Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. janúar 2024 00:14 Palestínsk móðir grætur með særða dóttur sína í fanginu. Ástandið versnar dag frá degi í Gasa, meira en 25 þúsund eru látin og fjórðungur íbúa býr við hungurmörk. AP/Mohammed Dahman Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. Tugir aðstandenda gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða ruddust inn á fund fjármálanefndar í ísraelska þinginu í dag. Fólkið hélt á lofti skilti með áletruninni „Þið getið ekki setið hér á meðan börnin okkar deyja þar“ og hvatti þingmenn til að beita sér í málinu. Enn eru 130 sagðir í haldi en yfir hundrað gíslum var sleppt úr haldi í lok nóvember þegar sex daga vopnahlé stóð yfir. Þrýstingurinn á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eykst bæði innanlands og utan. Hann hefur lýst því yfir við Ísraela að áframhaldandi árásir inn í Gasa séu eina leiðin til að koma gíslunum aftur heim. Á sama tíma hafnar hann kröfum Bandaríkjanna um tveggja ríkja lausn. Friður og stöðugleiki ekki byggður upp með hernaði Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna funduðu í dag í Brussel í dag um tveggja ríkja lausn með sjálfstæðri Palestínu til að leysa deiluna. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagðist í morgun hættur að ræða um friðarferli, aðeins leiðir að tveggja ríkja lausn. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að koma þurfi á tveggja ríkja lausn.AP/Petr David Josek „Hvaða aðrar lausnir hafa þeir í huga? Að láta alla Palestínumennina fara? Að drepa þá alla? 25 þúsund hafa nú fallið á Gasa, sjötíu prósent þeirra eru konur og börn. Leiðin til að tortíma Hamas er sannarlega ekki sú leið sem þeir fara því þeir eru að sá hatri næstu kynslóða,“ sagði Josep Borell, uranríkismálastjóri ESB í dag. „Við höfum í huga hvað Hamas er, hvað Hamas hefur gert og við höfnum því sannarlega og fordæmum. En friður og stöðugleiki verður ekki byggður upp með hernaði,“ sagði hann einnig. Einn af hverjum fjórum Palestínumönnum sveltur Ísraelar hafa haldið árásum sínum áfram við og inni í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Fjöldi palestínskra fjölskyldna hefur flúið borgin sem hefur legið undir árásum í margar vikur. Net- og símasamband á Gasa datt út aftur í dag, í tíunda skiptið frá því Ísraelar réðust á Gasa. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna koma þessi sambandsleysi í veg fyrir dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna og loka á samskipti Palestínumanna við umheiminn. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafa að minnsta kosti 25.295 Palestínubúar dáið í árásum Ísraela á Gasa og hafa meira en 60 þúsund særst. Ráðuneytið greinir ekki á milli almennra borgara og bardagamanna í þessum tölum en fullyrða að tveir þriðju séu konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar segja um 85 prósent af íbúum Gasa hafa verið hrakta af heimilum sínum og að einn af hverjum fjórum svelti. Palestínumenn grafa grafir fyrir skyldmenni sín við Nasser-spítalann.AP/Mohammed Dahman Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Ísrael Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Tugir aðstandenda gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða ruddust inn á fund fjármálanefndar í ísraelska þinginu í dag. Fólkið hélt á lofti skilti með áletruninni „Þið getið ekki setið hér á meðan börnin okkar deyja þar“ og hvatti þingmenn til að beita sér í málinu. Enn eru 130 sagðir í haldi en yfir hundrað gíslum var sleppt úr haldi í lok nóvember þegar sex daga vopnahlé stóð yfir. Þrýstingurinn á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eykst bæði innanlands og utan. Hann hefur lýst því yfir við Ísraela að áframhaldandi árásir inn í Gasa séu eina leiðin til að koma gíslunum aftur heim. Á sama tíma hafnar hann kröfum Bandaríkjanna um tveggja ríkja lausn. Friður og stöðugleiki ekki byggður upp með hernaði Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna funduðu í dag í Brussel í dag um tveggja ríkja lausn með sjálfstæðri Palestínu til að leysa deiluna. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagðist í morgun hættur að ræða um friðarferli, aðeins leiðir að tveggja ríkja lausn. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að koma þurfi á tveggja ríkja lausn.AP/Petr David Josek „Hvaða aðrar lausnir hafa þeir í huga? Að láta alla Palestínumennina fara? Að drepa þá alla? 25 þúsund hafa nú fallið á Gasa, sjötíu prósent þeirra eru konur og börn. Leiðin til að tortíma Hamas er sannarlega ekki sú leið sem þeir fara því þeir eru að sá hatri næstu kynslóða,“ sagði Josep Borell, uranríkismálastjóri ESB í dag. „Við höfum í huga hvað Hamas er, hvað Hamas hefur gert og við höfnum því sannarlega og fordæmum. En friður og stöðugleiki verður ekki byggður upp með hernaði,“ sagði hann einnig. Einn af hverjum fjórum Palestínumönnum sveltur Ísraelar hafa haldið árásum sínum áfram við og inni í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Fjöldi palestínskra fjölskyldna hefur flúið borgin sem hefur legið undir árásum í margar vikur. Net- og símasamband á Gasa datt út aftur í dag, í tíunda skiptið frá því Ísraelar réðust á Gasa. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna koma þessi sambandsleysi í veg fyrir dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna og loka á samskipti Palestínumanna við umheiminn. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafa að minnsta kosti 25.295 Palestínubúar dáið í árásum Ísraela á Gasa og hafa meira en 60 þúsund særst. Ráðuneytið greinir ekki á milli almennra borgara og bardagamanna í þessum tölum en fullyrða að tveir þriðju séu konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar segja um 85 prósent af íbúum Gasa hafa verið hrakta af heimilum sínum og að einn af hverjum fjórum svelti. Palestínumenn grafa grafir fyrir skyldmenni sín við Nasser-spítalann.AP/Mohammed Dahman
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Ísrael Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent