„Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 21:01 Benedikt og barnabarn hans voru í bílnum þegar dekkið pompaði ofan í holuna. Dekkið á vinnubíl Benedikts G. Jónssonar, pípulagningameistara, pompaði niður í holu þegar jörð gaf sig í Grindavík í dag. Benedikt var fljótur að aka upp úr holunni og sakaði engan í atvikinu. Benedikt rekur fyrirtækið Benna pípara og er búinn að vera í Grindavík undanfarna daga eins og fjöldi annarra pípara við að yfirfara hús í bænum. Hann segir jörðina hafa gefið sig óvænt þegar hann ók inn á bílastæði í bænum. „Þetta var núna rétt um hádegið sem við fórum að húsi sem heitir Vigtin. Þetta er á milli slökkvistöðvarinnar og verkstæðisins Grindarinnar. Við vorum að fara þar inn til að ganga frá. Ég keyrði inn götuna og ætlaði reyndar að skilja bílinn eftir á götunni og labba upp að húsinu en ákvað að keyra inn planið af því ég vissi að það var búið að fylla upp í sprunguna sem kom 10. nóvember og menn höfðu verið að leggja bílum þarna áður,“ segir Benedikt. „Ég keyrði inn á planið og þá húrraði bíllinn niður. Ég keyrði hann upp úr strax og stoppaði þannig að sprungan var undir miðjum bílnum,“ segir hann. Það hafi farið um hann ónotatilfinning. „Afastrákurinn minn var með mér og ég rak hann út úr bílnum af því ég hélt að bíllinn færi niður. En það var nú ekki svo slæmt. Svo ákvað ég bara að taka sénsinn að leggja á stýrið og bakka út. Ég hugsaði að hann færi ekki mikið neðar,“ segir hann. Feginn að hafa ekki labbað yfir sprunguna Benedikt segir að í kjölfarið hafi svæðið verið girt af og menn komið til að mæla dýpt holunnar. „Ég sá ekki ofan í botn á þessari sprungu. Þetta er held ég aðalsprungan sem liggur þvert í gegnum bæinn,“ segir hann. Holan var mæld en Benedikt segir hana hafa verið ansi djúpa. Aðsent Þetta var ansi djúpt er það ekki? „Þetta var eins og skæna af sandi sem ég keyri yfir og svo stækkaði holrúmið niður eins og tregt á hvolfi,“ segir hann. „Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana,“ segir Benedikt. Hann tekur fram að allir sem eru þarna að störfum séu í öryggisbeltum og með hjálma. „Ekki það að það geri mikið ef maður fer lengst ofan í þetta,“ segir hann og bætir við „en það er hugsað til að auðvelda að ná manni upp.“ Svæðið sé þó ekki metið hættulegt. Þú ert ekki orðinn smeykur við að fara þarna um eftir þetta? „Ég get sagt þér að ég passa extra vel upp á hvert ég labba af því núna er ég búinn að sjá þetta sjálfur,“ segir Benedikt. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Benedikt rekur fyrirtækið Benna pípara og er búinn að vera í Grindavík undanfarna daga eins og fjöldi annarra pípara við að yfirfara hús í bænum. Hann segir jörðina hafa gefið sig óvænt þegar hann ók inn á bílastæði í bænum. „Þetta var núna rétt um hádegið sem við fórum að húsi sem heitir Vigtin. Þetta er á milli slökkvistöðvarinnar og verkstæðisins Grindarinnar. Við vorum að fara þar inn til að ganga frá. Ég keyrði inn götuna og ætlaði reyndar að skilja bílinn eftir á götunni og labba upp að húsinu en ákvað að keyra inn planið af því ég vissi að það var búið að fylla upp í sprunguna sem kom 10. nóvember og menn höfðu verið að leggja bílum þarna áður,“ segir Benedikt. „Ég keyrði inn á planið og þá húrraði bíllinn niður. Ég keyrði hann upp úr strax og stoppaði þannig að sprungan var undir miðjum bílnum,“ segir hann. Það hafi farið um hann ónotatilfinning. „Afastrákurinn minn var með mér og ég rak hann út úr bílnum af því ég hélt að bíllinn færi niður. En það var nú ekki svo slæmt. Svo ákvað ég bara að taka sénsinn að leggja á stýrið og bakka út. Ég hugsaði að hann færi ekki mikið neðar,“ segir hann. Feginn að hafa ekki labbað yfir sprunguna Benedikt segir að í kjölfarið hafi svæðið verið girt af og menn komið til að mæla dýpt holunnar. „Ég sá ekki ofan í botn á þessari sprungu. Þetta er held ég aðalsprungan sem liggur þvert í gegnum bæinn,“ segir hann. Holan var mæld en Benedikt segir hana hafa verið ansi djúpa. Aðsent Þetta var ansi djúpt er það ekki? „Þetta var eins og skæna af sandi sem ég keyri yfir og svo stækkaði holrúmið niður eins og tregt á hvolfi,“ segir hann. „Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana,“ segir Benedikt. Hann tekur fram að allir sem eru þarna að störfum séu í öryggisbeltum og með hjálma. „Ekki það að það geri mikið ef maður fer lengst ofan í þetta,“ segir hann og bætir við „en það er hugsað til að auðvelda að ná manni upp.“ Svæðið sé þó ekki metið hættulegt. Þú ert ekki orðinn smeykur við að fara þarna um eftir þetta? „Ég get sagt þér að ég passa extra vel upp á hvert ég labba af því núna er ég búinn að sjá þetta sjálfur,“ segir Benedikt.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira