Nauðgað tveggja til níu ára: „Við þurfum samt líka að trúa strákunum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. janúar 2024 08:01 Jokka G. Birnudóttir, ráðgjafi þolenda ofbeldis, var misnotuð af nánum fjölskyldumeðlimi þegar hún var barn. Jokka tók eftir því löngu síðar að miðað við tölfræðina, eru alltof fáir karlmenn að stíga fram og leita hjálpar. Þessu vill Jokka breyta því bæði strákar og stelpur eru að lenda í misnotkun. Vísir/RAX „Reyndar veit ég ekki hvers vegna þetta hætti þegar ég var níu ára. Ég hef aldrei spurt hann að því.“ Ha? Hefur þú talað við gerandann? „Já, já,“ svarar Jokka G. Birnudóttir rólega og sýgur inn veipið um leið. „Eitt af því sem er mikilvægt að fólk skilji í svona málum er hversu flókin tilfinningahliðin getur verið. Ég var til dæmis misnotuð af nánum fjölskyldumeðlimi. Fólk slengir samt oft í umræðuna setningum eins og „Það á nú bara að hengja svona menn.“ Fyrir barn og þolendur almennt, geta þetta þó verið erfiðar setningar að heyra. Því þegar það eru náin tengsl við gerendur, er togstreitan mikil hjá þolendum. Þar sem annars vegar maður elskar einhvern og hins vegar getur ekki fyrirgefið viðkomandi. Þetta er eins og marglaga laukur.“ Jokka segir líka mikilvægt að fólk átti sig á hvað skömm þolenda getur verið sterk upplifun og erfið. Eitt af því sem mér lærðist síðar á ævinni, þegar ég starfaði sem ráðgjafi Aflsins á Akureyri fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis, er að þessi skömm er ekki síður mjög flókið fyrirbæri fyrir drengi. Því þeir eru kannski að glíma við að líkaminn þeirra brást þeim. Þeir geta upplifað að þeim rís hold, fá standpínu og jafnvel sáðlát. Getur þú ímyndað þér hversu erfitt þetta er fyrir stráka að takast á við? Í ofanálag við allt annað….“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, bata, sorg, aldurstengd mál og fleira. Í dag lærum við meira um hvaða áhrif og birtingarmyndir afleiðinga kynferðisleg misnotkun á börnum getur haft. Eitt af því sem er sláandi við sögu Jokku er að þegar hún kærði, gekkst gerandinn við brotunum í skýrslutöku lögreglu. En það dugði ekki til. Málið var fyrnt og þótt játning lægi fyrir, sagði kerfið NEI.Vísir/RAX Gerandinn játaði en kerfið sagði: Nei Eyfirðingurinn Jokka G. Birnudóttir fæddist árið 1971. Löngu fyrir tíma #metoo eða nokkurrar umræðu um að eitthvað sem kallast kynferðisleg misnotkun barna væri til. „Ég held að ég hafi haldið að þetta ætti að vera svona,“ segir Jokka og vísar þar ekki aðeins til gerandans fyrrnefnda, heldur einnig fimm einstaklinga sem hún segir að hafi farið yfir mörkin þegar hún var unglingur eða ung kona. „Ég er ekki að tala um að þeir hafi nauðgað mér, alls ekki. En þeir fóru yfir mörkin, það er klárt. Maður bara var ekkert að tala um það, því svona var þetta þá.“ Ofbeldið sem Jokka varð fyrir sem ungt barn, var hins vegar af verstu gerð og mjög reglubundið. Erum við að tala um að þér hafi þá verið nauðgað fyrir 9 ára aldurinn? „Já.“ Veistu hvenær brotin urðu það gróf að hann var farinn að nauðga þér? „Já, þegar ég var tveggja ára.“ Blaðamanni setur hljóðan. Og hefur hann eitthvað reynt að skýra út fyrir þér hvað fékk hann eiginlega til að gera þetta. Er útskýringin hans að hann sé haldinn barnagirnd eða? „Nei. Hann hefur aldrei sagt að hann sé haldinn barnagirnd. Og ég held ekki að hann hafi neina skýringu fyrir sjálfan sig né aðra. Hann játaði samt nánast öll brotin þegar ég kærði hann.“ Gerandi Jokku hefur samt aldrei hlotið dóm, en Jokka kærði hann þegar hún var 19 ára. Fór þetta ekkert lengra þar sem játning gerandans lá fyrir? „Nei það skiptir engu máli. Ef brot teljast fyrnd samkvæmt lögum, hefur það ekkert að segja þótt gerendur játi öll brot fyrir yfirvöldum. Kerfið segir samt NEI.“ Það er þyngra en tárum tekur að hlusta á Jokku lýsa því hvernig henni leið sem barn. Án þess þó að skilja sína vanlíðan sjálf. Tólf ára var hún við það að taka sitt eigið líf. En hætti við, til að auka ekki álagið á mömmu sína.Vísir/RAX Tilbúin til að taka í byssugikkinn 12 ára Jokka er eitt þeirra barna sem virðist hafa fundið sér flóttaleið strax sem barn. Þar sem tilfinningin er eins og að ,,fara út úr líkamanum.“ Flestar minningarnar um misnotkunina komu fram þegar hún var 16 ára og síðar. Fyrsta minningin er reyndar hjá vinkonu hennar, sem Jokka trúði fyrir þegar þær voru 9 ára, hvernig verið væri að brjóta á henni. Vinkonan fékk sjokk og þegar blaðamaður ræddi við hana sagðist hún einfaldlega hafa verið í áfalli í mörg ár eftir þetta samtal. Fram að því hafði hún ekki vitað að nokkur myndi gera þetta við börn. Þær vinkonurnar ræddu þetta þó ekki aftur. „Ég var rosalega stillt barn og man þá tilfinningu enn að reyna alltaf að sjást ekki, að láta sem minnst taka eftir mér. Vera bara þæg og fokking næs alltaf. Ég var samt alltaf hrædd, alltaf kvíðin og leið alltaf illa.“ Tólf ára ákvað Jokka að taka sitt eigið líf. Ég bjó í sveit og hafði aðgang að byssu. Ég undirbjó þetta vel og einn daginn fór ég inn í hjónaherbergi með byssuna og ætlaði að láta verða að því. Þarna sat ég, tilbúin að taka í gikkinn þegar ég sá allt í einu fyrir mér að ef ég gerði þetta, þyrfti mamma að þrífa allt eftir mig. Og það vildi ég ekki.“ Sextán ára flutti Jokka að heiman. Og fljótlega eignaðist hún fyrsta alvöru kærastann sinn, þann sem hún eignaðist sitt fyrsta barn með síðar. „Kynlíf var mér samt ekki auðvelt. Ég hafði átt kærasta sem unglingur áður en gerði aldrei neitt í þessa veru með þeim. Gat hreinlega ekki hugsað mér það. En þegar ég byrjaði með þessum vissi ég að ég yrði að láta verða af því. Svona ef ég ætlaði nú að halda í hann…,“ segir Jokka og brosir. Jokka segir þennan kærasta og síðar barnsfaðir hafa reynst henni rosalega vel. Því þegar þau byrjuðu að stunda kynlíf helltust flestar minningarnar yfir Jokku, ein af annarri og skelfingin tók við. „Það má segja að hann hafi lent í þessu með mér. Því auðvitað hafði þetta mikil áhrif. Og það verður að segjast að hann hafi hjálpað mér mikið í gegnum þetta.“ Þegar Jokka ákvað að kæra, þurfti að fá sérfræðinga að sunnan fyrir skýrslutökuna því mál af þessu tagi voru einfaldlega ekki þekkt á borði lögreglunnar á Akureyri. Eftir að gerandinn var kallaður í skýrslutöku lögreglunnar, hringdi hann í Jokku. „Ég fékk áfall. Því í raun vissi ég að málið færi eflaust ekkert lengra en mér fannst mikilvægt að hann vissi að ég vissi. Enda fleiri börn í kringum hann,“ segir Jokka en tekur fram að hún hafi aldrei vitað til þess að hann hafi brotið á fleiri börnum. Og hvað sagði hann? „Hann spurði mig: Hvers vegna talaðir þú ekki bara beint við mig? Og ég svaraði honum auðvitað, að ég hefði ekkert getað það.“ Þær eru ófáar mótorhjólamyndirnar á Facebook Jokku enda er hún stoltur meðlimur í Sniglunum. Jokka er eldspúari, söngkona, skrifar og leikur og segir sköpun hafa hjálpað henni ótrúlega mikið. Jokka rak Götuleikhús Jokku í þrjú sumur á Akureyri og segir það hafa verið frábæran tíma. Nauðgun í stað viðtals fyrir Stöð 2 Jokka skrifaði sína fyrstu grein um kynferðisofbeldi árið 1988. „Það hefur alltaf brunnið á mér að opna umræðuna enn frekar og vekja athygli á þeirri staðreynd að börn eru að lenda í kynferðislegu ofbeldi.“ Jokka fór síðan í nafnlaust viðtal árið 1992 og árið 2015 opinberaði hún sögu sína í viðtali við DV. Eftir viðtalið árið 1992, bað Stöð 2 hana um að athuga hvort hún gæti ekki fengið einhvern geranda til þess að koma í viðtal, þótt það væri nafnlaust. „Mér fannst ég líka vera algjör nagli á þessum tíma. Var búinn að kæra, skrifa um málefnið, fara í viðtal og allt. Ég var bara algjörlega með‘etta.“ Jokka var skilin og bjó sem einstæð móðir á Akureyri. Á balli hittir hún félaga sinn, einn af þeim fimm sem svo sannarlega hafði farið yfir mörkin þegar þau voru yngri. „Þannig að ég nefni við hann hvort hann sé ekki til í viðtal. Sem hann var alveg til í að skoða.“ Úr varð að eftir ball ákváðu þau að fara heim og ræða málin nánar. ,,Þar vakna ég seinna um nóttina við að hann er að nauðga mér. Ég fraus.“ Jokku leið ömurlega í kjölfarið en hún kærði ekki. „Ég skammaðist mín of mikið. Því ég hafði farið með honum heim sjálfviljug og var undir áhrifum þegar þetta gerðist.“ Afleiðingarnar voru samt alvarlegar. „Í minningunni finnst mér ég í raun hafa misst vitið á þessum tíma og má segja að ég hafi misst son minn vegna þessa. Enda áttaði ég mig á því að ég gat engan veginn séð um lítið barn. Ég gat varla séð um mig sjálfa.“ Föðurforeldrar sonarins tóku hann til sín og síðar fluttist sonurinn til Danmerkur með föður sínum. „Ég get aldrei þakkað föðurforeldrum hans eða föður nægilega mikið fyrir allt sem þau hafa gert fyrir son minn. Við mæðginin erum í góðu sambandi í dag, sem ég er þakklát fyrir og lít alls ekki á sem sjálfgefið. Enda eru góð samskipti við börnin okkar almennt ekkert sjálfgefin. En sonur minn ólst ekki upp hjá mér og ég lít svo á að ég hafi misst hann frá mér.“ Jokka var í smá tíma að skilja hvers vegna læknir sagði hana óvinnufæra vegna verkja í líkamanum. Því sjálf hefur hún engar minningar um að hafa ekki fundið til líkamlega. Enda hófst misnotkunin þegar Jokka var aðeins tveggja ára gömul.Vísir/RAX Sköpun mjög heilandi Eftir þetta, flutti Jokka í Mosfellsbæ. „Ég byrjaði að mála, skrifa og syngja. Ég lærði líka eldspúun og vill meina að í gegnum þessa sköpun er svo mikil heilun.“ Hvers vegna telur þú að sköpun geti hjálpað? „Í sköpun nær maður að komast að kjarnanum í sjálfum sér og í svo langan tíma var ég að reyna að leita hjálpar, því ég vissi að mér ætti ekki að líða eins og mér leið. Ég fór í Stígamót, til sálfræðinga og fleira en þegar ég fór að mála, gerðist eitthvað. Það sama átti við þegar ég fór að syngja, leika eða hlusta á tónlist. Því með sköpuninni náði ég ákveðinni tengingu sem ég náði aldrei í samtalsmeðferðum hjá fagaðila.“ Jokka gaf meira að segja út tvær ljóðabækur á þessum tíma, en segir frá því hálf hlæjandi: „Já ég gluggaði eitthvað í þær um daginn og þær eru svo svakalega þunglyndislegar að ég myndi ekki leyfa nokkurri manneskju að sjá þær í dag! En á þessum tíma var ég bara að moka og moka. Reyna að finna leið til að líða betur.“ Aftur hélt Jokka norður á Akureyri og hélt þar úti götuleikhúsi Jokku í þrjú sumur sem hún segir hafa verið frábæran tíma. Þá bjó hún um tíma á Reyðarfirði, þá gift og dæturnar orðnar tvær og Jokka í fjórum vinnum. „Þá gerist það að ég dett á rassinn og verð í kjölfarið 75% öryrki,“ segir Jokka og brosir í kampinn. Vegna hálku? „Nei, ég dett og verð óvinnufær og svo vel vildi til að læknir hafði áformað þá þegar að ég færi í Kristnes í endurhæfingu því ég var alltaf svo verkjuð alls staðar. Á Kristnesi fer ég því eftir að ég dett og bjóst ekki við öðru en að snúa heim og fara þá aftur að vinna. Sem læknirinn þar tilkynnti mér að væri mjög fjarri lagi. Sem ég svo sem skildi ekki þá því að ég hafði verið mikið verkjuð í líkamanum frá því að ég mundi eftir mér og var því ekki alveg að skilja hvers vegna hann taldi það svona óvenjulegt.“ Síðar meir segist Jokka hafa sannfærst um að allt helst í hendur: Hugur, líkami og sál. „Þegar ég fékk krabbamein 37 ára í eggjastokkana sannfærðist ég endanlega um að ef maður heilar ekki sárin sín og sálina, gefur líkaminn sig á endanum og maður veikist.“ Krabbameinið var þó blessunarlega hægt að fjarlægja með aðgerð en næst tók við prógram sem Jokka segist gjarnan tala um að hafi skipt sköpum fyrir sig. „Dr. Sigrún Sigurðardóttir á Akureyri spurði mig hvort ég vildi taka þátt í meðferðarprógraminu Gæfuspor sem hún hannaði. Þetta var tíu vikna prógram sem byggði bæði á hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum.“ Hefðbundnar aðferðir voru til dæmis samtöl við sálfræðing á meðan annað fólst til dæmis í höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferð, jóga og fleira. Jokka tekur dæmi um leið sem hjálpaði henni. En það var þegar flóttaleiðin svo kallaða uppgötvaðist. „Sú sem var með mig í í höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferð tók eftir því að alltaf þegar umræðuefnið var erfitt var eins og ég feidaði út. Og að það virtist einhvern veginn gerast vinstra megin hjá mér.“ Í kjölfarið á þessari uppgötvun, náði Jokka að vinna í því að loka flóttaleiðinni sem hún hafði í raun búið sér til sem barn. „Sem var erfitt því þessari flóttaleið vildi ég ekkert loka í fyrstu. Hún var mér svo mikið öryggi,“ útskýrir Jokka. Hún segir miður að hennar mati að ekki hafi gefist fjármagn lengi til að vinna með Gæfuspori Sigrúnar. „Ég hef ekkert nema gott um sálfræðinga að segja. En samtalsmeðferðir við sálfræðing er alls ekki leið sem hentar öllum.“ Sjálf starfar Jokka sem sjálfstæður ráðgjafi fyrir þolendur ofbeldis og í hlutastarfi á Krýsuvík. Hluti af því sem maður fer í gegnum sem þolandi er að vera alltaf að leita að einhverjum sem skilur mann. Sem eðlilega fagaðilar geta aðeins að vissu marki. Þess vegna er allt öðruvísi að ræða við aðra þolendur og hljóta þannig jafningjastuðning.“ Hjá Aflinu á Akureyri starfaði Jokka áður sem ráðgjafi í um átta ár, en Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Það var í starfinu þar, sem Jokka fór sífellt að beina sjónum sínum meira og meira að drengjum sem eru þolendur. Jokka segir skýringuna þessa: Ein af hverjum fjórum stúlkum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Einn af hverjum sex drengjum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Mun fleiri stúlkur eru hins vegar skjólstæðingar hjá flestum stuðningsaðilum. „Þannig að þegar að ég var hjá Aflinu, fór ég að hugsa: Hvar eru strákarnir? Og áttaði mig þá á því að þeir einfaldlega eru ekki að koma, vegna þess að þeir eru síður að segja frá.“ Sem Jokka telur samt mikilvægt, því auðvitað þurfi þeir aðstoð. „Staða drengja er ekkert auðveld. Þeir eru sífellt að heyra að karlmenn séu brotamenn og gerendur, megi ekki gera þetta eða hitt, eitruð karlmennska og allt það. Síðan er umræða um að þeir kunni ekki að lesa og jafnvel að þeir séu síðri í samskiptum og alls konar,“ segir Jokka. Þessi umræða felur í sér mikið niðurrif. Strákar eru samt að lenda í alls konar. Ekki bara gerendum sem eru fullorðnir því þeim getur líka verið nauðgað. Ég nefni sem dæmi þegar stelpa vill ganga alla leið, en strákurinn ekki. Hún getur beitt fýlustjórnun eða samviskustjórnun og þar sem strákum er innrætt að þeir eigi alltaf að vera graðir og til í tuskið, þá láta þeir kannski tilleiðast en vilja það alls ekki í raun. Á þetta verðum við líka að hlusta.“ Jokka segir að jafn mikilvægt og það sé að styðja enn betur við allar forvarnir og stuðning við konur og stúlkur sem eru þolendur ofbeldis, megi það þó ekki bitna á þeim drengjum eða karlmönnum, sem líka þurfi aðstoð. Jokka starfar sem sjálfstæður ráðgjafi þolenda ofbeldis en einnig í hlutastarfi á Krýsuvík. Hún lítur á ráðgjöfina sína við þolendur sem jafningjastuðning í formi fyrstu hjálpar. Enda dæmi hún engan. Jokka segir vegferðina áhugaverða en erfiða. En er sátt við það hver hún er í dag og þakklát fyrir svo margt skemmtilegt og jákvætt sem hún hefur upplifað um ævina.Vísir/RAX Góðu ráðin: Heilun og heiðarleiki Jokka segir að það að jafna sig á kynferðislegri misnotkun í æsku sé eitthvað sem taki langan tíma. „Ég er enn að fá alls konar flass-bakk og jafnvel eitthvað nýtt að rifjast upp, síðast var það árið 2014,“ segir Jokka og bætir við að hún sé sannfærð um að það séu ákveðin varnarviðbrögð hjá heilanum að láta börn oft gleyma og fá aðeins til sín minningar í skömmtum. Annað væri einfaldlega of skelfilegt. Margt gott hefur þó áunnist í gegnum tíðina. Til dæmis segir Jokka að það hafi alltaf hjálpað sér að hjálpa öðrum, það sé hluti af því góða við að starfa sem ráðgjafi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Ég tala oft um tímann fyrir Gæfusporin hennar Sigrúnar og eftir. Það til dæmis opnaðist alveg fyrir tjáninguna mína, eftir að við fórum í orkustöðvarhreinsun. Ég náði líka ákveðnu jafnvægi líkamlega því að fyrir Gæfuspor var ég gjörn á að hitta ekki í gegnum hurðar og alltaf að missa leirtau. Þetta hætti og ég náði miklu meira jafnvægi í mínar hreyfingar.“ Aðspurð um hvort við séum að gera nóg, bendir Jokka á að eins og margir aðilar eru reglulega að benda á, séu of oft góð verkefni sem stöðvast vegna þess að það vantar fjármagn. Þá segir hún það í bland góða þróun að nú sé fólk orðið svo menntað í fræðunum að til þess að fá fjármagn í stuðning við þolendur, þarf menntun að koma til. „Það má samt ekki vera á kostnað þess að þolendur hljóti ekki jafningjastuðning.“ Eitt sem Jokka segir líka mikilvægt í umræðunni um þolendur. Og það er að hluti af því að takast á við ofbeldið er að vera heiðarlegur við sjálfan sig. „Þetta þýðir að maður þarf að játa á sig ýmislegt sem maður er ekki stoltur af. Sjálf fór ég svo sem ekki í neyslu vímuefnagjafa, sem ég vissulega skil að margir leiti í. En ég hef orðið uppvís að því að beita fólki andlegu ofbeldi með fýlustjórnun og fleiru. Um tíma upplifði ég mig líka sem fórnarlamb. Fannst að allir ættu að vera góðir við mig og svo framvegis. Það eru því ýmsar birtingarmyndir sem maður þarf sjálfur að horfast í augu við.“ Í samtali við Jokku er þó áberandi að það er hvergi að finna neina beiskju né reiði. „Nei, ég myndi frekar segja að þessi vegferð hafi verið áhugaverð og þótt hún hafi oft verið erfið, þá er þetta líka eitthvað sem hefur mótað mig mikið og ég er ekkert ósátt við það hver ég er í dag. Mér finnst líka mikilvægt að fólk átti sig á því að þú berð ekki ábyrgð á því sem kemur fyrir þig. En þú berð ábyrgð á því hvernig þú vinnur úr því,“ segir Jokka og bætir við: „Mér finnst ég líka heppin með margt. Ekki aðeins hef ég gert marga skemmtilega hluti í gegnum tíðina, heldur hef ég líka kynnst ótrúlega mörgu góðu fólki og er þakklát fyrir það tækifæri í lífinu að hafa kynnst mörgum einstaklingum sem eru sannkallaðar hetjur.“ Í dag býr Jokka í Mosfellsbæ. Meira að segja í sama húsinu og hún bjó í á sínum tíma þegar hún flutti frá Akureyri. Börn Jokku eru uppkomin og barnabörnin orðin þrjú. Stefnan er sett á að læra sálgæslu og að sinna áfram forvarnarstarfi og ráðgjöf fyrir þolendur ofbeldis. Sem hún gerir sem sjálfstæður ráðgjafi, til viðbótar við að starfa í hlutastarfi í Krýsuvík. Þá er hún mjög virkur meðlimur í Sniglunum, mótorhjólakona með meiru. En ég hef farið í gegnum þetta allt og þess vegna dæmi ég engan sem til mín leitar. Fyrsta skrefið er samt að segja frá og þar legg ég áherslu á að við þurfum samt líka að trúa strákunum. Því það eru bæði strákar og stelpur að lenda í þessu.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Geðheilbrigði Heilsa Góðu ráðin Fjölskyldumál Tengdar fréttir Áskorun '23: „Þú hefur nú alltaf verið dekruð og fengið allt upp í hendurnar“ Það er enginn einstaklingur né fjölskylda undanskilin því að þurfa að takast á við alls kyns áskoranir. Allt frá því að glíma við vanlíðan og sjálfið okkar, yfir í samskiptaörðugleika, veikindi fjölskyldumeðlims, sorg, ofbeldi, fíkn og fleira. 11. janúar 2024 07:00 Áskorun '23: „Ég var búin að lifa það versta“ Það sem einkennir viðmælendur Áskorunar er styrkleiki. Enda fólk sem hefur farið í gegnum margt og er tilbúið til þess að miðla af reynslu sinni, öðrum til góðs. 10. janúar 2024 07:01 „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01 Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01 Skömm: „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi“ Hvernig ert þú í stakk búin/n til að takast á við áföll? Hver er bakgrunnurinn þinn? 3. desember 2023 08:01 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Ha? Hefur þú talað við gerandann? „Já, já,“ svarar Jokka G. Birnudóttir rólega og sýgur inn veipið um leið. „Eitt af því sem er mikilvægt að fólk skilji í svona málum er hversu flókin tilfinningahliðin getur verið. Ég var til dæmis misnotuð af nánum fjölskyldumeðlimi. Fólk slengir samt oft í umræðuna setningum eins og „Það á nú bara að hengja svona menn.“ Fyrir barn og þolendur almennt, geta þetta þó verið erfiðar setningar að heyra. Því þegar það eru náin tengsl við gerendur, er togstreitan mikil hjá þolendum. Þar sem annars vegar maður elskar einhvern og hins vegar getur ekki fyrirgefið viðkomandi. Þetta er eins og marglaga laukur.“ Jokka segir líka mikilvægt að fólk átti sig á hvað skömm þolenda getur verið sterk upplifun og erfið. Eitt af því sem mér lærðist síðar á ævinni, þegar ég starfaði sem ráðgjafi Aflsins á Akureyri fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis, er að þessi skömm er ekki síður mjög flókið fyrirbæri fyrir drengi. Því þeir eru kannski að glíma við að líkaminn þeirra brást þeim. Þeir geta upplifað að þeim rís hold, fá standpínu og jafnvel sáðlát. Getur þú ímyndað þér hversu erfitt þetta er fyrir stráka að takast á við? Í ofanálag við allt annað….“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, bata, sorg, aldurstengd mál og fleira. Í dag lærum við meira um hvaða áhrif og birtingarmyndir afleiðinga kynferðisleg misnotkun á börnum getur haft. Eitt af því sem er sláandi við sögu Jokku er að þegar hún kærði, gekkst gerandinn við brotunum í skýrslutöku lögreglu. En það dugði ekki til. Málið var fyrnt og þótt játning lægi fyrir, sagði kerfið NEI.Vísir/RAX Gerandinn játaði en kerfið sagði: Nei Eyfirðingurinn Jokka G. Birnudóttir fæddist árið 1971. Löngu fyrir tíma #metoo eða nokkurrar umræðu um að eitthvað sem kallast kynferðisleg misnotkun barna væri til. „Ég held að ég hafi haldið að þetta ætti að vera svona,“ segir Jokka og vísar þar ekki aðeins til gerandans fyrrnefnda, heldur einnig fimm einstaklinga sem hún segir að hafi farið yfir mörkin þegar hún var unglingur eða ung kona. „Ég er ekki að tala um að þeir hafi nauðgað mér, alls ekki. En þeir fóru yfir mörkin, það er klárt. Maður bara var ekkert að tala um það, því svona var þetta þá.“ Ofbeldið sem Jokka varð fyrir sem ungt barn, var hins vegar af verstu gerð og mjög reglubundið. Erum við að tala um að þér hafi þá verið nauðgað fyrir 9 ára aldurinn? „Já.“ Veistu hvenær brotin urðu það gróf að hann var farinn að nauðga þér? „Já, þegar ég var tveggja ára.“ Blaðamanni setur hljóðan. Og hefur hann eitthvað reynt að skýra út fyrir þér hvað fékk hann eiginlega til að gera þetta. Er útskýringin hans að hann sé haldinn barnagirnd eða? „Nei. Hann hefur aldrei sagt að hann sé haldinn barnagirnd. Og ég held ekki að hann hafi neina skýringu fyrir sjálfan sig né aðra. Hann játaði samt nánast öll brotin þegar ég kærði hann.“ Gerandi Jokku hefur samt aldrei hlotið dóm, en Jokka kærði hann þegar hún var 19 ára. Fór þetta ekkert lengra þar sem játning gerandans lá fyrir? „Nei það skiptir engu máli. Ef brot teljast fyrnd samkvæmt lögum, hefur það ekkert að segja þótt gerendur játi öll brot fyrir yfirvöldum. Kerfið segir samt NEI.“ Það er þyngra en tárum tekur að hlusta á Jokku lýsa því hvernig henni leið sem barn. Án þess þó að skilja sína vanlíðan sjálf. Tólf ára var hún við það að taka sitt eigið líf. En hætti við, til að auka ekki álagið á mömmu sína.Vísir/RAX Tilbúin til að taka í byssugikkinn 12 ára Jokka er eitt þeirra barna sem virðist hafa fundið sér flóttaleið strax sem barn. Þar sem tilfinningin er eins og að ,,fara út úr líkamanum.“ Flestar minningarnar um misnotkunina komu fram þegar hún var 16 ára og síðar. Fyrsta minningin er reyndar hjá vinkonu hennar, sem Jokka trúði fyrir þegar þær voru 9 ára, hvernig verið væri að brjóta á henni. Vinkonan fékk sjokk og þegar blaðamaður ræddi við hana sagðist hún einfaldlega hafa verið í áfalli í mörg ár eftir þetta samtal. Fram að því hafði hún ekki vitað að nokkur myndi gera þetta við börn. Þær vinkonurnar ræddu þetta þó ekki aftur. „Ég var rosalega stillt barn og man þá tilfinningu enn að reyna alltaf að sjást ekki, að láta sem minnst taka eftir mér. Vera bara þæg og fokking næs alltaf. Ég var samt alltaf hrædd, alltaf kvíðin og leið alltaf illa.“ Tólf ára ákvað Jokka að taka sitt eigið líf. Ég bjó í sveit og hafði aðgang að byssu. Ég undirbjó þetta vel og einn daginn fór ég inn í hjónaherbergi með byssuna og ætlaði að láta verða að því. Þarna sat ég, tilbúin að taka í gikkinn þegar ég sá allt í einu fyrir mér að ef ég gerði þetta, þyrfti mamma að þrífa allt eftir mig. Og það vildi ég ekki.“ Sextán ára flutti Jokka að heiman. Og fljótlega eignaðist hún fyrsta alvöru kærastann sinn, þann sem hún eignaðist sitt fyrsta barn með síðar. „Kynlíf var mér samt ekki auðvelt. Ég hafði átt kærasta sem unglingur áður en gerði aldrei neitt í þessa veru með þeim. Gat hreinlega ekki hugsað mér það. En þegar ég byrjaði með þessum vissi ég að ég yrði að láta verða af því. Svona ef ég ætlaði nú að halda í hann…,“ segir Jokka og brosir. Jokka segir þennan kærasta og síðar barnsfaðir hafa reynst henni rosalega vel. Því þegar þau byrjuðu að stunda kynlíf helltust flestar minningarnar yfir Jokku, ein af annarri og skelfingin tók við. „Það má segja að hann hafi lent í þessu með mér. Því auðvitað hafði þetta mikil áhrif. Og það verður að segjast að hann hafi hjálpað mér mikið í gegnum þetta.“ Þegar Jokka ákvað að kæra, þurfti að fá sérfræðinga að sunnan fyrir skýrslutökuna því mál af þessu tagi voru einfaldlega ekki þekkt á borði lögreglunnar á Akureyri. Eftir að gerandinn var kallaður í skýrslutöku lögreglunnar, hringdi hann í Jokku. „Ég fékk áfall. Því í raun vissi ég að málið færi eflaust ekkert lengra en mér fannst mikilvægt að hann vissi að ég vissi. Enda fleiri börn í kringum hann,“ segir Jokka en tekur fram að hún hafi aldrei vitað til þess að hann hafi brotið á fleiri börnum. Og hvað sagði hann? „Hann spurði mig: Hvers vegna talaðir þú ekki bara beint við mig? Og ég svaraði honum auðvitað, að ég hefði ekkert getað það.“ Þær eru ófáar mótorhjólamyndirnar á Facebook Jokku enda er hún stoltur meðlimur í Sniglunum. Jokka er eldspúari, söngkona, skrifar og leikur og segir sköpun hafa hjálpað henni ótrúlega mikið. Jokka rak Götuleikhús Jokku í þrjú sumur á Akureyri og segir það hafa verið frábæran tíma. Nauðgun í stað viðtals fyrir Stöð 2 Jokka skrifaði sína fyrstu grein um kynferðisofbeldi árið 1988. „Það hefur alltaf brunnið á mér að opna umræðuna enn frekar og vekja athygli á þeirri staðreynd að börn eru að lenda í kynferðislegu ofbeldi.“ Jokka fór síðan í nafnlaust viðtal árið 1992 og árið 2015 opinberaði hún sögu sína í viðtali við DV. Eftir viðtalið árið 1992, bað Stöð 2 hana um að athuga hvort hún gæti ekki fengið einhvern geranda til þess að koma í viðtal, þótt það væri nafnlaust. „Mér fannst ég líka vera algjör nagli á þessum tíma. Var búinn að kæra, skrifa um málefnið, fara í viðtal og allt. Ég var bara algjörlega með‘etta.“ Jokka var skilin og bjó sem einstæð móðir á Akureyri. Á balli hittir hún félaga sinn, einn af þeim fimm sem svo sannarlega hafði farið yfir mörkin þegar þau voru yngri. „Þannig að ég nefni við hann hvort hann sé ekki til í viðtal. Sem hann var alveg til í að skoða.“ Úr varð að eftir ball ákváðu þau að fara heim og ræða málin nánar. ,,Þar vakna ég seinna um nóttina við að hann er að nauðga mér. Ég fraus.“ Jokku leið ömurlega í kjölfarið en hún kærði ekki. „Ég skammaðist mín of mikið. Því ég hafði farið með honum heim sjálfviljug og var undir áhrifum þegar þetta gerðist.“ Afleiðingarnar voru samt alvarlegar. „Í minningunni finnst mér ég í raun hafa misst vitið á þessum tíma og má segja að ég hafi misst son minn vegna þessa. Enda áttaði ég mig á því að ég gat engan veginn séð um lítið barn. Ég gat varla séð um mig sjálfa.“ Föðurforeldrar sonarins tóku hann til sín og síðar fluttist sonurinn til Danmerkur með föður sínum. „Ég get aldrei þakkað föðurforeldrum hans eða föður nægilega mikið fyrir allt sem þau hafa gert fyrir son minn. Við mæðginin erum í góðu sambandi í dag, sem ég er þakklát fyrir og lít alls ekki á sem sjálfgefið. Enda eru góð samskipti við börnin okkar almennt ekkert sjálfgefin. En sonur minn ólst ekki upp hjá mér og ég lít svo á að ég hafi misst hann frá mér.“ Jokka var í smá tíma að skilja hvers vegna læknir sagði hana óvinnufæra vegna verkja í líkamanum. Því sjálf hefur hún engar minningar um að hafa ekki fundið til líkamlega. Enda hófst misnotkunin þegar Jokka var aðeins tveggja ára gömul.Vísir/RAX Sköpun mjög heilandi Eftir þetta, flutti Jokka í Mosfellsbæ. „Ég byrjaði að mála, skrifa og syngja. Ég lærði líka eldspúun og vill meina að í gegnum þessa sköpun er svo mikil heilun.“ Hvers vegna telur þú að sköpun geti hjálpað? „Í sköpun nær maður að komast að kjarnanum í sjálfum sér og í svo langan tíma var ég að reyna að leita hjálpar, því ég vissi að mér ætti ekki að líða eins og mér leið. Ég fór í Stígamót, til sálfræðinga og fleira en þegar ég fór að mála, gerðist eitthvað. Það sama átti við þegar ég fór að syngja, leika eða hlusta á tónlist. Því með sköpuninni náði ég ákveðinni tengingu sem ég náði aldrei í samtalsmeðferðum hjá fagaðila.“ Jokka gaf meira að segja út tvær ljóðabækur á þessum tíma, en segir frá því hálf hlæjandi: „Já ég gluggaði eitthvað í þær um daginn og þær eru svo svakalega þunglyndislegar að ég myndi ekki leyfa nokkurri manneskju að sjá þær í dag! En á þessum tíma var ég bara að moka og moka. Reyna að finna leið til að líða betur.“ Aftur hélt Jokka norður á Akureyri og hélt þar úti götuleikhúsi Jokku í þrjú sumur sem hún segir hafa verið frábæran tíma. Þá bjó hún um tíma á Reyðarfirði, þá gift og dæturnar orðnar tvær og Jokka í fjórum vinnum. „Þá gerist það að ég dett á rassinn og verð í kjölfarið 75% öryrki,“ segir Jokka og brosir í kampinn. Vegna hálku? „Nei, ég dett og verð óvinnufær og svo vel vildi til að læknir hafði áformað þá þegar að ég færi í Kristnes í endurhæfingu því ég var alltaf svo verkjuð alls staðar. Á Kristnesi fer ég því eftir að ég dett og bjóst ekki við öðru en að snúa heim og fara þá aftur að vinna. Sem læknirinn þar tilkynnti mér að væri mjög fjarri lagi. Sem ég svo sem skildi ekki þá því að ég hafði verið mikið verkjuð í líkamanum frá því að ég mundi eftir mér og var því ekki alveg að skilja hvers vegna hann taldi það svona óvenjulegt.“ Síðar meir segist Jokka hafa sannfærst um að allt helst í hendur: Hugur, líkami og sál. „Þegar ég fékk krabbamein 37 ára í eggjastokkana sannfærðist ég endanlega um að ef maður heilar ekki sárin sín og sálina, gefur líkaminn sig á endanum og maður veikist.“ Krabbameinið var þó blessunarlega hægt að fjarlægja með aðgerð en næst tók við prógram sem Jokka segist gjarnan tala um að hafi skipt sköpum fyrir sig. „Dr. Sigrún Sigurðardóttir á Akureyri spurði mig hvort ég vildi taka þátt í meðferðarprógraminu Gæfuspor sem hún hannaði. Þetta var tíu vikna prógram sem byggði bæði á hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum.“ Hefðbundnar aðferðir voru til dæmis samtöl við sálfræðing á meðan annað fólst til dæmis í höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferð, jóga og fleira. Jokka tekur dæmi um leið sem hjálpaði henni. En það var þegar flóttaleiðin svo kallaða uppgötvaðist. „Sú sem var með mig í í höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferð tók eftir því að alltaf þegar umræðuefnið var erfitt var eins og ég feidaði út. Og að það virtist einhvern veginn gerast vinstra megin hjá mér.“ Í kjölfarið á þessari uppgötvun, náði Jokka að vinna í því að loka flóttaleiðinni sem hún hafði í raun búið sér til sem barn. „Sem var erfitt því þessari flóttaleið vildi ég ekkert loka í fyrstu. Hún var mér svo mikið öryggi,“ útskýrir Jokka. Hún segir miður að hennar mati að ekki hafi gefist fjármagn lengi til að vinna með Gæfuspori Sigrúnar. „Ég hef ekkert nema gott um sálfræðinga að segja. En samtalsmeðferðir við sálfræðing er alls ekki leið sem hentar öllum.“ Sjálf starfar Jokka sem sjálfstæður ráðgjafi fyrir þolendur ofbeldis og í hlutastarfi á Krýsuvík. Hluti af því sem maður fer í gegnum sem þolandi er að vera alltaf að leita að einhverjum sem skilur mann. Sem eðlilega fagaðilar geta aðeins að vissu marki. Þess vegna er allt öðruvísi að ræða við aðra þolendur og hljóta þannig jafningjastuðning.“ Hjá Aflinu á Akureyri starfaði Jokka áður sem ráðgjafi í um átta ár, en Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Það var í starfinu þar, sem Jokka fór sífellt að beina sjónum sínum meira og meira að drengjum sem eru þolendur. Jokka segir skýringuna þessa: Ein af hverjum fjórum stúlkum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Einn af hverjum sex drengjum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Mun fleiri stúlkur eru hins vegar skjólstæðingar hjá flestum stuðningsaðilum. „Þannig að þegar að ég var hjá Aflinu, fór ég að hugsa: Hvar eru strákarnir? Og áttaði mig þá á því að þeir einfaldlega eru ekki að koma, vegna þess að þeir eru síður að segja frá.“ Sem Jokka telur samt mikilvægt, því auðvitað þurfi þeir aðstoð. „Staða drengja er ekkert auðveld. Þeir eru sífellt að heyra að karlmenn séu brotamenn og gerendur, megi ekki gera þetta eða hitt, eitruð karlmennska og allt það. Síðan er umræða um að þeir kunni ekki að lesa og jafnvel að þeir séu síðri í samskiptum og alls konar,“ segir Jokka. Þessi umræða felur í sér mikið niðurrif. Strákar eru samt að lenda í alls konar. Ekki bara gerendum sem eru fullorðnir því þeim getur líka verið nauðgað. Ég nefni sem dæmi þegar stelpa vill ganga alla leið, en strákurinn ekki. Hún getur beitt fýlustjórnun eða samviskustjórnun og þar sem strákum er innrætt að þeir eigi alltaf að vera graðir og til í tuskið, þá láta þeir kannski tilleiðast en vilja það alls ekki í raun. Á þetta verðum við líka að hlusta.“ Jokka segir að jafn mikilvægt og það sé að styðja enn betur við allar forvarnir og stuðning við konur og stúlkur sem eru þolendur ofbeldis, megi það þó ekki bitna á þeim drengjum eða karlmönnum, sem líka þurfi aðstoð. Jokka starfar sem sjálfstæður ráðgjafi þolenda ofbeldis en einnig í hlutastarfi á Krýsuvík. Hún lítur á ráðgjöfina sína við þolendur sem jafningjastuðning í formi fyrstu hjálpar. Enda dæmi hún engan. Jokka segir vegferðina áhugaverða en erfiða. En er sátt við það hver hún er í dag og þakklát fyrir svo margt skemmtilegt og jákvætt sem hún hefur upplifað um ævina.Vísir/RAX Góðu ráðin: Heilun og heiðarleiki Jokka segir að það að jafna sig á kynferðislegri misnotkun í æsku sé eitthvað sem taki langan tíma. „Ég er enn að fá alls konar flass-bakk og jafnvel eitthvað nýtt að rifjast upp, síðast var það árið 2014,“ segir Jokka og bætir við að hún sé sannfærð um að það séu ákveðin varnarviðbrögð hjá heilanum að láta börn oft gleyma og fá aðeins til sín minningar í skömmtum. Annað væri einfaldlega of skelfilegt. Margt gott hefur þó áunnist í gegnum tíðina. Til dæmis segir Jokka að það hafi alltaf hjálpað sér að hjálpa öðrum, það sé hluti af því góða við að starfa sem ráðgjafi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Ég tala oft um tímann fyrir Gæfusporin hennar Sigrúnar og eftir. Það til dæmis opnaðist alveg fyrir tjáninguna mína, eftir að við fórum í orkustöðvarhreinsun. Ég náði líka ákveðnu jafnvægi líkamlega því að fyrir Gæfuspor var ég gjörn á að hitta ekki í gegnum hurðar og alltaf að missa leirtau. Þetta hætti og ég náði miklu meira jafnvægi í mínar hreyfingar.“ Aðspurð um hvort við séum að gera nóg, bendir Jokka á að eins og margir aðilar eru reglulega að benda á, séu of oft góð verkefni sem stöðvast vegna þess að það vantar fjármagn. Þá segir hún það í bland góða þróun að nú sé fólk orðið svo menntað í fræðunum að til þess að fá fjármagn í stuðning við þolendur, þarf menntun að koma til. „Það má samt ekki vera á kostnað þess að þolendur hljóti ekki jafningjastuðning.“ Eitt sem Jokka segir líka mikilvægt í umræðunni um þolendur. Og það er að hluti af því að takast á við ofbeldið er að vera heiðarlegur við sjálfan sig. „Þetta þýðir að maður þarf að játa á sig ýmislegt sem maður er ekki stoltur af. Sjálf fór ég svo sem ekki í neyslu vímuefnagjafa, sem ég vissulega skil að margir leiti í. En ég hef orðið uppvís að því að beita fólki andlegu ofbeldi með fýlustjórnun og fleiru. Um tíma upplifði ég mig líka sem fórnarlamb. Fannst að allir ættu að vera góðir við mig og svo framvegis. Það eru því ýmsar birtingarmyndir sem maður þarf sjálfur að horfast í augu við.“ Í samtali við Jokku er þó áberandi að það er hvergi að finna neina beiskju né reiði. „Nei, ég myndi frekar segja að þessi vegferð hafi verið áhugaverð og þótt hún hafi oft verið erfið, þá er þetta líka eitthvað sem hefur mótað mig mikið og ég er ekkert ósátt við það hver ég er í dag. Mér finnst líka mikilvægt að fólk átti sig á því að þú berð ekki ábyrgð á því sem kemur fyrir þig. En þú berð ábyrgð á því hvernig þú vinnur úr því,“ segir Jokka og bætir við: „Mér finnst ég líka heppin með margt. Ekki aðeins hef ég gert marga skemmtilega hluti í gegnum tíðina, heldur hef ég líka kynnst ótrúlega mörgu góðu fólki og er þakklát fyrir það tækifæri í lífinu að hafa kynnst mörgum einstaklingum sem eru sannkallaðar hetjur.“ Í dag býr Jokka í Mosfellsbæ. Meira að segja í sama húsinu og hún bjó í á sínum tíma þegar hún flutti frá Akureyri. Börn Jokku eru uppkomin og barnabörnin orðin þrjú. Stefnan er sett á að læra sálgæslu og að sinna áfram forvarnarstarfi og ráðgjöf fyrir þolendur ofbeldis. Sem hún gerir sem sjálfstæður ráðgjafi, til viðbótar við að starfa í hlutastarfi í Krýsuvík. Þá er hún mjög virkur meðlimur í Sniglunum, mótorhjólakona með meiru. En ég hef farið í gegnum þetta allt og þess vegna dæmi ég engan sem til mín leitar. Fyrsta skrefið er samt að segja frá og þar legg ég áherslu á að við þurfum samt líka að trúa strákunum. Því það eru bæði strákar og stelpur að lenda í þessu.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Geðheilbrigði Heilsa Góðu ráðin Fjölskyldumál Tengdar fréttir Áskorun '23: „Þú hefur nú alltaf verið dekruð og fengið allt upp í hendurnar“ Það er enginn einstaklingur né fjölskylda undanskilin því að þurfa að takast á við alls kyns áskoranir. Allt frá því að glíma við vanlíðan og sjálfið okkar, yfir í samskiptaörðugleika, veikindi fjölskyldumeðlims, sorg, ofbeldi, fíkn og fleira. 11. janúar 2024 07:00 Áskorun '23: „Ég var búin að lifa það versta“ Það sem einkennir viðmælendur Áskorunar er styrkleiki. Enda fólk sem hefur farið í gegnum margt og er tilbúið til þess að miðla af reynslu sinni, öðrum til góðs. 10. janúar 2024 07:01 „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01 Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01 Skömm: „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi“ Hvernig ert þú í stakk búin/n til að takast á við áföll? Hver er bakgrunnurinn þinn? 3. desember 2023 08:01 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Áskorun '23: „Þú hefur nú alltaf verið dekruð og fengið allt upp í hendurnar“ Það er enginn einstaklingur né fjölskylda undanskilin því að þurfa að takast á við alls kyns áskoranir. Allt frá því að glíma við vanlíðan og sjálfið okkar, yfir í samskiptaörðugleika, veikindi fjölskyldumeðlims, sorg, ofbeldi, fíkn og fleira. 11. janúar 2024 07:00
Áskorun '23: „Ég var búin að lifa það versta“ Það sem einkennir viðmælendur Áskorunar er styrkleiki. Enda fólk sem hefur farið í gegnum margt og er tilbúið til þess að miðla af reynslu sinni, öðrum til góðs. 10. janúar 2024 07:01
„Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01
Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01
Skömm: „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi“ Hvernig ert þú í stakk búin/n til að takast á við áföll? Hver er bakgrunnurinn þinn? 3. desember 2023 08:01