„Þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. janúar 2024 15:50 Sólveig Lára á hliðarlínunni. vísir/Hulda Margrét ÍR tapaði í dag naumlega gegn Haukum í leik sem réðist á lokamínútu leiksins. Lokatölur 27-28 í æsispennandi leik í Skógarselinu. Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, var gífurlega svekkt eftir leik. Þegar hún var beðin um fyrstu viðbrögð eftir leik sagði hún þetta. „Bara algjör stuldur, bara hreinn og klár stuldur. Við áttum svo tvö stig skilið úr þessum leik, það eru bara fyrstu viðbrögð,“ sagði Sólveig Lára. Aðspurð hvað hún ætti við um stuld hafði hún þetta að segja. „Maður á ekki að tjá sig um dómgæsluna en mér finnst ansi margt mjög skrítið þegar þær [Haukar] eru að komast aftur inn í leikinn og vafaatriði og ekki vafaatriði sem mér finnst bara falla með þeim. Það er ömurlegt að standa hérna og tala um dómgæslu eftir svona leik en hún hefur oft verið slök í vetur en þetta er bara svo dýrt að þetta svíður.“ Sólveig Láru fannst sitt lið spila frábærlega í dag á báðum endum vallarins. „Mér fannst þetta frábær leikur, ég er bara ógeðslega stolt af þeim, mér fannst þær gjörsamlega frábærar. Varnarleikurinn fannst mér vera frábær í 60 mínútur. Við vorum óheppnar með nokkur fráköst og lítil atriði, vorum kannski að klikka eftir að vera búnar að standa lengi. Mér fannst sóknarleikurinn líka mjög góður og fullt af stelpum að standa sig gríðarlega vel.“ Sólveig Lára var ekki alveg klár á því hvað í spilamennsku síns liðs á lokakafla leiksins olli því að liðið tapaði leiknum. Telur hún helst heppnina hafa verið í liði Hauka undir lokin. „Ég veit það ekki, kannski eitthvað reynsluleysi. Matthildur óheppin, dettur og kastar boltanum út af og einhver svona lítil atriði en mér finnst þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það.“ Sólveig Lára ætlar klárlega að byggja ofan á frammistöðu síns liðs í dag upp á framhaldið að gera en liðið gæti hæglega náð sæti í úrslitakeppninni í vor. „Við erum búnar að vaxa hægt og rólega og ég held að þetta hafi verið einn af okkar bestu leikjum í vetur og með svona frammistöðu eigum við bara séns í nánast alla,“ sagði Sólveig Lára að lokum. Olís-deild kvenna ÍR Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, var gífurlega svekkt eftir leik. Þegar hún var beðin um fyrstu viðbrögð eftir leik sagði hún þetta. „Bara algjör stuldur, bara hreinn og klár stuldur. Við áttum svo tvö stig skilið úr þessum leik, það eru bara fyrstu viðbrögð,“ sagði Sólveig Lára. Aðspurð hvað hún ætti við um stuld hafði hún þetta að segja. „Maður á ekki að tjá sig um dómgæsluna en mér finnst ansi margt mjög skrítið þegar þær [Haukar] eru að komast aftur inn í leikinn og vafaatriði og ekki vafaatriði sem mér finnst bara falla með þeim. Það er ömurlegt að standa hérna og tala um dómgæslu eftir svona leik en hún hefur oft verið slök í vetur en þetta er bara svo dýrt að þetta svíður.“ Sólveig Láru fannst sitt lið spila frábærlega í dag á báðum endum vallarins. „Mér fannst þetta frábær leikur, ég er bara ógeðslega stolt af þeim, mér fannst þær gjörsamlega frábærar. Varnarleikurinn fannst mér vera frábær í 60 mínútur. Við vorum óheppnar með nokkur fráköst og lítil atriði, vorum kannski að klikka eftir að vera búnar að standa lengi. Mér fannst sóknarleikurinn líka mjög góður og fullt af stelpum að standa sig gríðarlega vel.“ Sólveig Lára var ekki alveg klár á því hvað í spilamennsku síns liðs á lokakafla leiksins olli því að liðið tapaði leiknum. Telur hún helst heppnina hafa verið í liði Hauka undir lokin. „Ég veit það ekki, kannski eitthvað reynsluleysi. Matthildur óheppin, dettur og kastar boltanum út af og einhver svona lítil atriði en mér finnst þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það.“ Sólveig Lára ætlar klárlega að byggja ofan á frammistöðu síns liðs í dag upp á framhaldið að gera en liðið gæti hæglega náð sæti í úrslitakeppninni í vor. „Við erum búnar að vaxa hægt og rólega og ég held að þetta hafi verið einn af okkar bestu leikjum í vetur og með svona frammistöðu eigum við bara séns í nánast alla,“ sagði Sólveig Lára að lokum.
Olís-deild kvenna ÍR Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. 20. janúar 2024 15:28
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn