Hiti og rafmagn á öllum húsum eftir krefjandi viku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2024 21:31 Frá Grindavík í dag. Vísir/Arnar Slökkviliðsstjóri Grindavíkur segir síðustu viku hafa verið annasama og krefjandi á meðan unnið var að því að koma hita og rafmagni á öll hús bæjarins. Vinnu við það lauk í dag og segir hann líklega um að ræða eitt stærsta pípulagningaverkefni sem farið hefur verið í bæ hér á landi. Um tólf hundruð heimili eru í Grindavík. Í eldgosinu fyrir rúmri viku fór rafmagn og heita og kalda vatnið af bænum en síðan þá hefur mikið frost verið úti. „Við erum búnir að vera í kapphlaupi við tímann að reyna að frostverja húsin. Að reyna að koma heitu vatni á, rafmagni og einhverri kyndingu og við erum búin að vera með svona sirka þrjátíu til fimmtíu pípulagningamenn með okkur og rafvirkja. Það er búið að hlaupa hús úr húsi,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. Einar segir að í dag hafi verið lokið við að koma hita á síðustu húsin í bænum og þá sé rafmagn líka komið á alls staðar. Það hafi verið mikilvægt að ná að vinna þetta svona hratt. „Þetta er heimili fólks og við viljum reyna allt sem við getum til að reyna að vernda að það verði fyrir óþarfa skemmdum.“ Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjórinn í Grindavík.Vísir/Arnar Þá segir hann það hafa skipt sköpum hversu margir pípulagningamenn tóku þátt í verkefninu. „Ég hugsa að þetta sé eitt stærsta pípulagningaverkefni sem hefur verið tekið af heilu bæjarfélagi.“ Kaldavatnslaust er enn í bænum en hraun fór yfir kaldavatnslögn bæjarins í eldgosinu. „Við erum búin að finna báða endana á lögninni. Nú þarf að hreinsa hana út og kæla og laga og reyna að koma köldu vatni niður í bæinn um helgina. Það er draumastaða.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35 Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44 Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Um tólf hundruð heimili eru í Grindavík. Í eldgosinu fyrir rúmri viku fór rafmagn og heita og kalda vatnið af bænum en síðan þá hefur mikið frost verið úti. „Við erum búnir að vera í kapphlaupi við tímann að reyna að frostverja húsin. Að reyna að koma heitu vatni á, rafmagni og einhverri kyndingu og við erum búin að vera með svona sirka þrjátíu til fimmtíu pípulagningamenn með okkur og rafvirkja. Það er búið að hlaupa hús úr húsi,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík. Einar segir að í dag hafi verið lokið við að koma hita á síðustu húsin í bænum og þá sé rafmagn líka komið á alls staðar. Það hafi verið mikilvægt að ná að vinna þetta svona hratt. „Þetta er heimili fólks og við viljum reyna allt sem við getum til að reyna að vernda að það verði fyrir óþarfa skemmdum.“ Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjórinn í Grindavík.Vísir/Arnar Þá segir hann það hafa skipt sköpum hversu margir pípulagningamenn tóku þátt í verkefninu. „Ég hugsa að þetta sé eitt stærsta pípulagningaverkefni sem hefur verið tekið af heilu bæjarfélagi.“ Kaldavatnslaust er enn í bænum en hraun fór yfir kaldavatnslögn bæjarins í eldgosinu. „Við erum búin að finna báða endana á lögninni. Nú þarf að hreinsa hana út og kæla og laga og reyna að koma köldu vatni niður í bæinn um helgina. Það er draumastaða.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35 Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44 Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Rafmagn komið á Grindavík um loftlínu í kvöld Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. 22. janúar 2024 22:35
Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Reykjanesbæ Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17. 22. janúar 2024 18:44
Hægt á jarðskjálftavirkni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Um helgina mældust innan við helmingi færri jarðskjálftar á svæðinu heldur en dagana á undan. Land heldur þó áfram að rísa undir Svartsengi og enn er talið að til eldgoss gæti komið á næstu vikum. 22. janúar 2024 13:28