bætti við að það sem ylli enn meiri áhyggjum væri það að árásin hafi verið framin þrátt fyrir að Pakistan og Íran ættu í opnum samskiptum. Spennustigið á svæðinu hefur verið mjög hátt síðan átök hófust á Gasaströndinni í byrjun októbermánaðar. Íranir hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki flækjast inn í alþjóðleg átök en ákveðnir hópar innan hersins hafa haldið úti árásum á Ísrael og bandamenn þess til að sýna Palestínumönnum stuðning. Þá hefur Hezbollah í Líbanon hefur þá átt í átökum við Ísraela á norðanverðum landamærum Ísraels við Gólanhæðir. Þar að auki hafa vígasveitir ráðist á Bandaríkjaher í Írak og Sýrlandi með eldflaugum og drónum. Hútar í Jemen hafa sömuleiðis beint spjótum sínum að skipum í Rauðahafi. Ísraelar hafa einnig beint spjótum út fyrir eigin landamæri, meðal annars með árás í Líbanon þar sem leiðtogi Hamas var drepinn. Þá hafa Bandaríkjamenn ráðist á vígasveitir í Írak og Jemen, þar sem leiðtogar hjá vígasveitum hafa verið drepnir.
Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41
Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29
Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25