Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Jón Þór Stefánsson skrifar 23. janúar 2024 13:54 Framboðið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur á síðustu sex mánuðum dregist saman um tæplega helming. Vísir/Vilhelm Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, en þar segir að byggt hafi verið á upplýsingum sem stofnunin hafi unnið úr gögnum um fasteignaauglýsingar. Þar segir að framboðið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hafi minnkað um ellefu prósent á síðustu sex vikum síðasta árs, og á síðustu sex mánuðum hafi það dregist saman um tæplega helming. Fram kemur að samdrátturinn sé að eiga sér stað um allt land, en hann sé mestur á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt gögnum HMS hefur nýjum auglýstum íbúðum fækkað hratt á síðustu sex mánuðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en þær voru 200 talsins um síðustu áramót samanborið við 320 um miðjan júní 2023. Á höfuðborgarsvæðinu jókst hins vegar framboð nýrra auglýstra íbúða frá miðjum júní fram í miðjan nóvember úr 530 í 950, en í lok síðasta árs hafði þeim svo fækkað niður í 850,“ segir í tilkynningu HMS. Samkvæmt HMS er um helmingur allra þeirra tvö þúsund íbúða sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu með fjögur eða fleiri herbergi. Um 350 þeirra eru litlar íbúðir, sem er skilgreint sem íbúðir með tvö herbergi eða færri. Og um 650 íbúðanna eru þriggja herbergja. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landinu er samsetning framboðs íbúða sambærileg og megnið eða rúmlega 400 íbúðir fjögurra herbergja eða stærri, um 150 þriggja herbergja og um fimmtíu litlar íbúðir. Fram kemur að af þeim 850 nýju íbúðum sem eru auglýstar til sölu eru um 37 prósent í Reykjavík, 22 prósent í Hafnarfirði annars vegar og í Kópavogi hins vegar, og þá eru 17 prósent í Garðabæ. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur framboð íbúða aukist mest undanfarið í Reykjanesbæ, Árborg og á Akranesi. Í tveimur síðarnefndu sveitarfélögunum á þessi þróun sér stað vegna nýrra íbúða, en þeim hefur fjölgað lítillega í Reykjanesbæ. Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, en þar segir að byggt hafi verið á upplýsingum sem stofnunin hafi unnið úr gögnum um fasteignaauglýsingar. Þar segir að framboðið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hafi minnkað um ellefu prósent á síðustu sex vikum síðasta árs, og á síðustu sex mánuðum hafi það dregist saman um tæplega helming. Fram kemur að samdrátturinn sé að eiga sér stað um allt land, en hann sé mestur á höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt gögnum HMS hefur nýjum auglýstum íbúðum fækkað hratt á síðustu sex mánuðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en þær voru 200 talsins um síðustu áramót samanborið við 320 um miðjan júní 2023. Á höfuðborgarsvæðinu jókst hins vegar framboð nýrra auglýstra íbúða frá miðjum júní fram í miðjan nóvember úr 530 í 950, en í lok síðasta árs hafði þeim svo fækkað niður í 850,“ segir í tilkynningu HMS. Samkvæmt HMS er um helmingur allra þeirra tvö þúsund íbúða sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu með fjögur eða fleiri herbergi. Um 350 þeirra eru litlar íbúðir, sem er skilgreint sem íbúðir með tvö herbergi eða færri. Og um 650 íbúðanna eru þriggja herbergja. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landinu er samsetning framboðs íbúða sambærileg og megnið eða rúmlega 400 íbúðir fjögurra herbergja eða stærri, um 150 þriggja herbergja og um fimmtíu litlar íbúðir. Fram kemur að af þeim 850 nýju íbúðum sem eru auglýstar til sölu eru um 37 prósent í Reykjavík, 22 prósent í Hafnarfirði annars vegar og í Kópavogi hins vegar, og þá eru 17 prósent í Garðabæ. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur framboð íbúða aukist mest undanfarið í Reykjanesbæ, Árborg og á Akranesi. Í tveimur síðarnefndu sveitarfélögunum á þessi þróun sér stað vegna nýrra íbúða, en þeim hefur fjölgað lítillega í Reykjanesbæ.
Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira