Grindavík og kjaraviðræðurnar Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 24. janúar 2024 14:01 Yfirlýsingar fjármálaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að náttúruhamfarir í Grindavík muni hafa áhrif á getu stjórnvalda til að koma til móts við kröfur launafólks um aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum hafa að vonum vakið talsverða furðu. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali mánudaginn 22. janúar að uppi væru „mjög háværar kröfur” um að ríkið legði mikla fjármuni í tilfærslukerfin svonefndu. Þegar ríkið stæði frammi fyrir svo stóru verkefni sem „Grindavíkurmálið” væri hefði það áhrif á getu ríkissjóðs til að koma til móts við kröfur annarra. „Það væri óskynsamlegt af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir yrðu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum föst í,“ sagði ráðherrann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þessi orð hans daginn eftir og kvaðst telja „blasa við” að náttúruhamfarir í Grindavík og aðstoð við íbúa þar hefðu áhrif á „allt annað sem [ríkisstjórnin] gerði” og undarlegt væri ef einhverir „ætluðu að vera ósammála því.” „Stóra samhengið” Vegna þessara yfirlýsinga ráðherranna er mikilvægt að fram komi að verkalýðshreyfingin hefur aldrei krafist þess að hún verði tekin út úr því „stóra samhengi” sem utanríkisráðherra gerði að umtalsefni. Hið „stóra samhengi” sem blasir við íslensku launafólki er að á síðustu árum hafa stjórnvöld skipulega eyðilagt tilfærslukerfin, sem eru tæki velferðarsamfélagsins til að létta undir með almenningi á krefjandi tímum, til dæmis þegar fólk kemur sér þaki yfir höfuð eða eignast börn. Frá árinu 1995 hefur meðalfjölskylda tapað um 40.000 krónum að núvirði á mánuði í samanlagðar barna- og vaxtabætur. Tillögur verkalýðshreyfingarinnar miða að því endurheimta það sem stjórnvöld hafa tekið af launafólki. Það skiptir einnig verulegu máli í „stóra samhenginu” að verkalýðshreyfingin hefur unnið ítarlegar tillögur um endurreisn tilfærslukerfa vaxta-, húsnæðis- og barnabóta og hvernig fjármagna megi þær löngu tímabæru umbætur. Hér skulu nefndar nokkrar helstu tillögur hvað fjármögnun varðar: Skattbyrði verði jöfnuð milli launa og fjármagnstekna. Útsvar verði greitt af fjármagnstekjum. Lokað verði fyrir glufur í tekjuskattkerfinu sem gera tekjutilflutning frá atvinnutekjum í fjármagnstekjur mögulegan. Komið verði á stóreignaskatti á hreinar eignir umfram 200 milljónir. Mótaður verði skýr rammi um auðlindagjöld og gjaldheimta auðlindagjalda færð undir eitt ráðuneyti. Gjaldheimta nái yfir nýtingu ólíkra auðlinda svo sem fiskeldi, framleiðslu raforku og ferðaþjónustu. Tekin verði upp skattlagning auðlindarentu, byggð á norskri fyrirmynd. Tekið verði upp 4.000 króna komugjald í ferðaþjónustu sem leggst á flugfargjöld fullorðinna sem koma inn í landið. Skattalegar undanþágur sem ferðaþjónustan nýtur verði teknar til endurskoðunar. Lækkun bankaskatts verði dregin til baka. Skattþrepum verði fjölgað í fjögur með því að innleiða sérstakt hátekjuþrep á tekjur sem eru yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sett verði lög um hvalrekaskatt sem virkjast sjálfkrafa þegar ytri aðstæður leiða til óvenju mikillar arðsemi. Heilbrigt og réttlátt skattkerfi Líkt og þessar tillögur bera greinilega með sér er hugsunin ekki sú að auka skattheimtu á launafólk í landinu. Hún er nú þegar síhækkandi og óhófleg, sérstaklega hvað lægstu launin varðar og ber forgangsröðun stjórnvalda ekki fagurt vitni. Hér eru á hinn bóginn lögð drög að heilbrigðara og réttlátara skattkerfi þar sem auknar byrðar eru að sönnu lagðar á stórfyrirtæki og fjármagnseigendur. Í því efni skal minnt á að hagnaður útgerðar árin 2020 til 2022 var samtals rúmir 160 milljarðar króna og arðgreiðslur voru í samræmi við það. Um bankaskatt má nefna að hagnaður þeirra stærstu var samtals um 67 milljarðar króna árið 2022 og þar munaði mestu, venju samkvæmt, um vaxtatekjur þessara fyrirtækja sem rót eiga í vaxtamuni er kemur af fullum þunga niður á launafólk. Við skulum jafnframt hafa í huga að íslenskur fákeppnismarkaður er gríðarlega kostnaðarsamur fyrir launafólk og gróðinn ratar í vasa hinna fáu. Til að sporna gegn þessu þarf að reka öflugt samkeppniseftirlit og skattleggja ofsagróða. Verkalýðshreyfingin hefur hafnað því að launafólk verði eitt látið bera byrðarnar af erfiðu efnahagsástandi sem það á enga sök á. Hreyfingin hafnar gjaldskrárhækkunum, aukinni gjaldheimtu, almennum skattahækkunum og niðurskurði í mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Samhjálp Því verður ekki trúað að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætli að halda þeim málflutningi á lofti að réttmætar kröfur launafólks, sem lúta ekki síst að stuðningi sem þessir sömu ráðherrar hafa svipt almenningi, vinni gegn því að samfélagið geti komið Grindvíkingum til hjálpar á þessum neyðartímum. Líkt og ég hef hér sýnt fram á gerir verkalýðshreyfingin ráð fyrir því að breytt skattheimta standi undir fjármögnun nauðsynlegra samfélagsumbóta. Óhugsandi er að forystumenn í stjórnmálum landsins horfi til vandaðrar kjarabaráttu launafólks á þann veg að sanngjarnar kröfur séu fallnar til að skerða samheldni þjóðarinnar þegar náttúruhamfarir ríða yfir. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál ASÍ Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar fjármálaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að náttúruhamfarir í Grindavík muni hafa áhrif á getu stjórnvalda til að koma til móts við kröfur launafólks um aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum hafa að vonum vakið talsverða furðu. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali mánudaginn 22. janúar að uppi væru „mjög háværar kröfur” um að ríkið legði mikla fjármuni í tilfærslukerfin svonefndu. Þegar ríkið stæði frammi fyrir svo stóru verkefni sem „Grindavíkurmálið” væri hefði það áhrif á getu ríkissjóðs til að koma til móts við kröfur annarra. „Það væri óskynsamlegt af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir yrðu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum föst í,“ sagði ráðherrann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þessi orð hans daginn eftir og kvaðst telja „blasa við” að náttúruhamfarir í Grindavík og aðstoð við íbúa þar hefðu áhrif á „allt annað sem [ríkisstjórnin] gerði” og undarlegt væri ef einhverir „ætluðu að vera ósammála því.” „Stóra samhengið” Vegna þessara yfirlýsinga ráðherranna er mikilvægt að fram komi að verkalýðshreyfingin hefur aldrei krafist þess að hún verði tekin út úr því „stóra samhengi” sem utanríkisráðherra gerði að umtalsefni. Hið „stóra samhengi” sem blasir við íslensku launafólki er að á síðustu árum hafa stjórnvöld skipulega eyðilagt tilfærslukerfin, sem eru tæki velferðarsamfélagsins til að létta undir með almenningi á krefjandi tímum, til dæmis þegar fólk kemur sér þaki yfir höfuð eða eignast börn. Frá árinu 1995 hefur meðalfjölskylda tapað um 40.000 krónum að núvirði á mánuði í samanlagðar barna- og vaxtabætur. Tillögur