Travis skoraði tvö snertimörk í leiknum og það var afar mikilvægt fyrir Chiefs liðið í naumum 27-24 sigri á Buffalo Bills.
Jason Kelce tapaði fyrir litla bróður sínum Travis í Super Bowl í fyrra en að þessu sinni eru Jason og félagar í Philadelphia Eagles úr leik.
Wondering if a cutaway of a shirtless @JasonKelce screaming and holding a beer to celebrate his brother s touchdown is ruining anyone s entertainment value of this game out there.
— Rich Eisen (@richeisen) January 22, 2024
pic.twitter.com/HIvejHNWk7
Jason var því mættur til Buffalo í nótt til að styðja bróður sinn og hann var að sjálfsögðu með allri stórfjölskyldunni í svítunni með Taylor Swift.
Swift, óumdeilanlega stærsta tónlistastjarna heimsins í dag, er kærasta Travis Kelce og hún hefur mætt mjög vel á leiki Kansas City Chiefs á þessu tímabili.
Jason hefur náttúrulega ekkert verið á svæðinu enda að spila sjálfur.
Nú er almennt búist við því að Jason hafi spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hann var mættur í nótt og augljóslega mættur til að skemmta sér.
Áhugi á Taylor Swift þýðir að sjónvarpsvélarnar eru duglegar að sýna myndir frá svítunni hennar.
Þar var Jason oft í mynd en hann hafði greinilega mjög gaman af öllu saman. Hápunkturinn var eflaust þegar kappinn reif sig úr að ofan og fangaði gríðarlega afrekum litla bróður síns. Það er ekki oft sem einhver nær að stela sviðsljósinu frá Taylor Swift en það var þannig í nótt.
Only Jason Kelce could upstage Taylor Swift: pic.twitter.com/RGA4JUhxQx
— Garth Gagnier (@Grrr22) January 22, 2024