Ölgerðin breytir slagorðinu fyrir Kristal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 14:41 Það sést hverjir drekka Kristal heyrir nú sögunni til. Kristall Ölgerðin hefur breytt slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal. Breytingin er hluti af sýnilegum breytingum út á við í framhaldi af vottun Samtakanna 78 á Ölgerðinni sem hinseginvænum vinnustað, fyrst íslenskra fyrirtækja. Breytingin er lítil en táknræn. Upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra segir forstjórinn. Samtökin 78 skrifuðu undir viljayfirlýsingu í maí í fyrra um að hefja vinnu að slíkri vottun og í kjölfarið var fræðsla til starfsfólks aukin til muna, kannanir framkvæmdar og úttektir gerðar með hinseginleika í huga. Því ferli er nú formlega lokið með vottun af hálfu samtakanna. „Samtökin 78 fögnuðu því mjög að fá að vinna náið með Ölgerðinni að meiri fjölbreytileika og betra samfélagi. Þetta hefur verið spennandi og fróðleg vegferð og við erum afar ánægð með að veita fyrstu vottunina að hinseginvænum vinnustað til Ölgerðarinnar,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78 í tilkynningu. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segist gríðarlega stoltur af því af vottuninni. „Hún er viðurkenning á því starfi sem hér hefur verið unnið. Með því að skapa fordómalausan og vel upplýstan vinnustað sköpum við ekki einungis betra samfélag, heldur festum við í sessi að Ölgerðin er vinnustaður þar sem fjölbreytileika er fagnað og vellíðan starfsfólks er lykilatriði,“ segir Andir Þór. Ferlið hafi fært fyrirtækjamenningunni spegil sem hollt hafi verið að skoða sig í og vegferðin hafi leitt til fjölda smárra en oft lúmskra breytinga sem styrki fjölbreytileika í jafnréttisvegferð fyrirtækisins. Þá skili slík vinna líka sýnilegum breytingum út á við. „Dæmi um það er breytt slagorð Kristals sem þjóðin hefur þekkt sem „Það sést hverjir drekka Kristal.“ Kristall er hins vegar fyrir okkur öll og uppfært slagorð er því „Það sést hver drekka Kristal“ og þannig er gert ráð fyrir öllum kynjum. Þetta er aðeins upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra,“ segir Andri Þór. Fleiri aðilar sem hafa gert sambærilega breytingu undanfarin misseri er Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR. Félagið breytti stuðningsmannalaginu sínu úr Allir sem eitt í Öll sem eitt. Drykkir Jafnréttismál Hinsegin Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Samtökin 78 skrifuðu undir viljayfirlýsingu í maí í fyrra um að hefja vinnu að slíkri vottun og í kjölfarið var fræðsla til starfsfólks aukin til muna, kannanir framkvæmdar og úttektir gerðar með hinseginleika í huga. Því ferli er nú formlega lokið með vottun af hálfu samtakanna. „Samtökin 78 fögnuðu því mjög að fá að vinna náið með Ölgerðinni að meiri fjölbreytileika og betra samfélagi. Þetta hefur verið spennandi og fróðleg vegferð og við erum afar ánægð með að veita fyrstu vottunina að hinseginvænum vinnustað til Ölgerðarinnar,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78 í tilkynningu. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segist gríðarlega stoltur af því af vottuninni. „Hún er viðurkenning á því starfi sem hér hefur verið unnið. Með því að skapa fordómalausan og vel upplýstan vinnustað sköpum við ekki einungis betra samfélag, heldur festum við í sessi að Ölgerðin er vinnustaður þar sem fjölbreytileika er fagnað og vellíðan starfsfólks er lykilatriði,“ segir Andir Þór. Ferlið hafi fært fyrirtækjamenningunni spegil sem hollt hafi verið að skoða sig í og vegferðin hafi leitt til fjölda smárra en oft lúmskra breytinga sem styrki fjölbreytileika í jafnréttisvegferð fyrirtækisins. Þá skili slík vinna líka sýnilegum breytingum út á við. „Dæmi um það er breytt slagorð Kristals sem þjóðin hefur þekkt sem „Það sést hverjir drekka Kristal.“ Kristall er hins vegar fyrir okkur öll og uppfært slagorð er því „Það sést hver drekka Kristal“ og þannig er gert ráð fyrir öllum kynjum. Þetta er aðeins upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra,“ segir Andri Þór. Fleiri aðilar sem hafa gert sambærilega breytingu undanfarin misseri er Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR. Félagið breytti stuðningsmannalaginu sínu úr Allir sem eitt í Öll sem eitt.
Drykkir Jafnréttismál Hinsegin Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira