Maté: Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar Árni Jóhannsson skrifar 19. janúar 2024 21:15 Maté Dalmay fór ekki í grafgötur með óánægju sína í kvöld. Vísir / Anton Brink Haukar náðu ekki sigur í kvöld og varð fimmti tapleikur liðsins í röð að staðreynd þegar liðið tapaði fyrir Þór Þ. 91-81 í 14. umferð Subway deildar karla í kvöld. Maté Dalmay var ekki ánægður með margt í kvöld í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað tók Lalli tvö eða þrjú leikhlé til að stoppa spretti hjá okkur en í raun og veru þurfti hann ekki að gera það því strax á eftir þá gerðum við einhverja þvælu“, sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður útí gang leiksins og hvar tapið hafði myndast í kvöld. „Við vorum að ruglast í vörninni og góður skotmaður hjá þeim fékk galopið skot eða við erum of djúpt í litla rúllinu hjá Semple. Auðvitað settu þeir niður góð skot, mér fannst allt sem að Davíð eða Emil slepptu í loftið fara ofan í en mér fannst við gera þeim allt of auðvelt að stoppa sprettinn okkar. Við vorum við það að fá trú á þetta og þá gerum við einhverja tæknifeila og spretturinn raungerist ekki.“ David Okeke gerði vel og Haukar leituðu til hans en hefðu mátt gera meira af því. Það varð samt svo þröngt oft þannig að sóknarleikur Hauka var of stirður á löngum köflum. „Ég tók stórann kall í fyrra og gerði það aftur núna en ég ætla ekki að gera það aftur því þeir eru lamdir í klessu. Þetta er ekki hægt. Benni [Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur] kvartaði yfir þessu um daginn með Milka. Þessir menn skora ekki nema að fá villu að auki en ekkert er dæmt þannig að þetta var í síðasta sinn sem ég tek stórann kall.“ Það var sem ekki jafnvægi í leik Hauka því hittni heimamanna var ekki góð þannig að það var ekki hægt að opna teiginn mikið fyrir Okeke og fleiri í liði Hauka. „Við erum náttúrlega ekki með frábært „spacing“ fyrir hann og Parsons en það er samt ekki vandamálið því þeir þurfa bara að skora einn á einn. Við erum ekki að ná í tvöföldun frá Semple eða Tómasi.“ Hvernig fannst Maté Everage koma inn í leik Hauka? „Hann gaf okkur það að þegar kom sprettur á okkur þá hélt hann okkur inn í leiknum með góðu einstaklingsframtaki. Hann átti erfitt í seinni og þeir gerðu vel á hann. Þeir eru með Darwin, sem við þekkjum og Tómas Val, sem eru góðir varnarmenn við þriggja stiga línuna. Hann var góður í fyrri og það dró af honum í seinni.“ En miði er möguleiki ekki satt? „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta staðan sem engum langar að vera í. Við erum í einskis manns landi. Það er alltaf að lengjast í liðin fyrir ofan og við náum ekki að slíta okkur frá botnbaráttunni. Einhvern tímann kemur sigur frá Blikum þar lið mætir ekki tilbúið og svo þurfum við að vinna Hamar í næstu umferð. Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar.“ Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
„Auðvitað tók Lalli tvö eða þrjú leikhlé til að stoppa spretti hjá okkur en í raun og veru þurfti hann ekki að gera það því strax á eftir þá gerðum við einhverja þvælu“, sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður útí gang leiksins og hvar tapið hafði myndast í kvöld. „Við vorum að ruglast í vörninni og góður skotmaður hjá þeim fékk galopið skot eða við erum of djúpt í litla rúllinu hjá Semple. Auðvitað settu þeir niður góð skot, mér fannst allt sem að Davíð eða Emil slepptu í loftið fara ofan í en mér fannst við gera þeim allt of auðvelt að stoppa sprettinn okkar. Við vorum við það að fá trú á þetta og þá gerum við einhverja tæknifeila og spretturinn raungerist ekki.“ David Okeke gerði vel og Haukar leituðu til hans en hefðu mátt gera meira af því. Það varð samt svo þröngt oft þannig að sóknarleikur Hauka var of stirður á löngum köflum. „Ég tók stórann kall í fyrra og gerði það aftur núna en ég ætla ekki að gera það aftur því þeir eru lamdir í klessu. Þetta er ekki hægt. Benni [Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur] kvartaði yfir þessu um daginn með Milka. Þessir menn skora ekki nema að fá villu að auki en ekkert er dæmt þannig að þetta var í síðasta sinn sem ég tek stórann kall.“ Það var sem ekki jafnvægi í leik Hauka því hittni heimamanna var ekki góð þannig að það var ekki hægt að opna teiginn mikið fyrir Okeke og fleiri í liði Hauka. „Við erum náttúrlega ekki með frábært „spacing“ fyrir hann og Parsons en það er samt ekki vandamálið því þeir þurfa bara að skora einn á einn. Við erum ekki að ná í tvöföldun frá Semple eða Tómasi.“ Hvernig fannst Maté Everage koma inn í leik Hauka? „Hann gaf okkur það að þegar kom sprettur á okkur þá hélt hann okkur inn í leiknum með góðu einstaklingsframtaki. Hann átti erfitt í seinni og þeir gerðu vel á hann. Þeir eru með Darwin, sem við þekkjum og Tómas Val, sem eru góðir varnarmenn við þriggja stiga línuna. Hann var góður í fyrri og það dró af honum í seinni.“ En miði er möguleiki ekki satt? „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta staðan sem engum langar að vera í. Við erum í einskis manns landi. Það er alltaf að lengjast í liðin fyrir ofan og við náum ekki að slíta okkur frá botnbaráttunni. Einhvern tímann kemur sigur frá Blikum þar lið mætir ekki tilbúið og svo þurfum við að vinna Hamar í næstu umferð. Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar.“
Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31