Körfuboltakvöld: Sara Rún er komin heim en hver á að detta út? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 16:45 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu þar sem hún hefur farið á kostum undanfarin ár. Vísir/Bára Íslenska landsliðskonan og körfuboltakona ársins, Sara Rún Hinriksdóttir, hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og það sem meira er að hún ætlar að spila aftur með uppeldisfélagi sínu í Keflavík. Subway Körfuboltakvöld kvenna ræddi endurkomu Söru en fréttir af henni komu á sama kvöldi og Keflavíkurkonur spiluðu stórkostlega í glæsilegum sigri á Grindavík. Sara hefur verið besta körfuboltakona landsins undanfarin ár og hefur spilað lengi sem atvinnumaður. Hún hefur einnig verið hvað eftir annað stigahæst hjá íslenska landsliðinu í leikjum þess. Frábær leikmaður sem styrkir öll lið. Það efast því enginn um hæfileika og getu hennar en í Körfuboltakvöldinu í gær var þetta meira spurning um það hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins muni missa sæti sitt í byrjunarliðinu. „Tölum um það hvernig hún passar inn í þetta Keflavíkurlið. Þær voru stórkostlegar í kvöld og við getum ekkert skautað fram hjá því. Hverja ætlar þú að taka út úr þessu byrjunarliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds kvenna. „Ég held að þetta snúist ekkert um þetta byrjunarlið,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur þáttarins, en hún komst ekki lengra því Hörður heimtaði svör. „Ég ætla að fara yfir byrjunarliðið. Þetta eru Elisa Pinzan, Daniela Wallen, Thelma Dís Ágústsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Benónýsdóttir. Þetta er besta byrjunarliðið í deildinni og ég held að við getum öll verið sammála því,“ sagði Hörður. „Og besta sjötta manninn í Emelíu (Ósk Gunnarsdóttur). Hún skoraði núll stig í leiknum í kvöld en var samt frábær,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur þáttarins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér Anna Ingunn alveg frábær leikmaður sem er búin að vaxa ótrúlega mikið,“ sagði Ingibjörg en komst ekki lengra. „Af hverju eru þið að horfa svona á mig,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er vesen,“ skaut Hörður inn í. „Ég er að reyna að svara þessu veseni,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá þau reyna að komast að því hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins missir sæti í byrjunarliðinu og hvaða áhrif koma Söru Rúnar hefur. Það er ljós að hún tekur mikið til sín og það kallar á það að aðrir leikmenn þurfa eitthvað að stíga til baka. Klippa: Körfuboltakvöld: Heimkoma Söru Rúnar til Keflavíkur Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld kvenna ræddi endurkomu Söru en fréttir af henni komu á sama kvöldi og Keflavíkurkonur spiluðu stórkostlega í glæsilegum sigri á Grindavík. Sara hefur verið besta körfuboltakona landsins undanfarin ár og hefur spilað lengi sem atvinnumaður. Hún hefur einnig verið hvað eftir annað stigahæst hjá íslenska landsliðinu í leikjum þess. Frábær leikmaður sem styrkir öll lið. Það efast því enginn um hæfileika og getu hennar en í Körfuboltakvöldinu í gær var þetta meira spurning um það hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins muni missa sæti sitt í byrjunarliðinu. „Tölum um það hvernig hún passar inn í þetta Keflavíkurlið. Þær voru stórkostlegar í kvöld og við getum ekkert skautað fram hjá því. Hverja ætlar þú að taka út úr þessu byrjunarliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds kvenna. „Ég held að þetta snúist ekkert um þetta byrjunarlið,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur þáttarins, en hún komst ekki lengra því Hörður heimtaði svör. „Ég ætla að fara yfir byrjunarliðið. Þetta eru Elisa Pinzan, Daniela Wallen, Thelma Dís Ágústsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Benónýsdóttir. Þetta er besta byrjunarliðið í deildinni og ég held að við getum öll verið sammála því,“ sagði Hörður. „Og besta sjötta manninn í Emelíu (Ósk Gunnarsdóttur). Hún skoraði núll stig í leiknum í kvöld en var samt frábær,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur þáttarins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér Anna Ingunn alveg frábær leikmaður sem er búin að vaxa ótrúlega mikið,“ sagði Ingibjörg en komst ekki lengra. „Af hverju eru þið að horfa svona á mig,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er vesen,“ skaut Hörður inn í. „Ég er að reyna að svara þessu veseni,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá þau reyna að komast að því hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins missir sæti í byrjunarliðinu og hvaða áhrif koma Söru Rúnar hefur. Það er ljós að hún tekur mikið til sín og það kallar á það að aðrir leikmenn þurfa eitthvað að stíga til baka. Klippa: Körfuboltakvöld: Heimkoma Söru Rúnar til Keflavíkur
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga