Bjarni: Það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar tali um annað Andri Már Eggertsson skrifar 23. janúar 2024 21:20 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn Vísir/Diego Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með níu stiga sigur gegn Stjörnunni 74-65. Bjarni var sérstaklega ánægður með hvernig liðið setti tóninn í upphafi leiks. „Orkan var góð og mér fannst við spila vel sóknarlega. Í fyrri hálfleik hefðum við getað verið með stærra forskot en Stjarnan náði að ýta okkur aðeins úr því sem við vildum gera en heilt yfir er ég ánægður með framlagið hjá leikmönnum,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks með því að gera fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. „Ég vissi ekki á hverju ég átti von á frá liðinu en þekkjandi stelpurnar þá vissi ég að þær ætluðu að gera betur heldur en síðast og við byrjuðum leikinn vel. Við gerðum þetta aðeins of spennandi síðustu mínúturnar en þetta var nauðsynlegur sigur hjá okkur.“ Haukar voru fimmtán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Stjarnan datt hins vegar í gang í fjórða leikhluta og saxaði forskot Hauka niður í sex stig. „Við hættum að hitta þegar að þær fóru í svæðisvörn. Við náðum að leysa vörnina þeirra til að byrja með en síðan kom hik á okkur og þá datt vörnin okkar úr takti og þær fengu auðveldar körfur sem þær settu ofan í.“ Bjarni sagði að hann væri ekki að fara að styrkja liðið meira og skaut á sérfræðingana í Körfuboltakvöldi í leiðinni. „Ég er með flottan hóp og það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar hjá ykkur hafi alltaf talað um að það hafi verið léleg stemning hérna í Ólafssal. Það hefur aldrei verið og ég hef verið hérna í mörg ár og þetta er geggjaður hópur og þær eru spenntar að halda áfram í framhaldinu,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
„Orkan var góð og mér fannst við spila vel sóknarlega. Í fyrri hálfleik hefðum við getað verið með stærra forskot en Stjarnan náði að ýta okkur aðeins úr því sem við vildum gera en heilt yfir er ég ánægður með framlagið hjá leikmönnum,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks með því að gera fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. „Ég vissi ekki á hverju ég átti von á frá liðinu en þekkjandi stelpurnar þá vissi ég að þær ætluðu að gera betur heldur en síðast og við byrjuðum leikinn vel. Við gerðum þetta aðeins of spennandi síðustu mínúturnar en þetta var nauðsynlegur sigur hjá okkur.“ Haukar voru fimmtán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Stjarnan datt hins vegar í gang í fjórða leikhluta og saxaði forskot Hauka niður í sex stig. „Við hættum að hitta þegar að þær fóru í svæðisvörn. Við náðum að leysa vörnina þeirra til að byrja með en síðan kom hik á okkur og þá datt vörnin okkar úr takti og þær fengu auðveldar körfur sem þær settu ofan í.“ Bjarni sagði að hann væri ekki að fara að styrkja liðið meira og skaut á sérfræðingana í Körfuboltakvöldi í leiðinni. „Ég er með flottan hóp og það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar hjá ykkur hafi alltaf talað um að það hafi verið léleg stemning hérna í Ólafssal. Það hefur aldrei verið og ég hef verið hérna í mörg ár og þetta er geggjaður hópur og þær eru spenntar að halda áfram í framhaldinu,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira