Reiðilestur Keane um mjúka United menn stal fyrirsögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 11:30 Roy Keane vinnur sem sérfræðingur í sjónvarpi en nú er hann alveg kominn með nóg af ástandinu hjá sínu gamla félagi. Getty/Richard Sellers Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, stal fyrirsögnunum á baksíðum margra enskra blaða í morgun en hann hraunar þar yfir sitt gamla félag. Keane segir miklu auðveldara að mæta United í dag heldur en hér á árum áður. Hann segir að félagið sé orðið ‚soft' eins og hann kallar það og að enginn andstæðingur óttist það lengur að spila á móti United. Blöð eins og Daily Express, Daily Star og Daily Mirror slá þessu öll upp á baksíðum sínum í morgun. Það er mikil pressa á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag enda hefur liðið þegar tapað fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Keane varð sjö sinnum enskur meistari með United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Félagið hefur ekki orðið meistari síðan 2013. „Þið eruð Manchester United og byrðin er á ykkur, meira að segja þegar þið erum á heimavelli. Sýnið vöðvana og það sem er mikilvægara látið andstæðinga ykkar óttast ykkur á ný. Þegar liðin mæta United í dag þá óttast þau ekki liðið lengur. Ég held að liðin hafi bara gaman af því að mæta á Old Trafford og njóta þess að spila þar,“ sagði Roy Keane. „Þeir spila ekki saman sem lið og ég veit ekki hvort leikmenn séu hreinlega að kaupa hugmyndir knattspyrnustjórans. Þegar þú sérð United þá veistu ekki á hverju er von. Ég horfði á leik þeirra á móti Wigan í síðustu viku og bjóst við því að þeir gætu skorað fjögur eða fimm mörk,“ sagði Keane. „Meira segja í þeim leik þurftu þeir vítaspyrnu til þess að koma boltanum yfir línuna. Þeir voru ekki góðir með boltann. Það er líka eins og þeir séu ekki nægilega miklir íþróttamenn,“ sagði Keane. Hann vill líka sjá meiri persónuleika frá knattspyrnustjóranum sem þykir með þeim þurrari í boltanum. Hér fyrir neðan má sjá baksíður blaðanna í morgun. Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Keane segir miklu auðveldara að mæta United í dag heldur en hér á árum áður. Hann segir að félagið sé orðið ‚soft' eins og hann kallar það og að enginn andstæðingur óttist það lengur að spila á móti United. Blöð eins og Daily Express, Daily Star og Daily Mirror slá þessu öll upp á baksíðum sínum í morgun. Það er mikil pressa á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag enda hefur liðið þegar tapað fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Keane varð sjö sinnum enskur meistari með United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Félagið hefur ekki orðið meistari síðan 2013. „Þið eruð Manchester United og byrðin er á ykkur, meira að segja þegar þið erum á heimavelli. Sýnið vöðvana og það sem er mikilvægara látið andstæðinga ykkar óttast ykkur á ný. Þegar liðin mæta United í dag þá óttast þau ekki liðið lengur. Ég held að liðin hafi bara gaman af því að mæta á Old Trafford og njóta þess að spila þar,“ sagði Roy Keane. „Þeir spila ekki saman sem lið og ég veit ekki hvort leikmenn séu hreinlega að kaupa hugmyndir knattspyrnustjórans. Þegar þú sérð United þá veistu ekki á hverju er von. Ég horfði á leik þeirra á móti Wigan í síðustu viku og bjóst við því að þeir gætu skorað fjögur eða fimm mörk,“ sagði Keane. „Meira segja í þeim leik þurftu þeir vítaspyrnu til þess að koma boltanum yfir línuna. Þeir voru ekki góðir með boltann. Það er líka eins og þeir séu ekki nægilega miklir íþróttamenn,“ sagði Keane. Hann vill líka sjá meiri persónuleika frá knattspyrnustjóranum sem þykir með þeim þurrari í boltanum. Hér fyrir neðan má sjá baksíður blaðanna í morgun.
Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira