Vilja breyta stjórnarskrá svo átján ára geti orðið forseti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. janúar 2024 18:11 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir er einn flutningsmanna málsins. Vísir/Vilhelm Fimm þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingar á stjórnarskránni sem felur í sér að fjarlægja eigi það skilyrði að Íslendingur þurfi að vera 35 ára eða eldri til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þeir segja aldurstakmarkið tímaskekkju og það sýni vantraust gagnvart kjósendum. Flutningsmenn frumvarpsins eru Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Stefán Vagn Stefánsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Vilja að aldurstakmarkið verði átján ár Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að forsetaembættið sé eitt þriggja embætta sem fela í sér aldurskröfur upp á 35 ár. Hin tvö embættin eru hæstaréttardómari og landsréttardómari. Þá vísa þeir til athugasemda við stjórnarskrárfrumvarpið 1944 þar sem fram kemur að „ekki þykir hlýða, að yngri maður en 35 ára geti orðið forseti“ þar sem forseti þarf að búa yfir, auk margs annars, „lipurð og mannþekkingu, sem ekki fæst nema með nokkrum aldri“. „Fjölmargir einstaklingar undir 35 ára aldri gætu hæglega staðist kröfur þjóðarinnar hvað embættið varðar og sinnt því vel. Rétt eins og þjóðinni er treyst til að ákveða hæfi frambjóðenda á grundvelli menntunar og fyrri starfa, þá eigi henni einnig að vera treystandi til að taka ákvörðun um hvort frambjóðandi búi yfir „lipurð og mannþekkingu“, sérstaklega í ljósi þess að upplýsingaflæði innan samfélagsins hefur batnað til muna frá samþykkt stjórnarskrárinnar, t.d. með tilkomu alnetsins,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Mat flutningsmanna sé að afnema eigi skilyrði um að forsetaefni skuli hafa náð 35 ára aldri á kjördag. Þess í stað ætti aldurstakmark til forsetaframboðs að miðast við kosningarétt, eins og í alþingiskosningum. Þá segja þau að reglan um að einstaklingur þurfi að vera orðinn 35 ára til að geta orðið forseti lýðveldisins sé tímaskekkja og sýnir ákveðið vantraust gagnvart kjósendum til að velja hæfasta einstaklinginn í embættið. Formaður SUF þegar boðið sig fram Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, lýsti yfir að hann hygðist bjóða sig fram til forseta í skoðanagrein á Vísi fyrr í mánuðinum. Gunnar, sem verður 23 ára þegar gengið verður til forsetakosninga í júní, sagði stjórn SUF krefjast að við við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður regluna um aldurstakmarkanir frambjóðanda til embættisins. Gunnar ræddi áformin í Reykjavík síðdegis sama dag. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Stjórnarskrá Tengdar fréttir Fyrrverandi rosalega ungur vill verða formaður ungra Gunnar Ásgrímsson hefur boðið sig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Gunnar vakti fyrst athygli árið 2014 í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. 1. ágúst 2023 16:10 Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. 12. janúar 2024 13:27 Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. 30. janúar 2022 22:30 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Sjá meira
Flutningsmenn frumvarpsins eru Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Stefán Vagn Stefánsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Vilja að aldurstakmarkið verði átján ár Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að forsetaembættið sé eitt þriggja embætta sem fela í sér aldurskröfur upp á 35 ár. Hin tvö embættin eru hæstaréttardómari og landsréttardómari. Þá vísa þeir til athugasemda við stjórnarskrárfrumvarpið 1944 þar sem fram kemur að „ekki þykir hlýða, að yngri maður en 35 ára geti orðið forseti“ þar sem forseti þarf að búa yfir, auk margs annars, „lipurð og mannþekkingu, sem ekki fæst nema með nokkrum aldri“. „Fjölmargir einstaklingar undir 35 ára aldri gætu hæglega staðist kröfur þjóðarinnar hvað embættið varðar og sinnt því vel. Rétt eins og þjóðinni er treyst til að ákveða hæfi frambjóðenda á grundvelli menntunar og fyrri starfa, þá eigi henni einnig að vera treystandi til að taka ákvörðun um hvort frambjóðandi búi yfir „lipurð og mannþekkingu“, sérstaklega í ljósi þess að upplýsingaflæði innan samfélagsins hefur batnað til muna frá samþykkt stjórnarskrárinnar, t.d. með tilkomu alnetsins,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Mat flutningsmanna sé að afnema eigi skilyrði um að forsetaefni skuli hafa náð 35 ára aldri á kjördag. Þess í stað ætti aldurstakmark til forsetaframboðs að miðast við kosningarétt, eins og í alþingiskosningum. Þá segja þau að reglan um að einstaklingur þurfi að vera orðinn 35 ára til að geta orðið forseti lýðveldisins sé tímaskekkja og sýnir ákveðið vantraust gagnvart kjósendum til að velja hæfasta einstaklinginn í embættið. Formaður SUF þegar boðið sig fram Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, lýsti yfir að hann hygðist bjóða sig fram til forseta í skoðanagrein á Vísi fyrr í mánuðinum. Gunnar, sem verður 23 ára þegar gengið verður til forsetakosninga í júní, sagði stjórn SUF krefjast að við við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður regluna um aldurstakmarkanir frambjóðanda til embættisins. Gunnar ræddi áformin í Reykjavík síðdegis sama dag. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Stjórnarskrá Tengdar fréttir Fyrrverandi rosalega ungur vill verða formaður ungra Gunnar Ásgrímsson hefur boðið sig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Gunnar vakti fyrst athygli árið 2014 í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. 1. ágúst 2023 16:10 Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. 12. janúar 2024 13:27 Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. 30. janúar 2022 22:30 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Sjá meira
Fyrrverandi rosalega ungur vill verða formaður ungra Gunnar Ásgrímsson hefur boðið sig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Gunnar vakti fyrst athygli árið 2014 í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. 1. ágúst 2023 16:10
Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. 12. janúar 2024 13:27
Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. 30. janúar 2022 22:30