Nú á að einkavæða ellina Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 17. janúar 2024 14:01 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áformar stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir algjörri uppgjöf ríkisvaldsins gagnvart því verkefni að tryggja öldruðum grundvallarþjónustu innan velferðarkerfisins. Sú pólitíska stefna að veikja skipulega velferðarríkið og tilfærslukerfin hefur það að markmiði að rýra þjónustuna til að greiða fyrir einkavæðingu hennar. Um liðna helgi kynnti heilbrigðisráðherra óvænt og án minnstu umræðu áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Í viðtali við sjónvarp Morgunblaðsins lýsti ráðherrann yfir algjörri uppgjöf gagnvart því verkefni að tryggja landsmönnum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og greitt hafa fyrir með sköttum sínum. Nái þetta feigðarflan ríkisstjórnarinnar fram að ganga fetum við í fótspor breskra frjálshyggjumanna sem tekist hefur að rústa fyrirkomulagi hjúkrunarþjónustu þar í landi og magna upp ójöfnuð og stéttskiptingu í aðhlynningu aldraðra. Hér eins og þar er draumurinn sá að gera elli og hrumleika mannfólksins að gróðaleið fyrir fjármagnsöflin. „Sérhæfð einkafyrirtæki” munu yfirtaka reksturinn með skilgreindum „arðsemiskröfum”. Tilheyrandi spillingu má t.d. innleiða með því að ríkið ábyrgist lán fyrir valin fyrirtæki í eigu réttra aðila. Gróf aðför að velferðarríkinu Áform þessi eru stórhættuleg og fela í sér grófustu aðför seinni tíma að velferðarríkinu. Því verður ekki trúað að almenningur í landinu sætti sig við slíka byltingu. Þegar ríkisvaldið á það úrræði eitt að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu hefur það í raun sagt upp sjálfum samfélagssáttmálanum sem fellst m.a. í greiðslu skatta til sjúkratrygginga. Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands má m.a. lesa þetta: „Markmið laga um sjúkratryggingar er að tryggja aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.” Við blasir að ríkisvaldið hefur snúið baki við þessu grunnmarkmiði laganna. Skortstefnan hefur nú þegar búið til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem hinir betur stæðu geta keypt sér nauðsynlega þjónustu á meðan aðrir landsmenn eru settir á biðlista eftir að komast á biðlista. Nú er stefnt að því að auka ójöfnuðinn með því að gefa aðstandendum aldraðra kost á að kaupa ólíkar og misdýrar „þjónustuleiðir” innan einkavæddra hjúkrunarheimila. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni í ræðu og riti að samfélag okkar standi á krossgötum. Ég heiti á almenning allan og ábyrga stjórnmálamenn að hrinda þessari óværu einkavæðingar og gróðahyggju af samfélagi okkar og að standa vörð um þau grunngildi velferðar og samhjálpar sem þjóðin hefur jafnan haft í heiðri. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Eldri borgarar Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áformar stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir algjörri uppgjöf ríkisvaldsins gagnvart því verkefni að tryggja öldruðum grundvallarþjónustu innan velferðarkerfisins. Sú pólitíska stefna að veikja skipulega velferðarríkið og tilfærslukerfin hefur það að markmiði að rýra þjónustuna til að greiða fyrir einkavæðingu hennar. Um liðna helgi kynnti heilbrigðisráðherra óvænt og án minnstu umræðu áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Í viðtali við sjónvarp Morgunblaðsins lýsti ráðherrann yfir algjörri uppgjöf gagnvart því verkefni að tryggja landsmönnum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og greitt hafa fyrir með sköttum sínum. Nái þetta feigðarflan ríkisstjórnarinnar fram að ganga fetum við í fótspor breskra frjálshyggjumanna sem tekist hefur að rústa fyrirkomulagi hjúkrunarþjónustu þar í landi og magna upp ójöfnuð og stéttskiptingu í aðhlynningu aldraðra. Hér eins og þar er draumurinn sá að gera elli og hrumleika mannfólksins að gróðaleið fyrir fjármagnsöflin. „Sérhæfð einkafyrirtæki” munu yfirtaka reksturinn með skilgreindum „arðsemiskröfum”. Tilheyrandi spillingu má t.d. innleiða með því að ríkið ábyrgist lán fyrir valin fyrirtæki í eigu réttra aðila. Gróf aðför að velferðarríkinu Áform þessi eru stórhættuleg og fela í sér grófustu aðför seinni tíma að velferðarríkinu. Því verður ekki trúað að almenningur í landinu sætti sig við slíka byltingu. Þegar ríkisvaldið á það úrræði eitt að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu hefur það í raun sagt upp sjálfum samfélagssáttmálanum sem fellst m.a. í greiðslu skatta til sjúkratrygginga. Á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands má m.a. lesa þetta: „Markmið laga um sjúkratryggingar er að tryggja aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.” Við blasir að ríkisvaldið hefur snúið baki við þessu grunnmarkmiði laganna. Skortstefnan hefur nú þegar búið til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem hinir betur stæðu geta keypt sér nauðsynlega þjónustu á meðan aðrir landsmenn eru settir á biðlista eftir að komast á biðlista. Nú er stefnt að því að auka ójöfnuðinn með því að gefa aðstandendum aldraðra kost á að kaupa ólíkar og misdýrar „þjónustuleiðir” innan einkavæddra hjúkrunarheimila. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni í ræðu og riti að samfélag okkar standi á krossgötum. Ég heiti á almenning allan og ábyrga stjórnmálamenn að hrinda þessari óværu einkavæðingar og gróðahyggju af samfélagi okkar og að standa vörð um þau grunngildi velferðar og samhjálpar sem þjóðin hefur jafnan haft í heiðri. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar