Kjartan Atli: Bónuskeppni sem er bragðgott krydd í tilveruna Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. janúar 2024 22:02 Kjartan Atli Kjartansson leiddi lið Álftanes í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta. vísir / hulda margrét Álftanes komst í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta eftir 90-79 sigur gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. „Það er stutt síðan leik lauk þannig að maður er enn að átta sig. Þetta er náttúrulega bónuskeppni, viðbót við tímabilið, maður er fyrst og fremst að fókusa á deildina en bikarinn er krydd í tilveruna og mín fyrsta tilfinning er að þetta er bragðgott krydd“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust sífellt á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. „Þetta eru tvö mjög jöfn lið. Eins og í fyrri hálfleik held ég að liðin hafi skipst sextán sinnum á forystu og þetta var átta sinnum jafnt. Svo hélt það bara áfram, þeir ná áhlaupi í byrjun þriðja en svo var þetta spurning um orkustig. Þetta var svipaður leikur og í deildinni fyrir tíu dögum síðan en þá duttu skot þeim megin og nú var það öfugt. Erfitt að segja nákvæmlega hvað það var sem skóp sigurinn.“ Kjartan var þá næst spurður út í reynsluboltana Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson. Báðir hafa þeir spilað stórvel upp á síðkastið og stigu upp í kvöld þegar liðið þurfti hvað mest á þeim að halda. „Þeir gefa liðinu ró inni á vellinum, setja hlutina upp og þeirra reynsla vegur mjög þungt. Það eru búin að vera meiðsli og veikindi í hópnum, menn lögðu mikið á sig að ná þessum leik. Dino Stipcic er búinn að vera lengi frá, kom haltrandi inn en átti frábæran leik og setti stór skot. Svo bara Douglas Wilson, Cedrick Bowen með mikla orku. Eysteinn var með 39 stiga hita í gær en menn mættu bara og djöfluðust hérna.“ Í ljósi aðstæðna og hremmingana sem gengið hafa yfir Grindavík vonuðust margir körfuboltaáhugamenn eftir því að liðið færi áfram, líkt og kvennaliðið, í úrslitakeppni bikarsins í Laugardalshöll og fagnaði sigri á erfiðum tímum. En er það eitthvað öðruvísi að mæta Grindavík en öðrum liðum? „Við berum náttúrulega bara mjög mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að spila við þá. Þetta er frábært og orkumikið lið. Við svosem pælum ekki í neinu utanaðkomandi, einbeitum okkur bara að okkur og leikinn sem slíkan. En við berum mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að etja kappi við þá.“ Stjarnan, Tindastóll og Keflavík eru mögulegir andstæðingar Álftaness í undanúrslitum. Á Kjartan sér einhvern draumamótherja? „Bara að komast í Höllina er geggjað, svo sjáum við bara hvernig þetta fer allt saman. Tökum því sem að höndum ber“ sagði Kjartan Atli, sáttur á svip og ljóðrænn í bragði að lokum. VÍS-bikarinn UMF Álftanes Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Það er stutt síðan leik lauk þannig að maður er enn að átta sig. Þetta er náttúrulega bónuskeppni, viðbót við tímabilið, maður er fyrst og fremst að fókusa á deildina en bikarinn er krydd í tilveruna og mín fyrsta tilfinning er að þetta er bragðgott krydd“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust sífellt á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. „Þetta eru tvö mjög jöfn lið. Eins og í fyrri hálfleik held ég að liðin hafi skipst sextán sinnum á forystu og þetta var átta sinnum jafnt. Svo hélt það bara áfram, þeir ná áhlaupi í byrjun þriðja en svo var þetta spurning um orkustig. Þetta var svipaður leikur og í deildinni fyrir tíu dögum síðan en þá duttu skot þeim megin og nú var það öfugt. Erfitt að segja nákvæmlega hvað það var sem skóp sigurinn.“ Kjartan var þá næst spurður út í reynsluboltana Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson. Báðir hafa þeir spilað stórvel upp á síðkastið og stigu upp í kvöld þegar liðið þurfti hvað mest á þeim að halda. „Þeir gefa liðinu ró inni á vellinum, setja hlutina upp og þeirra reynsla vegur mjög þungt. Það eru búin að vera meiðsli og veikindi í hópnum, menn lögðu mikið á sig að ná þessum leik. Dino Stipcic er búinn að vera lengi frá, kom haltrandi inn en átti frábæran leik og setti stór skot. Svo bara Douglas Wilson, Cedrick Bowen með mikla orku. Eysteinn var með 39 stiga hita í gær en menn mættu bara og djöfluðust hérna.“ Í ljósi aðstæðna og hremmingana sem gengið hafa yfir Grindavík vonuðust margir körfuboltaáhugamenn eftir því að liðið færi áfram, líkt og kvennaliðið, í úrslitakeppni bikarsins í Laugardalshöll og fagnaði sigri á erfiðum tímum. En er það eitthvað öðruvísi að mæta Grindavík en öðrum liðum? „Við berum náttúrulega bara mjög mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að spila við þá. Þetta er frábært og orkumikið lið. Við svosem pælum ekki í neinu utanaðkomandi, einbeitum okkur bara að okkur og leikinn sem slíkan. En við berum mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að etja kappi við þá.“ Stjarnan, Tindastóll og Keflavík eru mögulegir andstæðingar Álftaness í undanúrslitum. Á Kjartan sér einhvern draumamótherja? „Bara að komast í Höllina er geggjað, svo sjáum við bara hvernig þetta fer allt saman. Tökum því sem að höndum ber“ sagði Kjartan Atli, sáttur á svip og ljóðrænn í bragði að lokum.
VÍS-bikarinn UMF Álftanes Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira