
Góðu ráðin

Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu
„Ég er nú svo hvatvís að ég veit varla í hvaða átt ég er að fara, hvað þá að ég viti hver þessi innri áttaviti er,“ segir Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Vesturports með meiru og hlær.

„Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“
„Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú. Nota það meira og meira eftir því sem ég verð eldri,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, ein fjölmargra kvenna sem næstkomandi laugardag mun ræða um innsæið á UAK ráðstefnunni 2025.

Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri
Það eru nokkrar tegundir af fólki sem flestir hafa upplifað að kynnast á vinnustöðum sem einfaldlega geta dregið úr okkur allan mátt. Og verða að teljast vera frekar neikvæður félagsskapur, sem þó er oft erfitt að forðast því öll erum við jú að vinna á sama stað.

Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Að vinna á draumavinnustaðnum er geggjuð upplifun. Að hlakka til hvers dags til að fara að vinna og upplifa daginn sem ánægjuna eina: Svo gaman að vinna, svo frábær vinnustaður.

Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er
Það er erfitt að upplifa okkur í draumastarfinu eða vera mjög ánægð í vinnunni okkar, en líða samt eins og við séum ekki alveg að smella saman við yfirmanninn okkar.

Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki?
Eflaust erum við fæst farin að átta okkur á því hversu stórt hlutverk gervigreindin er nú þegar að spila í atvinnulífinu.

Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar
Í íþróttunum er ekkert óalgengt að við sjáum tíð skipti á þjálfurum. Enda ekkert sem segir að sá sem eitt sinn taldist besti þjálfarinn fyrir liðið, sé endilega sá besti fyrir komandi tíma og misseri.

Að hætta kvöld- og næturvafrinu
Það kannast margir við að vakna dauðþreyttir alla morgna. Ekki vegna þess að þeir fóru svo seint upp í rúm kvöldinu áður. Nei; sá tími getur verið mjög skynsamlegur.

Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda
Það er ekkert óalgengt að fólk hætti í vinnunni sinni því það fílar ekki yfirmanninn. Enda löngum vitað að stjórnendur eru mishæfir til starfa.

Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest
Eitt af því sem þróast hefur nokkuð vel víðast hvar í atvinnulífinu eru góð teymi og hversu miklu máli það skiptir að vera góður liðsmaður á vinnustað.

Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum
Á nýju ári eru það ófáir sem setja sér einhver markmið. Oft heilsutengd í janúar en líka stærri markmið; um vinnuna, ástina, heimilið, nýja og gamla drauma, ferðalög og svo framvegis.

Að kúpla okkur frá vinnu um jólin
Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin.

Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar
Rithöfundar tala stundum um ritstíflu. Þar sem engin orð komast á blað. Engar nýjar hugmyndir verða til. Síðan gerist eitthvað sem leysir úr þessu og bang: Úr verður geggjuð bók!

Ekki brenna út á aðventunni
Jólin komin enn á ný með tilheyrandi gleði og tilhlökkun. En líka annríki og jafnvel kvíða fyrir suma.

Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá
Það er nýtt trend í gangi víða í atvinnulífinu. Sem nú nýtir sér alla góða tækni til að skipuleggja vinnuna. Já, dagatals-menningin er orðin þekkt víða.

Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“
„Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin.

Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar
Það er svo margt að fara að breytast í atvinnulífinu næstu árin að ekki einu sinni innkoma internetsins á sínum tíma, kemst í hálfkvisti við þær breytingar sem framundan eru. Stafræn þróun, gervigreind, umhverfis- og loftlagsáhrif og svo framvegis.

Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn
Já það sem gerist á bestu bæjum og meira að segja hjá okkur öllum stundum að það fer hreinlega allt í steik.

Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“
„Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum.

Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík
Nú þegar líður að kosningum má gera ráð fyrir að hitna muni verulega í umræðunum víða. Ekki síst á vinnustöðum.

Eitraður starfsmaður og góð ráð
Það er stundum talað um eitraða vinnustaðamenningu. Eða eitraða stjórnarhætti. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann?

Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum
Við eigum okkur öll góða daga. Og ekki eins góða daga. Enginn getur sagt að þær stundir komi ekki upp, þar sem þráðurinn í okkur er jafnvel styttri en venjulega.

Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“
„Það var rosa skrýtið að lenda í þessu. Enda hef ég aldrei lent í neinu svona,“ segir Sævar Garðarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi um atvinnumissinn hjá Controlant á dögunum.

„Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“
„Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði. Því breytingaskeið kvenna hefur oft áhrif á makann,“ segir Halldóra Skúladóttir, breytingaskeiðsráðgjafi og sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsfólks.

Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu
Já við þekkjum þetta öll: Byrjum í nýrri vinnu. Erum rosa spennt. Vitum að fyrstu vikurnar og mánuðirnir fara í að læra. Og kynnast fólkinu.

Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“
„Fríin mín voru eins og hjá flestum. Kannski einhverjar tvær vikur í senn. Og þá hugsaði ég oft með mér: Hvað það væri nú frábært að geta verið í fríi í svona tvo mánuði á launum og geta gert það sem manni langar til,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie um tímabilið þegar hann varð atvinnulaus um árið.

Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“
„Það gekk allt út á fótboltann. Og þannig er það enn,“ segir Svava Björk Hölludóttir yfirbókari hjá World Class samsteypunni og brosir.

Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“
„Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum.

50+: Að sporna við áhyggjum af eldri eða fullorðnum börnum
Eflaust telja flestir ungir foreldrar að áhyggjur af börnunum þeirra minnki með aldrinum. Svona að því gefnu að allt sé að ganga vel: Börnin fullorðnast, klára sitt nám, stofna til sinnar eigin fjölskyldu eða parsambands og svo framvegis.

Að ná til baka tilfinningunni: Það er gaman í vinnunni
Eitt af því allra skemmtilega á fullorðinsárunum er að finnast gaman í vinnunni. Já hreinlega elska það sem við erum að gera, finnast vinnufélagarnir frábærir og einfaldlega hlakka alltaf til að mæta til vinnu á morgnana.