Åge Hareide : Við þurfum að venja okkur á það að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 07:20 Åge Hareide var sáttur með leikina í þessari ferð en næst á dagskrá er umspil um sæti á EM í mars. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide var sáttur eftir velheppnaða æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem íslenska liðið vann báða leiki sína á móti Gvatemala og Hondúras og fékk ekki á sig mark. „Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna því þeir vildu spila þótt þeir væru ekki í sinu besta formi á þessum árstíma. Þeir gerðu það besta sem þeir gátu, fylgdu fyrirmælum og fóru eftir leikplaninu. Það skiptir öllu máli og ekki síst á móti liðum eins og þessu,“ sagði Åge Hareide við KSÍ TV eftir leikinn. „Strákarnir gerðu vel, lögðu mikið á sig í báðum leikjunum. Við þurfum að venja okkur á það að vinna leikina okkar. Við þurfum líka að hætta að fá á okkur mörk sem er eitthvað sem Íslendingar hafa náð áður. Við þurfum líka að nýta færin okkar þegar við fáum þau. Að ná sigri í þessum tveimur leikjum gefur öllum sjálfstraust og við þurfum það þegar við förum í marsleikina,“ sagði Åge. „Það var líka mikilvægt að fá tækifæri til að skoða fleiri leikmenn sem geta spilað fyrir okkur. Við getum lent í meiðslum og ég hef áhyggjur af slíku því breiddin okkar er ekki það mikil. Í dag voru margir ungir leikmenn inn á vellinum, leikmenn sem hafa staðið sig vel með 21 árs landsliðinu. Þessir strákar hafa farið í gegnum góðan skóla hjá þjálfurunum á Íslandi og hjá Davíð (Snorra Jónassyni) í 21 árs landsliðinu,“ sagði Åge. „Við bjóðum þessa ungu stráka velkomna í landsliðið og fögnum því að þeir hafi fengið tækifæri til að spila. Sumir af þessum strákum munu koma til greina í mars en það er líka mikilvægt að átta sig á því að það er mikill munur á leikjum með 21 árs landsliðinu og alvöru landsleikjum með A-liðinu,“ sagði Åge. „Í þeim leikjum þarftu á reynslu að halda. Þessir leikir gáfu þessum strákum alþjóðlega reynslu og hæfileikarnir eru þarna. Þeir eiga bjarta framtíð,“ sagði Åge. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna því þeir vildu spila þótt þeir væru ekki í sinu besta formi á þessum árstíma. Þeir gerðu það besta sem þeir gátu, fylgdu fyrirmælum og fóru eftir leikplaninu. Það skiptir öllu máli og ekki síst á móti liðum eins og þessu,“ sagði Åge Hareide við KSÍ TV eftir leikinn. „Strákarnir gerðu vel, lögðu mikið á sig í báðum leikjunum. Við þurfum að venja okkur á það að vinna leikina okkar. Við þurfum líka að hætta að fá á okkur mörk sem er eitthvað sem Íslendingar hafa náð áður. Við þurfum líka að nýta færin okkar þegar við fáum þau. Að ná sigri í þessum tveimur leikjum gefur öllum sjálfstraust og við þurfum það þegar við förum í marsleikina,“ sagði Åge. „Það var líka mikilvægt að fá tækifæri til að skoða fleiri leikmenn sem geta spilað fyrir okkur. Við getum lent í meiðslum og ég hef áhyggjur af slíku því breiddin okkar er ekki það mikil. Í dag voru margir ungir leikmenn inn á vellinum, leikmenn sem hafa staðið sig vel með 21 árs landsliðinu. Þessir strákar hafa farið í gegnum góðan skóla hjá þjálfurunum á Íslandi og hjá Davíð (Snorra Jónassyni) í 21 árs landsliðinu,“ sagði Åge. „Við bjóðum þessa ungu stráka velkomna í landsliðið og fögnum því að þeir hafi fengið tækifæri til að spila. Sumir af þessum strákum munu koma til greina í mars en það er líka mikilvægt að átta sig á því að það er mikill munur á leikjum með 21 árs landsliðinu og alvöru landsleikjum með A-liðinu,“ sagði Åge. „Í þeim leikjum þarftu á reynslu að halda. Þessir leikir gáfu þessum strákum alþjóðlega reynslu og hæfileikarnir eru þarna. Þeir eiga bjarta framtíð,“ sagði Åge.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Sjá meira