Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2024 08:27 Unnið er að því að koma varaaflsstöð Landsnets aftur í bæinn til að fá rafmagn á bæinn. Vísir/Björn Steinbekk Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. „Það er búið að vera rafmagnslaust síðan 7.15 í morgun og virðist sem svo að stofnstrengurinn sem liggur undir hrauninu frá Svartsengi til Grindavíkur hafi gefið sig,“ segir Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi HS Veitna sem sér um dreifingu rafmagns í Grindavík. Hún segir unnið að því að koma á rafmagni með varaaflsstöð Landsnets. Birna Lárusdóttur, upplýsingafulltrúi HS Orku, segir allt með felldu í orkuverinu í Svartsengi. „Það er verið að flytja varaaflsstöð Landsnets aftur í bæinn,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, og að hún eigi von á því að rafmagn verði komið aftur á síðar í dag. „Það er verið að vinna í þessu. Það tekur líklega nokkurn tíma að tengja varaaflstöðina en vonandi kemst rafmagn aftur á þá,“ segir Hjördís. Rafmagn og heitt vatn fóru af bænum um síðustu helgi þegar byrjaði að gjósa við bæinn. Búið var að koma á heitu vatni og rafmagni á stærstan hluta bæjarins þegar rafmagnið fór svo aftur í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. 18. janúar 2024 22:12 Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
„Það er búið að vera rafmagnslaust síðan 7.15 í morgun og virðist sem svo að stofnstrengurinn sem liggur undir hrauninu frá Svartsengi til Grindavíkur hafi gefið sig,“ segir Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi HS Veitna sem sér um dreifingu rafmagns í Grindavík. Hún segir unnið að því að koma á rafmagni með varaaflsstöð Landsnets. Birna Lárusdóttur, upplýsingafulltrúi HS Orku, segir allt með felldu í orkuverinu í Svartsengi. „Það er verið að flytja varaaflsstöð Landsnets aftur í bæinn,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, og að hún eigi von á því að rafmagn verði komið aftur á síðar í dag. „Það er verið að vinna í þessu. Það tekur líklega nokkurn tíma að tengja varaaflstöðina en vonandi kemst rafmagn aftur á þá,“ segir Hjördís. Rafmagn og heitt vatn fóru af bænum um síðustu helgi þegar byrjaði að gjósa við bæinn. Búið var að koma á heitu vatni og rafmagni á stærstan hluta bæjarins þegar rafmagnið fór svo aftur í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. 18. janúar 2024 22:12 Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
„Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. 18. janúar 2024 22:12
Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42
Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21