Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2024 11:14 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir aðgerðir við að koma á heitu vatni í Grindavíkurbæ hafa gengið vel. Vísir Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. Pípulagningamenn hafa unnið að því að koma heitu vatni á Grindavíkurbæ og í gær var það að mestu komið á vesturhlutann. Í dag verður unnið að austurhlutanum að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, farið inn í hús og ástandið kannað. „Heitu vatni var hleypt inn á austurbæinn í gærkvöldi og því verkefni er fylgt eftir í dag. Af öryggisástæðum var það ekki gert í nótt vegna þess að þetta svæði er ótryggt og mikil hætta þarna á sprungum.“ Greint var frá því í gær að nýr sigdalur hefði myndast í austurhluta bæjarins. Hann er allt að kílómeter á breidd og enn að síga og víkka. Hætta í þeim hluta bæjarins er töluverð þar sem nýjar sprungur hafa myndast og eldri stækkað. Sérfræðingahópur á vegum almannavarna vinnur að kortlagningu á þeim. „Og er að fara yfir þær sprungur sem þarna eru og eins að meta áhættu og undirlag.“ Hann segir einungis þá sem eiga brýnt erindi inn í bæinn fara þangað inn. „Þegar ég segi brýnt erindi á ég við viðbragðsaðila og þá sem koma þarna að björgunarstarfi. Þetta er auðvitað bara stór verðmætabjörgun sem er í gangi núna, það er að segja að halda hita og rafmagni á bænum. Það er fyrsta skref í verðmætabjörgun. Úlfar segir næstu skref í verðmætabjörgun á til dæmis eigum fólks til skoðunar. „En eins og staðan er í augnablikinu þá erum við ekki komin á þann stað í okkar aðgerðum.“ Hending að sprungan opnaðist ekki í miðjum bænum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, sagði á íbúafundi í gær að búast mætti við öðru kvikuinnskoti eftir jafnvel mánuð eða svo. Úlfar segir orð vísindamanna um að ekki sé búandi í Grindavík á næstu mánuðum og jafnvel árum ekki koma á óvart. „Ég held að hending hafi ráðið því að þessi gossprunga næst bænum hafi opnast á þeim stað en ekki inni í miðjum bænum og ef hún hefði opnast í miðjum bænum væri í sjálfu sér ekki mikið eftir af Grindavíkurbæ,“ segir Úlfar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Pípulagningamenn hafa unnið að því að koma heitu vatni á Grindavíkurbæ og í gær var það að mestu komið á vesturhlutann. Í dag verður unnið að austurhlutanum að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, farið inn í hús og ástandið kannað. „Heitu vatni var hleypt inn á austurbæinn í gærkvöldi og því verkefni er fylgt eftir í dag. Af öryggisástæðum var það ekki gert í nótt vegna þess að þetta svæði er ótryggt og mikil hætta þarna á sprungum.“ Greint var frá því í gær að nýr sigdalur hefði myndast í austurhluta bæjarins. Hann er allt að kílómeter á breidd og enn að síga og víkka. Hætta í þeim hluta bæjarins er töluverð þar sem nýjar sprungur hafa myndast og eldri stækkað. Sérfræðingahópur á vegum almannavarna vinnur að kortlagningu á þeim. „Og er að fara yfir þær sprungur sem þarna eru og eins að meta áhættu og undirlag.“ Hann segir einungis þá sem eiga brýnt erindi inn í bæinn fara þangað inn. „Þegar ég segi brýnt erindi á ég við viðbragðsaðila og þá sem koma þarna að björgunarstarfi. Þetta er auðvitað bara stór verðmætabjörgun sem er í gangi núna, það er að segja að halda hita og rafmagni á bænum. Það er fyrsta skref í verðmætabjörgun. Úlfar segir næstu skref í verðmætabjörgun á til dæmis eigum fólks til skoðunar. „En eins og staðan er í augnablikinu þá erum við ekki komin á þann stað í okkar aðgerðum.“ Hending að sprungan opnaðist ekki í miðjum bænum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, sagði á íbúafundi í gær að búast mætti við öðru kvikuinnskoti eftir jafnvel mánuð eða svo. Úlfar segir orð vísindamanna um að ekki sé búandi í Grindavík á næstu mánuðum og jafnvel árum ekki koma á óvart. „Ég held að hending hafi ráðið því að þessi gossprunga næst bænum hafi opnast á þeim stað en ekki inni í miðjum bænum og ef hún hefði opnast í miðjum bænum væri í sjálfu sér ekki mikið eftir af Grindavíkurbæ,“ segir Úlfar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira