Hneigði sig fyrir stuðningsmönnum Stólanna: „Týpan Deandre Kane“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 15:00 Deandre Kane er mjög myndrænn leikmaður enda ber hann tilfinningarnar utan á sér. Vísir/Hulda Margrét Deandre Kane átti mikinn þátt í sigri Grindavíkur á heimavelli Íslandsmeistara Tindastóls í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Subway Körfuboltakvöld skoðaði aðeins betur þennan öfluga leikmann og allt sem honum fylgir. „Deandre Kane er oft á tíðum frekar agalaus leikmaður og í þessum leik var hann að pirra sig á hlutum eins og yfir því að fá ekki dæmdar villurnar sem hann vildi fá. Hann endar samt sem hetja Grindvíkinga og er algjörlega frábær í leiknum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hef æðislega gaman af svona litríkum karakterum. Það lítur þannig út og það er það sem maður heyrir líka, að leikmenn og fólkið í kringum í klúbbinn hafi mjög gaman af honum. Hann virðist vera ‚all in' en fyrir þá sem að horfa á þetta utan frá þá er hann rosalega mikið að skammast,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er rosalega mikið að hrista hausinn og hann virðist stundum vera svolítið agalaus en það er orð sem hann hafði á sér áður en hann kom hingað. Þú fyrirgefur oft svoleiðis hjá mönnum sem koma svo, klára leikinn fyrir þig og eru hæfileikaríkir,“ sagði Sævar. „Þú fyrirgefur það líka ef það er grunnt á því og þetta er einhver týpa af manni sem þú ert tilbúinn að höndla. Þú ert með mann eins og Óla Óla sem tekur utan um ungu strákana. Hann er bara svona, einbeitum okkur að okkur sjálfum en ég skal sjá um hann. Ég held að Ólafur og Valur Orri (Valsson) séu þeir sem líma hann við hina leikmennina,“ sagði Sævar. „Ég ætla að sýna ykkur aðeins Deandre Kane týpuna,“ sagði Stefán Árni og henti í loftið svipmyndum af Kane í leiknum með Grindavík á móti Tindastól. Kane var magnaður í lok leiksins og endaði með 27 stig. Hann hneigði síðan fyrir stuðningsmönnum Stólanna í leikslok og þeir voru allt annað en sáttir við það. „Hann hneigði sig ekki bara einu sinni,“ sagði Stefán. „Þetta er bara skemmtun. Ég myndi dýrka það að vera með svona gæja í liði. Ástin sem hann og Óli eru búnir að mynda. Þeir öskra á hvorn annan en svo er bara eitthvað ‚chemistry' sem er í gangi þarna. Við skiljum þetta ekkert,“ sagði Sævar. Það má sjá umræðuna og svipmyndir af Kane hér fyrir neðan. Klippa: Týpan Deandre Kane Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Sjá meira
„Deandre Kane er oft á tíðum frekar agalaus leikmaður og í þessum leik var hann að pirra sig á hlutum eins og yfir því að fá ekki dæmdar villurnar sem hann vildi fá. Hann endar samt sem hetja Grindvíkinga og er algjörlega frábær í leiknum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hef æðislega gaman af svona litríkum karakterum. Það lítur þannig út og það er það sem maður heyrir líka, að leikmenn og fólkið í kringum í klúbbinn hafi mjög gaman af honum. Hann virðist vera ‚all in' en fyrir þá sem að horfa á þetta utan frá þá er hann rosalega mikið að skammast,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er rosalega mikið að hrista hausinn og hann virðist stundum vera svolítið agalaus en það er orð sem hann hafði á sér áður en hann kom hingað. Þú fyrirgefur oft svoleiðis hjá mönnum sem koma svo, klára leikinn fyrir þig og eru hæfileikaríkir,“ sagði Sævar. „Þú fyrirgefur það líka ef það er grunnt á því og þetta er einhver týpa af manni sem þú ert tilbúinn að höndla. Þú ert með mann eins og Óla Óla sem tekur utan um ungu strákana. Hann er bara svona, einbeitum okkur að okkur sjálfum en ég skal sjá um hann. Ég held að Ólafur og Valur Orri (Valsson) séu þeir sem líma hann við hina leikmennina,“ sagði Sævar. „Ég ætla að sýna ykkur aðeins Deandre Kane týpuna,“ sagði Stefán Árni og henti í loftið svipmyndum af Kane í leiknum með Grindavík á móti Tindastól. Kane var magnaður í lok leiksins og endaði með 27 stig. Hann hneigði síðan fyrir stuðningsmönnum Stólanna í leikslok og þeir voru allt annað en sáttir við það. „Hann hneigði sig ekki bara einu sinni,“ sagði Stefán. „Þetta er bara skemmtun. Ég myndi dýrka það að vera með svona gæja í liði. Ástin sem hann og Óli eru búnir að mynda. Þeir öskra á hvorn annan en svo er bara eitthvað ‚chemistry' sem er í gangi þarna. Við skiljum þetta ekkert,“ sagði Sævar. Það má sjá umræðuna og svipmyndir af Kane hér fyrir neðan. Klippa: Týpan Deandre Kane
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga