Ákærður fyrir að gabba lögreglu: „Höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa“ Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2024 20:47 Sprengjuhótuninni var meðal annars beint að ráðhúsi Reykjanesbæjar. Vísir/Þorgils Erlendur karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, með því að senda falska sprengjuhótun á stofnanir Reykjanesbæjar. Meðal stofnanna voru nokkrir leikskólar og ráðhús bæjarins var rýmt vegna hótananna. Maðurinn var handtekinn þann 3. mars síðastliðinn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir greindi frá því á sínum tíma að maðurinn væri grunaður um að standa að baki sprengjuhótun sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í vikunni áður. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Yfirlögregluþjónn sagði manninn eiga langan sakaferil að baki. Hann væri af af erlendu bergi brotinn en hafi verið búsettur hér á landi um tíma. Sagðist meina það sem hann sagði Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupóst að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Fundu enga sprengju Seinni tölvupósturinn leiddi til þess að ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt morguninn eftir, þegar tölvupósturinn var opnaður og lesinn, og þess að lögregla framkvæmdi sprengjuleit í ráðhúsinu án árangurs. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við broti gegn valdstjórninni liggur allt að sex ára fangelsi, en átta ára ef það beinist gegn opinberum starfsmanni sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21 Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Maðurinn var handtekinn þann 3. mars síðastliðinn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir greindi frá því á sínum tíma að maðurinn væri grunaður um að standa að baki sprengjuhótun sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í vikunni áður. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Yfirlögregluþjónn sagði manninn eiga langan sakaferil að baki. Hann væri af af erlendu bergi brotinn en hafi verið búsettur hér á landi um tíma. Sagðist meina það sem hann sagði Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupóst að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Fundu enga sprengju Seinni tölvupósturinn leiddi til þess að ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt morguninn eftir, þegar tölvupósturinn var opnaður og lesinn, og þess að lögregla framkvæmdi sprengjuleit í ráðhúsinu án árangurs. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við broti gegn valdstjórninni liggur allt að sex ára fangelsi, en átta ára ef það beinist gegn opinberum starfsmanni sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21 Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21
Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22