verkalýðshreyfingarinnar miða að því endurheimta það sem stjórnvöld hafa tekið af launafólki. Það skiptir einnig verulegu máli í „stóra samhenginu” að verkalýðshreyfingin hefur unnið ítarlegar tillögur um endurreisn tilfærslukerfa vaxta-, húsnæðis- og barnabóta og hvernig fjármagna megi þær löngu tímabæru umbætur. Hér skulu nefndar nokkrar helstu tillögur hvað fjármögnun varðar: Skattbyrði verði jöfnuð milli launa og fjármagnstekna. Útsvar verði greitt af fjármagnstekjum. Lokað verði fyrir glufur í tekjuskattkerfinu sem gera tekjutilflutning frá atvinnutekjum í fjármagnstekjur mögulegan. Komið verði á stóreignaskatti á hreinar eignir umfram 200 milljónir. Mótaður verði skýr rammi um auðlindagjöld og gjaldheimta auðlindagjalda færð undir eitt ráðuneyti. Gjaldheimta nái yfir nýtingu ólíkra auðlinda svo sem fiskeldi, framleiðslu raforku og ferðaþjónustu. Tekin verði upp skattlagning auðlindarentu, byggð á norskri fyrirmynd. Tekið verði upp 4.000 króna komugjald í ferðaþjónustu sem leggst á flugfargjöld fullorðinna sem koma inn í landið. Skattalegar undanþágur sem ferðaþjónustan nýtur verði teknar til endurskoðunar. Lækkun bankaskatts verði dregin til baka. Skattþrepum verði fjölgað í fjögur með því að innleiða sérstakt hátekjuþrep á tekjur sem eru yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sett verði lög um hvalrekaskatt sem virkjast sjálfkrafa þegar ytri aðstæður leiða til óvenju mikillar arðsemi. Heilbrigt og réttlátt skattkerfi Líkt og þessar tillögur bera greinilega með sér er hugsunin ekki sú að auka skattheimtu á launafólk í landinu. Hún er nú þegar síhækkandi og óhófleg, sérstaklega hvað lægstu launin varðar og ber forgangsröðun stjórnvalda ekki fagurt vitni. Hér eru á hinn bóginn lögð drög að heilbrigðara og réttlátara skattkerfi þar sem auknar byrðar eru að sönnu lagðar á stórfyrirtæki og fjármagnseigendur. Í því efni skal minnt á að hagnaður útgerðar árin 2020 til 2022 var samtals rúmir 160 milljarðar króna og arðgreiðslur voru í samræmi við það. Um bankaskatt má nefna að hagnaður þeirra stærstu var samtals um 67 milljarðar króna árið 2022 og þar munaði mestu, venju samkvæmt, um vaxtatekjur þessara fyrirtækja sem rót eiga í vaxtamuni er kemur af fullum þunga niður á launafólk. Við skulum jafnframt hafa í huga að íslenskur fákeppnismarkaður er gríðarlega kostnaðarsamur fyrir launafólk og gróðinn ratar í vasa hinna fáu. Til að sporna gegn þessu þarf að reka öflugt samkeppniseftirlit og skattleggja ofsagróða. Verkalýðshreyfingin hefur hafnað því að launafólk verði eitt látið bera byrðarnar af erfiðu efnahagsástandi sem það á enga sök á. Hreyfingin hafnar gjaldskrárhækkunum, aukinni gjaldheimtu, almennum skattahækkunum og niðurskurði í mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Samhjálp Því verður ekki trúað að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætli að halda þeim málflutningi á lofti að réttmætar kröfur launafólks, sem lúta ekki síst að stuðningi sem þessir sömu ráðherrar hafa svipt almenningi, vinni gegn því að samfélagið geti komið Grindvíkingum til hjálpar á þessum neyðartímum. Líkt og ég hef hér sýnt fram á gerir verkalýðshreyfingin ráð fyrir því að breytt skattheimta standi undir fjármögnun nauðsynlegra samfélagsumbóta. Óhugsandi er að forystumenn í stjórnmálum landsins horfi til vandaðrar kjarabaráttu launafólks á þann veg að sanngjarnar kröfur séu fallnar til að skerða samheldni þjóðarinnar þegar náttúruhamfarir ríða yfir. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun