Mikið hefur verið fjallað um framtíð fyrrum Liverpool fyrirliðans síðustu vikur en hann hefur verið sagður óánægður í landinu og átt erfitt með að aðlagast deildinni.
Ajax hefur mikið verið orðað við leikmanninn síðustu vikur en í gær var það staðfest að hann fengi að segja upp samningi sínum við sadi-arabíska liðið.
Henderson er nú við það að fá félagsskipti sín í gegn til Ajax en hann var að klára læknisskoðun hjá félaginu samkvæmt ítalska fréttamanninum, Fabrizio Romano.
Jordan Henderson completed medical tests as new Ajax player, all set to be signed now. pic.twitter.com/xe9HjG4JAh
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 18, 2024