Vann PGA-mót en sá sem lenti í 2. sæti fékk allt verðlaunaféð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 09:31 Nick Dunlap faðmar mömmu sína eftir sigurinn á The American Express mótinu. getty/Sean M. Haffey Sigurvegarinn á The American Express mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi mátti ekki fá eina og hálfa milljón dollara í verðlaunafé. Hinn tvítugi Nick Dunlap gerði sér lítið fyrir og vann The American Express um helgina. Hann er fyrsti áhugamaðurinn í 33 ár sem vinnur mót á PGA-mótaröðinni, eða síðan Phil Mickelson vann Northern Telecom Open 1991. Verðlaunin fyrir að vinna mótið er ein og hálf milljón Bandaríkjadala, eða um 206 milljónir íslenskra króna. En þar sem Dunlap er áhugamaður má hann ekki þiggja verðlaunaféð. Þess í stað fær sá sem lenti í 2. sæti, Suður-Afríkumaðurinn Christiaan Bezuidenhout, milljónirnar 206. Dunlap, sem er á öðru ári í Alabama háskólanum, var aðeins að keppa á sínu fjórða móti á PGA-mótaröðinni. Hann er sjöundi áhugamaðurinn sem vinnur mót á mótaröðinni síðan 1945. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Hinn tvítugi Nick Dunlap gerði sér lítið fyrir og vann The American Express um helgina. Hann er fyrsti áhugamaðurinn í 33 ár sem vinnur mót á PGA-mótaröðinni, eða síðan Phil Mickelson vann Northern Telecom Open 1991. Verðlaunin fyrir að vinna mótið er ein og hálf milljón Bandaríkjadala, eða um 206 milljónir íslenskra króna. En þar sem Dunlap er áhugamaður má hann ekki þiggja verðlaunaféð. Þess í stað fær sá sem lenti í 2. sæti, Suður-Afríkumaðurinn Christiaan Bezuidenhout, milljónirnar 206. Dunlap, sem er á öðru ári í Alabama háskólanum, var aðeins að keppa á sínu fjórða móti á PGA-mótaröðinni. Hann er sjöundi áhugamaðurinn sem vinnur mót á mótaröðinni síðan 1945.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira