Mótmælir stofnun Palestínuríkis að loknum átökum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 06:27 Benjamín Netanjahú segir ekki koma til greina að taka upp tveggja ríkja lausnina að loknum átökum. AP Photo/Ohad Zwigenberg Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segist hafa mótmælt því við Bandaríkin að Palestínuríki verði stofnað þegar átökunum á Gasaströndinni lýkur. Um 25 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir á Gasa frá því í október. Netanjahú tilkynnti þess afstöðu sína á blaðamannafundi í gær þar sem hann hét því jafnframt að innrásin á Gasa haldi áfram þar til „alger sigur“ hefur náðst. Hann bætti því við að það fælist í því að uppræta Hamas-samtökin alveg og endurheimta ísraelska gísla, sem gæti tekið marga mánuði í viðbót. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa hafa nærri 25 þúsund fallið frá upphafi árása Ísrael í október og 85% prósent íbúa strandarinnar eru sögð á vergangi. Ísraelar hafa sætt nokkrum þrýstingi, sérstaklega undanfarnar vikur, að setjast við samningsborðið og draga fram tveggja ríkja lausnina. Bæði andstæðingar Ísrael hafa verið í þessum flokki en líka bestu bandamenn, það er að segja Bandaríkin. Tveggja ríkja lausnin felst í því að Ísrael og Palestína lifi í sátt og samlyndi og hefur þessi lausn verið til umræðu í nokkra áratugi. Flestir hafa vonast til þess að ráðamenn í Ísrael sjái það að tveggja ríkja lausnin sé sú eina, í bili að minnsta kosti, sem er í boði til að stöðva blóðbaðið sem nú er á Gasa. Netanjahú virðist þó síður en svo viljugur til að láta undan. Hann sagði á blaðamannafundinum í gær að Ísrael verði að ráða ríkjum á öllu því landi sem finna megi vestan Jórdanár, sem telur auðvitað landsvæði Palestínu. „Þetta er nauðsynleg krafa og er í andstöðu við hugmyndina um palestínskt fullveldi. Hvað annað á að gera? Ég hef sagt amerískum vinum okkar þetta og ég hef líka lokað á allar tilraunir þeirra til þvinga okkur í aðstæður sem myndu stofna öryggi Ísraels í hættu,“ sagði Netanjahú. Orð Netanjahú koma ekkert sérstaklega á óvart enda hefur hann á öllum sínum stjórnmálaferli mótmælt Palestínuríki. Í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis stoltur yfir að hann hefði komið í veg fyrir stofnun Palestínuríkis hefði hann getað það. Það kemur hins vegar á óvart að hann skuli mótmæla afstöðu Bandaríkjanna svo harkalega opinberlega. Bandaríkin hafa undanfarna mánuði verið fremst í flokki til að verja rétt Ísraels til varna en eftir því sem mannfall á Gasaströndinni hefur aukist og aðstæður þar verða skelfilegri hafa vestræn stjórnvöld kallað eftir því að Ísrael haldi aftur af sér. Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Netanjahú tilkynnti þess afstöðu sína á blaðamannafundi í gær þar sem hann hét því jafnframt að innrásin á Gasa haldi áfram þar til „alger sigur“ hefur náðst. Hann bætti því við að það fælist í því að uppræta Hamas-samtökin alveg og endurheimta ísraelska gísla, sem gæti tekið marga mánuði í viðbót. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa hafa nærri 25 þúsund fallið frá upphafi árása Ísrael í október og 85% prósent íbúa strandarinnar eru sögð á vergangi. Ísraelar hafa sætt nokkrum þrýstingi, sérstaklega undanfarnar vikur, að setjast við samningsborðið og draga fram tveggja ríkja lausnina. Bæði andstæðingar Ísrael hafa verið í þessum flokki en líka bestu bandamenn, það er að segja Bandaríkin. Tveggja ríkja lausnin felst í því að Ísrael og Palestína lifi í sátt og samlyndi og hefur þessi lausn verið til umræðu í nokkra áratugi. Flestir hafa vonast til þess að ráðamenn í Ísrael sjái það að tveggja ríkja lausnin sé sú eina, í bili að minnsta kosti, sem er í boði til að stöðva blóðbaðið sem nú er á Gasa. Netanjahú virðist þó síður en svo viljugur til að láta undan. Hann sagði á blaðamannafundinum í gær að Ísrael verði að ráða ríkjum á öllu því landi sem finna megi vestan Jórdanár, sem telur auðvitað landsvæði Palestínu. „Þetta er nauðsynleg krafa og er í andstöðu við hugmyndina um palestínskt fullveldi. Hvað annað á að gera? Ég hef sagt amerískum vinum okkar þetta og ég hef líka lokað á allar tilraunir þeirra til þvinga okkur í aðstæður sem myndu stofna öryggi Ísraels í hættu,“ sagði Netanjahú. Orð Netanjahú koma ekkert sérstaklega á óvart enda hefur hann á öllum sínum stjórnmálaferli mótmælt Palestínuríki. Í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis stoltur yfir að hann hefði komið í veg fyrir stofnun Palestínuríkis hefði hann getað það. Það kemur hins vegar á óvart að hann skuli mótmæla afstöðu Bandaríkjanna svo harkalega opinberlega. Bandaríkin hafa undanfarna mánuði verið fremst í flokki til að verja rétt Ísraels til varna en eftir því sem mannfall á Gasaströndinni hefur aukist og aðstæður þar verða skelfilegri hafa vestræn stjórnvöld kallað eftir því að Ísrael haldi aftur af sér.
Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47
Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14
Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“